Innlent

Meirihluti landsmanna fylgjandi jafnlaunavottun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stjórnendur og æðstu embættismenn reyndust töluvert líklegri en aðrir starfshópar til að vera andvígir, samkvæmt könnun MMR.
Stjórnendur og æðstu embættismenn reyndust töluvert líklegri en aðrir starfshópar til að vera andvígir, samkvæmt könnun MMR. Vísir/Getty
Stór hluti Íslendinga kveðst hlynntur því að fyrirtækjum með 25 eða fleiri starfsmönnum verði skylt samkvæmt lögum að fá jafnlaunavottun.

Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem fór fram dagana 11.-26. apríl 2017. Rúm 60 prósent landsmanna kváðust frekar eða mjög fylgjandi lögum um jafnlaunavottun en 20,8 prósent kváðust frekar eða mjög andvíg. Þá kváðust 19,2 prósent hvorki vera fylgjandi né andvíg.

Karlar reyndust mun líklegri en konur til að vera andvígir. Af karlkyns svarendum kváðust nítján prósent vera mjög andvígir en einungis fimm prósent kvenna. Af konum kváðust 75 prósent vera fylgjandi, þar af 47 prósent mjög fylgjandi. Af körlum kváðust 46 prósent vera fylgjandi, þar af kváðust 26 prósent mjög fylgjandi.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins reyndust líklegri en íbúar landsbyggðarinnar til að vera fylgjandi. Kváðust 40 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins vera mjög fylgjandi samanborið við 29 prósent íbúa á landsbyggðinni.

Stjórnendur og æðstu embættismenn reyndust töluvert líklegri en aðrir starfshópar til að vera andvígir eða 42 prósent. Kváðust 25 prósent vera mjög andvíg og sautján prósent frekar andvíg. Námsmenn (69 prósent) og sérfræðingar (68 prósent) reyndust líklegastir til að vera fylgjandi.

Stuðningsfólk Sjálfstæðis- (41 prósent) og Framsóknarflokks (45 prósent) reyndust líklegri en stuðningsmenn annarra flokka til að vera andvíg. Stuðningsfólk Vinstri grænna (78 prósent) reyndust jafnframt líklegri en stuðningsfólk annarra flokka til að vera fylgjandi.

Mynd/MMR

Tengdar fréttir

Jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar vekur heimsathygli

Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin.

Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×