Innlent

Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir
„Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir, vegna ákvarðana sem teknar eru á vettvangi stjórnvalda. Stjórnmálamenn eiga að vera þjónar fólksins, ekki herrar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.

Sagði hann að ekki væri ástæða til að örvænta um framtíð Íslands enda hefðu Íslendingar úr miklu að spila og ástæða væri til þess að ætla að Íslendingar myndu áfram búa við slíkar aðstæður.

Þakkaði hann Framsóknarflokknum og áherslum hans í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þá stöðu sem nú væri upp í íslensku efnahagslífi. Það væru fyrst og fremst stefnumál flokksins sem hefðu skapað hið „góða bú“ sem núverandi ríkisstjórn tæki við.

„Viðreisn kom þar hvergi nærri og ég man ekki til þess að viðhengi hennar, Björt framtíð, hafi lagt mikið til málanna við endurreisn íslensks efnahagslífs. Þó minnist ég þess að fyrrverandi formaður þess flokks lagði fram tillögu „…til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna,““ sagði Sigurður Ingi.

Gerði hann orð Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Gaf Sigurður Ingi lítið fyrir þessa skýring.

„Það kemur á óvart að forsætisráðherra skuli líta svo á, að skortur á aðgengi að heilbrigðisþjónustu skuli byggjast á hughrifum. Ég held að það sé lítil stemming fyrir svona ályktunum, ekki síst hjá því ágæta fólki sem býr úti á landi og hefur ekki eins góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu og þó þeir hafa sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigurður Ingi.


Tengdar fréttir

Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn

Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×