Stóra pelsamálið: „Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2017 13:52 Sitt sýnist hverjum um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum. Samsett mynd „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar myndum aldrei gefa svona merkta pelsa,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar, um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum hér á landi. Það voru alþjóðlegu dýraverndarsamtökin PETA sem gáfu Fjölskylduhjálp þessa pelsa sem hafa verið merkti með spreyi til að koma í veg fyrir að þeir verði seldir aftur. Þessi gjörningur hefur verið talsvert umdeildur og mikið til umræðu á samfélagsmiðlum það sem af er degi. Vilborg Oddsdóttir segir í samtali við Vísi að Hjálparstarf kirkjunnar hefði ekki tekið við þessum pelsum frá PETA og hvað þá gefið fátækum þá.Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.Vísir/GVA„Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta. Að ætla að merkja fólk sem er fátækt. Þú kannski tekur pels af því þér er kalt og hefur ekkert annað. Þessi hugsunarháttur að spreyja á pelsana áður en maður gefur þá fátækum, mér hugnast hann ekki. Ég get skilið fólk sem er heimilislaust, þá er fínt að fá pels ef þú ert að drepast úr kulda.“ Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Þá verða einnig pelsar sendir út á land og til þeirra sem eru taldir þurfa á þeim að halda. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag að það væri siðferðislega rangt að merkja fólk fátækt. Hún sagði þörfina fyrir pelsana meiri víða annars staðar í heiminu og það væri til dæmis frekar hægt að nota þá sem ábreiður eða gólfmottur í flóttamannabúðum. PETA berst gegn því að fólk klæðist pelsum af dýraverndarsjónarmiðum en handritshöfundurinn Nína Richter segir PETA með reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Þá þurfi hinir ríku nýtt stöðutákn.Varðandi pelsamálið: PETA eru augljóslega að reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Hinir ríku þurfa nýtt stöðutákn.— Nína Richter (@Kisumamma) January 24, 2017 Íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, Hans Steinar Bjarnason, segir þetta uppátæki meika akkúrat engan sens en bendir á að það gerðu þó topplausu möffin-kökurnar í Seinfeld-gamanþáttunum sem oft gátu verið ansi súrrealískir.Spreyjaðir pelsar fyrir fátækt fólk meikar akkúrat engan sens. Það gerðu þó topplausu muffin kökurnar í Seinfeld https://t.co/9dTBAyOhQ9— Hans Steinar (@hanssteinar) January 24, 2017 Björk Vilhelmsdóttir, félagsfræðingur og stjórnmálakona, er hugsi yfir tíðindunum. Sömu sögu er að segja um sagnfræðinginn Stefán Pálsson. Tengdar fréttir Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
„Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar myndum aldrei gefa svona merkta pelsa,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar, um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum hér á landi. Það voru alþjóðlegu dýraverndarsamtökin PETA sem gáfu Fjölskylduhjálp þessa pelsa sem hafa verið merkti með spreyi til að koma í veg fyrir að þeir verði seldir aftur. Þessi gjörningur hefur verið talsvert umdeildur og mikið til umræðu á samfélagsmiðlum það sem af er degi. Vilborg Oddsdóttir segir í samtali við Vísi að Hjálparstarf kirkjunnar hefði ekki tekið við þessum pelsum frá PETA og hvað þá gefið fátækum þá.Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.Vísir/GVA„Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta. Að ætla að merkja fólk sem er fátækt. Þú kannski tekur pels af því þér er kalt og hefur ekkert annað. Þessi hugsunarháttur að spreyja á pelsana áður en maður gefur þá fátækum, mér hugnast hann ekki. Ég get skilið fólk sem er heimilislaust, þá er fínt að fá pels ef þú ert að drepast úr kulda.“ Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Þá verða einnig pelsar sendir út á land og til þeirra sem eru taldir þurfa á þeim að halda. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag að það væri siðferðislega rangt að merkja fólk fátækt. Hún sagði þörfina fyrir pelsana meiri víða annars staðar í heiminu og það væri til dæmis frekar hægt að nota þá sem ábreiður eða gólfmottur í flóttamannabúðum. PETA berst gegn því að fólk klæðist pelsum af dýraverndarsjónarmiðum en handritshöfundurinn Nína Richter segir PETA með reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Þá þurfi hinir ríku nýtt stöðutákn.Varðandi pelsamálið: PETA eru augljóslega að reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Hinir ríku þurfa nýtt stöðutákn.— Nína Richter (@Kisumamma) January 24, 2017 Íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, Hans Steinar Bjarnason, segir þetta uppátæki meika akkúrat engan sens en bendir á að það gerðu þó topplausu möffin-kökurnar í Seinfeld-gamanþáttunum sem oft gátu verið ansi súrrealískir.Spreyjaðir pelsar fyrir fátækt fólk meikar akkúrat engan sens. Það gerðu þó topplausu muffin kökurnar í Seinfeld https://t.co/9dTBAyOhQ9— Hans Steinar (@hanssteinar) January 24, 2017 Björk Vilhelmsdóttir, félagsfræðingur og stjórnmálakona, er hugsi yfir tíðindunum. Sömu sögu er að segja um sagnfræðinginn Stefán Pálsson.
Tengdar fréttir Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51