Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2017 10:51 Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands. Fjölskylduhjálp Íslands mun í vikunni afhenda um 200 pelsa til bágstaddra hér á landi. Pelsarnir eru komnir frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA en fulltrúi samtakanna kom með pelsana til landsins í gær og mun yfirgefa landið annað kvöld. Er fulltrúanum ætlað að tryggja að pelsarnir verði ekki seldir. Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir um 170 einstaklinga heimilislausa á Íslandi í dag. Reynt verður að senda eitthvað af pelsunum út á land og en Fjölskylduhjálp mun einnig svara ábendingum um fólk sem þarf á aðstoð að halda og koma pelsum þangað. „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var kona sem hafði samband við okkur út af henni til að láta hana fá.“Pelsar til að lifa af harðan veturUm er að ræða pelsa sem hafa verið merktir með spreyi og því ekki hægt að selja þá aftur. PETA vill ekki að þessir pelsar verði tættir heldur þeir verði notaðir til að hjálpa fátækum og heimilislausu að lifa af harðan vetur. Með pelsunum sé hægt að draga úr líkum á lungnabólgu og ofkælingu. Var til að mynda pelsum komið til stríðshrjáðra í Sýrlandi í fyrra. Úthlutunin á pelsunum mun fara fram á sama tíma og matarúthlutunin í Fjölskylduhjálp Íslands á morgun. Þeir sem ætla að sækja sér mataraðstoð gera það á sama stað en pelsarnir verða afhentir í öðrum inngangi.Hafa aðgang að skattframtaliÁsgerður Jóna segir að tryggt verði að pelsarnir fari þangað þar sem neyðin er mest. Hún segir þá sem vinna fyrir Fjölskylduhjálpina hafa frá upphafi haft aðgang að Þjóðskrá Íslands og þar með skattframtali fólks og þannig geta gengið úr skugga að aðstoðina fari til þeirra sem raunverulega þurfa á henni að halda. Hún segir hæsta viðmiðið vera fólk með 250 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt. „Þá er það fólk sem fær matvælaaðstoð,“ segir Ásgerður Jóna en forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar sjá þar með stöðu fólks, skuldir og eignir og ef viðkomandi er í leiguhúsnæði. Ásgerður Jóna segir þetta gert með leyfi Persónuverndar. „Mikið af þessu fólki er með 200 þúsund eftir skatt, öryrkjar og eldri borgarar. Þegar viðkomandi borgar húsaleigu er sáralítið eftir,“ segir Ásgerður Jóna en hún segir það koma fyrir að fólki sé vísað frá eftir skoðun á skattframtali. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands mun í vikunni afhenda um 200 pelsa til bágstaddra hér á landi. Pelsarnir eru komnir frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA en fulltrúi samtakanna kom með pelsana til landsins í gær og mun yfirgefa landið annað kvöld. Er fulltrúanum ætlað að tryggja að pelsarnir verði ekki seldir. Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir um 170 einstaklinga heimilislausa á Íslandi í dag. Reynt verður að senda eitthvað af pelsunum út á land og en Fjölskylduhjálp mun einnig svara ábendingum um fólk sem þarf á aðstoð að halda og koma pelsum þangað. „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var kona sem hafði samband við okkur út af henni til að láta hana fá.“Pelsar til að lifa af harðan veturUm er að ræða pelsa sem hafa verið merktir með spreyi og því ekki hægt að selja þá aftur. PETA vill ekki að þessir pelsar verði tættir heldur þeir verði notaðir til að hjálpa fátækum og heimilislausu að lifa af harðan vetur. Með pelsunum sé hægt að draga úr líkum á lungnabólgu og ofkælingu. Var til að mynda pelsum komið til stríðshrjáðra í Sýrlandi í fyrra. Úthlutunin á pelsunum mun fara fram á sama tíma og matarúthlutunin í Fjölskylduhjálp Íslands á morgun. Þeir sem ætla að sækja sér mataraðstoð gera það á sama stað en pelsarnir verða afhentir í öðrum inngangi.Hafa aðgang að skattframtaliÁsgerður Jóna segir að tryggt verði að pelsarnir fari þangað þar sem neyðin er mest. Hún segir þá sem vinna fyrir Fjölskylduhjálpina hafa frá upphafi haft aðgang að Þjóðskrá Íslands og þar með skattframtali fólks og þannig geta gengið úr skugga að aðstoðina fari til þeirra sem raunverulega þurfa á henni að halda. Hún segir hæsta viðmiðið vera fólk með 250 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt. „Þá er það fólk sem fær matvælaaðstoð,“ segir Ásgerður Jóna en forsvarsmenn Fjölskylduhjálpar sjá þar með stöðu fólks, skuldir og eignir og ef viðkomandi er í leiguhúsnæði. Ásgerður Jóna segir þetta gert með leyfi Persónuverndar. „Mikið af þessu fólki er með 200 þúsund eftir skatt, öryrkjar og eldri borgarar. Þegar viðkomandi borgar húsaleigu er sáralítið eftir,“ segir Ásgerður Jóna en hún segir það koma fyrir að fólki sé vísað frá eftir skoðun á skattframtali.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira