Innlent

Sigurður Helgi nýr formaður í Nes- og Melahverfi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigurður Helgi Birgisson.
Sigurður Helgi Birgisson.
Sigurður Helgi Birgisson var kjörinn formaður Félags Sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi í Reykjavík á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Valhöll í kvöld. Hann tekur við af Jóhönnu Pálsdóttur en hún gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Sigurður hlaut 52 atkvæði, eða 80 prósent atkvæða. Jóhannes Stefánsson, lögmaður hjá Icelandair Group og fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar þáverandi menntamálaráðherra, fékk 13 atkvæði, eða 20 prósent. Alls greiddu 65 atkvæði á fundinum.

Sigurður Helgi er 26 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Hann er formaður Nordic Baltic Coorperation og sat í stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík árin 2016-2017. Þá sat hann í stjórn Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta.

Ásamt Sigurði voru kjörnir í stjórn:

Anna Bender,

Ásrún Birgisdóttir,

Ágústa Guðmundsdóttir,

Gísli Ragnarsson,

Ólafur R. Jónsson,

Sigríður Ragna Sigurðardóttir.

 

Varastjórn:

Ásta Lára Leósdóttir,

Breki Þór Borgarsson,

Guðbjörg Sigurgeirsdóttir

Halldór Karl Högnason

Karólína Jónsdóttir,

Sigrún Guðný Markúsdóttir,

Svanhildur Hólm Valsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×