Íslenski boltinn

Stóra EM-hléið mun hafa mestu áhrifin á Íslandsmót kvenna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pepsi-deild kvenna hefst fyrr en nokkru sinni áður í sumar. Fyrstu leikirnir verða spilaðir 27. apríl. Þetta er gert vegna þátttöku kvennalandsliðsins í fótbolta í lokakeppni HM í Hollandi í sumar.

„Það er betra að byrja fyrr. Íslandsmótið sjálft verður samt allt öðruvísi og maður nálgast það á allt annan hátt,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, við íþróttadeild um mótið í sumar.

„Það er tekinn sprettur fram að EM-hléinu og spilaðir margirleikir. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur að byrja þetta svona snemma því bara í fyrstu leikjunum sýnist mér bara vera einn grasleikur.  Ég get ekki séð að Fylkir eða KR spili á sínum heimavelli 27. apríl.“

Þrjátíu og átta daga hlé verður gert á deildinni frá 2. júlí til 9. ágúst sem getur verið snúið að leysa, ekki síst fyrir lið eins og Breiðablik sem er með fjórar landsliðskonur.

„Þetta hefur klárlega áhrif, en auðvitað er gott að vera með góða leikmenn. Maður vill hafa sem flestar í landsliðinu. Stærstu máli skiptir hvernig þú nálgast stóra hléið og hvernig þær stelpur sem fara á EM verða eftir mótið. Það er stóra spurningin, held ég,“ segir Þorsteinn Halldórsson.

Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×