Hverahlíð bjargaði rekstri á Hellisheiði Svavar Hávarðsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Hellisheiðarvirkjun var reist á aðeins 5 árum þó lítið væri vitað um virkjunarsvæðið. vísir/gva Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, þarf á næstu sex árum að ráðast í rúmlega 13 milljarða króna fjárfestingu til að viðhalda gufuöflun fyrir Hellisheiðarvirkjun. Þegar hefur verið boðin út borun á sjö nýjum holum á næstu þremur árum. Ekki er ennþá vitað hversu margar holur þarf til að viðhalda fullum afköstum. Endurskoðuð áætlun ON gerir ráð fyrir 15 holum á næstu 10 árum. Þetta er minni fjárfesting er gert var ráð fyrir í þeirri áætlun ON, sem samþykkt var í haust. Hinsvegar eru þetta meiri boranir en vonast var til þegar áform um tengingu Hverahlíðarlagnar voru kynnt og fjallað var um í Fréttablaðinu snemmsumars 2013. Háhitasvæðið í Hverahlíð stendur í dag undir 50 MW rafmagnsvinnslu í virkjuninni en upprunalega vinnslusvæðið næst virkjuninni 225 MW – uppsett afl virkjunarinnar er 303 MW. Auk borunar eftir gufu er gert ráð fyrir um fimm milljarða króna kostnaði út árið 2022 vegna niðurdælingar á jarðhitavatni frá virkjuninni.Það var ljóst árið 2012 að frekari gufuöflun fyrir Hellisheiðarsvæðið væri aðkallandi, þegar það lá fyrir að jarðhitasvæðin næst virkjuninni önnuðu ekki fullum afköstum hennar. Árið eftir var ákveðið að tengja háhitasvæðið í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun og lauk þeirri framkvæmd í ársbyrjun 2016. Sú aðgerð kostaði á fjórða milljarð króna og var hugsuð til að stækka vinnslusvæði virkjunarinnar og gefa svigrúm til að endurmeta getu svæðisins næst virkjuninni. ON myndi á meðan geta sparað sér boranir á nýjum vinnsluholum til að halda uppi afköstum virkjunarinnar. Hver ný hola kostar um 700 milljónir og á þeim tíma, á árunum 2012 til 2014, var fjárhagsstaða fyrirtækisins grafalvarleg. Árið 2013 töldu vísindamenn að afköst myndu falla um sem jafngildir sjö megavöttum á ári að meðaltali og viðurkennt var að uppbygging virkjunarinnar hefði verið of hröð. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR og stjórnarformaður Orku náttúrunnar, segir að fljótlega hafi verið ljóst að áætlanir um afköst gufusvæðanna næst virkjuninni stæðust ekki. „Þegar líður á árið 2014 kemur í ljós að vinnslugeta virkjunarinnar fellur hraðar en við bjuggumst við. Við sáum fram á að Hverahlíðarlögnin myndi ein og sér ekki duga eins lengi og við áætluðum – sem var fimm til sjö ár en á þeim tíma ætluðum við að vinna að rannsóknum á gömlu svæðunum á Henglinum. Fallið á vinnslusvæðunum í kringum Hellisheiðarvirkjun var hraðara – eða um 20 MW á ári,“ segir Bjarni og viðurkennir að þær niðurstöður hafi verið áfall. Hann bætir við að síðastliðið haust, þegar vinna við fjárhagsáætlun stóð yfir, „hafi myndin verið mjög dökk.“Viðurkennt er að uppbygging svo stórrar virkjunar var allt of hröð, og þvert á ráðleggingar sérfræðinga utan Orkuveitunnar á sínum tíma.vísir/vilhelmÞá, í september 2016, voru því horfur á 20 MW árlegri dvínun jarðhitakerfis Hellisheiðarvirkjunar, miðað við mælingar 2015 og fyrri hluta 2016 – áður en áhrifa Hverahlíðar fór að gæta að ráði. Á þeim tímapunkti gerði tíu ára áætlun ráð fyrir borun á allt að 26 holum til að viðhalda framleiðslugetu virkjana Orku náttúrunnar. Þar af voru 23 holur á Hellisheiði og að virkjunin yrði keyrð að jafnaði á 240-275 MW næstu árin. Þá gerði fjárfestingaáætlun ON ráð fyrir 27 milljarða króna fjárfestingum á aðeins fimm árum. Til að bregðast við þessari stöðu var verkefnið „Fjallið“ sett af stað í haust. Verkefnið fólst í ítarlegri greiningu og samvinnu jarðvísinda-, tækni- og fjármálafólks á gufuforða Hellisheiðarvirkjunar, stærstu virkjunar ON, dótturfyrirtækis Orkuveitunnar. Með afrakstri verkefnisins rættist verulega úr og fyrri áætlun lækkaði til samræmis, segir Bjarni. Endurskoðuð áætlun gerir núna ráð fyrir 19 milljörðum á næstu árum fyrir virkjanirnar allar – en að langstærstum hluta fellur sá kostnaður til vegna framkvæmda við Hellisheiði. Minni kostnaður liggur einkum í fækkun fyrirhugaðra borholna frá fyrri áformum sem bora þarf til ársins 2022 og tengingu þeirra við virkjunina. Eftir þá vinnu er myndin sú sem fyrr er lýst. Gufuforði er metinn nægjanlegur til fullrar rafmagnsvinnslu út árið 2017, öfugt við fyrri áætlanir um 20 MW dvínun á milli ára 2016-2017. Hún er nú áætluð rúm átta megavött á ári en á sama tíma hafa 40 holukostir verið kortlagðir og þeim forgangsraðað til gufuvinnslu fyrir virkjunina á næstu árum. Forsendur borana miða núna við að viðhalda gufuforða fyrir 285 MW framleiðslu að jafnaði, í stað fyrri áætlana um 274 MW framleiðslu. Þeir holukostir sem helst koma til greina eru í Hverahlíð, en jafnframt eru aðrir til skoðunar á upprunalega vinnslusvæðinu og utan þess.Bjarni Bjarason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnarformaður Orku náttúrunnar. Vísir/GVASpurður hvort sú ákvörðun að tengja Hellisheiðarvirkjun við Hverahlíð með gufulögn hafi verið mistök – í ljósi þess að það þarf að ráðast í stórar fjárfestingar í borunum þrátt fyrir allt, segir Bjarni að hið gagnstæða eigi við. „Sú aðgerð tókst afar vel, og hefði hún ekki komið til hefði staðan öll verið okkur mun óhagstæðari. Þegar við skoðum þessa ákvörðun okkar reyndist hún hárrétt, og hefur bjargað rekstri Hellisheiðarvirkjunar. Þá var framkvæmdin sjálf farsæl; engin tæknileg vandamál og engin slys urðu á framkvæmdatímanum þrátt fyrir snjóþungan vetur það árið,“ segir Bjarni. „Gufan frá Hverahlíð gaf okkur líka kost á því að draga úr vinnslu á gömlu svæðunum,“ bætir Bjarni við, „og nú er komið á daginn að svæðin hafa jafnað sig hraðar en búist var við. Þetta er mikilvægt og skiptir máli fyrir framtíðarsýn okkar á Hengilinn.“ Þegar allt er talið hefur Hellisheiðarvirkjun kostað um 94 milljarða króna miðað við verðlag hvers árs. Kostnaður við boranir næstu ára er því verulegur í því ljósi. Hins vegar ber að hafa hugfast að ef allt hefði verið eðlilegt var alltaf gert ráð fyrir borun á einni viðhaldsholu á ári að meðaltali til að halda óbreyttri orkuvinnslu. Hellisheiðarvirkjun stendur undir um 20% af tekjum samstæðu Orkuveitunnar. Arðsemi virkjunarinnar er ekki talin viðunandi en samanlögð arðsemi Hellisheiðar og Nesjavalla 2015 var 4,8% (heitt vatn) og 4,9% (rafmagn), eins og segir í ársreikningi OR fyrir árið 2015. Um samkeppnisrekstur er að ræða og til viðmiðunar þá er algengt í samkeppnisrekstri að miða við 7-8% arðsemi sem ásættanlega. Hvort boranir muni skila jafnvægi í rekstri Hellisheiðarvirkjunar, og viðunandi arðsemi, á eftir að koma í ljós, en óvissa árangurs borana eftir gufu er í eðli sínu mikil.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, þarf á næstu sex árum að ráðast í rúmlega 13 milljarða króna fjárfestingu til að viðhalda gufuöflun fyrir Hellisheiðarvirkjun. Þegar hefur verið boðin út borun á sjö nýjum holum á næstu þremur árum. Ekki er ennþá vitað hversu margar holur þarf til að viðhalda fullum afköstum. Endurskoðuð áætlun ON gerir ráð fyrir 15 holum á næstu 10 árum. Þetta er minni fjárfesting er gert var ráð fyrir í þeirri áætlun ON, sem samþykkt var í haust. Hinsvegar eru þetta meiri boranir en vonast var til þegar áform um tengingu Hverahlíðarlagnar voru kynnt og fjallað var um í Fréttablaðinu snemmsumars 2013. Háhitasvæðið í Hverahlíð stendur í dag undir 50 MW rafmagnsvinnslu í virkjuninni en upprunalega vinnslusvæðið næst virkjuninni 225 MW – uppsett afl virkjunarinnar er 303 MW. Auk borunar eftir gufu er gert ráð fyrir um fimm milljarða króna kostnaði út árið 2022 vegna niðurdælingar á jarðhitavatni frá virkjuninni.Það var ljóst árið 2012 að frekari gufuöflun fyrir Hellisheiðarsvæðið væri aðkallandi, þegar það lá fyrir að jarðhitasvæðin næst virkjuninni önnuðu ekki fullum afköstum hennar. Árið eftir var ákveðið að tengja háhitasvæðið í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun og lauk þeirri framkvæmd í ársbyrjun 2016. Sú aðgerð kostaði á fjórða milljarð króna og var hugsuð til að stækka vinnslusvæði virkjunarinnar og gefa svigrúm til að endurmeta getu svæðisins næst virkjuninni. ON myndi á meðan geta sparað sér boranir á nýjum vinnsluholum til að halda uppi afköstum virkjunarinnar. Hver ný hola kostar um 700 milljónir og á þeim tíma, á árunum 2012 til 2014, var fjárhagsstaða fyrirtækisins grafalvarleg. Árið 2013 töldu vísindamenn að afköst myndu falla um sem jafngildir sjö megavöttum á ári að meðaltali og viðurkennt var að uppbygging virkjunarinnar hefði verið of hröð. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR og stjórnarformaður Orku náttúrunnar, segir að fljótlega hafi verið ljóst að áætlanir um afköst gufusvæðanna næst virkjuninni stæðust ekki. „Þegar líður á árið 2014 kemur í ljós að vinnslugeta virkjunarinnar fellur hraðar en við bjuggumst við. Við sáum fram á að Hverahlíðarlögnin myndi ein og sér ekki duga eins lengi og við áætluðum – sem var fimm til sjö ár en á þeim tíma ætluðum við að vinna að rannsóknum á gömlu svæðunum á Henglinum. Fallið á vinnslusvæðunum í kringum Hellisheiðarvirkjun var hraðara – eða um 20 MW á ári,“ segir Bjarni og viðurkennir að þær niðurstöður hafi verið áfall. Hann bætir við að síðastliðið haust, þegar vinna við fjárhagsáætlun stóð yfir, „hafi myndin verið mjög dökk.“Viðurkennt er að uppbygging svo stórrar virkjunar var allt of hröð, og þvert á ráðleggingar sérfræðinga utan Orkuveitunnar á sínum tíma.vísir/vilhelmÞá, í september 2016, voru því horfur á 20 MW árlegri dvínun jarðhitakerfis Hellisheiðarvirkjunar, miðað við mælingar 2015 og fyrri hluta 2016 – áður en áhrifa Hverahlíðar fór að gæta að ráði. Á þeim tímapunkti gerði tíu ára áætlun ráð fyrir borun á allt að 26 holum til að viðhalda framleiðslugetu virkjana Orku náttúrunnar. Þar af voru 23 holur á Hellisheiði og að virkjunin yrði keyrð að jafnaði á 240-275 MW næstu árin. Þá gerði fjárfestingaáætlun ON ráð fyrir 27 milljarða króna fjárfestingum á aðeins fimm árum. Til að bregðast við þessari stöðu var verkefnið „Fjallið“ sett af stað í haust. Verkefnið fólst í ítarlegri greiningu og samvinnu jarðvísinda-, tækni- og fjármálafólks á gufuforða Hellisheiðarvirkjunar, stærstu virkjunar ON, dótturfyrirtækis Orkuveitunnar. Með afrakstri verkefnisins rættist verulega úr og fyrri áætlun lækkaði til samræmis, segir Bjarni. Endurskoðuð áætlun gerir núna ráð fyrir 19 milljörðum á næstu árum fyrir virkjanirnar allar – en að langstærstum hluta fellur sá kostnaður til vegna framkvæmda við Hellisheiði. Minni kostnaður liggur einkum í fækkun fyrirhugaðra borholna frá fyrri áformum sem bora þarf til ársins 2022 og tengingu þeirra við virkjunina. Eftir þá vinnu er myndin sú sem fyrr er lýst. Gufuforði er metinn nægjanlegur til fullrar rafmagnsvinnslu út árið 2017, öfugt við fyrri áætlanir um 20 MW dvínun á milli ára 2016-2017. Hún er nú áætluð rúm átta megavött á ári en á sama tíma hafa 40 holukostir verið kortlagðir og þeim forgangsraðað til gufuvinnslu fyrir virkjunina á næstu árum. Forsendur borana miða núna við að viðhalda gufuforða fyrir 285 MW framleiðslu að jafnaði, í stað fyrri áætlana um 274 MW framleiðslu. Þeir holukostir sem helst koma til greina eru í Hverahlíð, en jafnframt eru aðrir til skoðunar á upprunalega vinnslusvæðinu og utan þess.Bjarni Bjarason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnarformaður Orku náttúrunnar. Vísir/GVASpurður hvort sú ákvörðun að tengja Hellisheiðarvirkjun við Hverahlíð með gufulögn hafi verið mistök – í ljósi þess að það þarf að ráðast í stórar fjárfestingar í borunum þrátt fyrir allt, segir Bjarni að hið gagnstæða eigi við. „Sú aðgerð tókst afar vel, og hefði hún ekki komið til hefði staðan öll verið okkur mun óhagstæðari. Þegar við skoðum þessa ákvörðun okkar reyndist hún hárrétt, og hefur bjargað rekstri Hellisheiðarvirkjunar. Þá var framkvæmdin sjálf farsæl; engin tæknileg vandamál og engin slys urðu á framkvæmdatímanum þrátt fyrir snjóþungan vetur það árið,“ segir Bjarni. „Gufan frá Hverahlíð gaf okkur líka kost á því að draga úr vinnslu á gömlu svæðunum,“ bætir Bjarni við, „og nú er komið á daginn að svæðin hafa jafnað sig hraðar en búist var við. Þetta er mikilvægt og skiptir máli fyrir framtíðarsýn okkar á Hengilinn.“ Þegar allt er talið hefur Hellisheiðarvirkjun kostað um 94 milljarða króna miðað við verðlag hvers árs. Kostnaður við boranir næstu ára er því verulegur í því ljósi. Hins vegar ber að hafa hugfast að ef allt hefði verið eðlilegt var alltaf gert ráð fyrir borun á einni viðhaldsholu á ári að meðaltali til að halda óbreyttri orkuvinnslu. Hellisheiðarvirkjun stendur undir um 20% af tekjum samstæðu Orkuveitunnar. Arðsemi virkjunarinnar er ekki talin viðunandi en samanlögð arðsemi Hellisheiðar og Nesjavalla 2015 var 4,8% (heitt vatn) og 4,9% (rafmagn), eins og segir í ársreikningi OR fyrir árið 2015. Um samkeppnisrekstur er að ræða og til viðmiðunar þá er algengt í samkeppnisrekstri að miða við 7-8% arðsemi sem ásættanlega. Hvort boranir muni skila jafnvægi í rekstri Hellisheiðarvirkjunar, og viðunandi arðsemi, á eftir að koma í ljós, en óvissa árangurs borana eftir gufu er í eðli sínu mikil.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira