Útgerð keypti blokk á Raufarhöfn Haraldur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Fjölbýlishúsið var byggt árið 1981. Mynd/Jónas Friðrik Útgerðarfélagið Hólmsteinn Helgason ehf. á Raufarhöfn keypti í lok síðasta árs eina fjölbýlishús þorpsins sem hafði þá staðið nánast autt í tvö til þrjú ár. Til stendur að gera allt húsið upp en tvær fyrstu íbúðirnar eru tilbúnar og var flutt inn í aðra þeirra á þriðjudag. „Við erum að reyna að bjarga þessu frá eyðileggingu. Þarna eru ellefu íbúðir en undanfarið hefur einungis verið einn íbúi í húsinu. Þetta endaði inni í þrotabúi og var komið í hendurnar á bönkunum. Þeir voru búnir að halda hita á húsinu að mestu en þó voru frostskemmdir í ofnlögnum og því þurfti að skipta um þær svo hægt væri að kynda húsið að fullu,“ segir Hólmsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Hólmsteins Helgasonar ehf. Fjölbýlishúsið við Aðalbraut 67 til 69 var auglýst til sölu af Leigubæ ehf. í júní 2013 og var uppsett verð þá 58 milljónir króna. Ári síðar skoruðu Íbúasamtök Raufarhafnar á sveitarstjórn Norðurþings að beita öllum tiltækum ráðum til að fylgja því eftir að húsinu yrði komið í viðunandi horf. Engin kynding væri á hluta hússins þar sem rafmagnsreikningar hefðu ekki verið greiddir. Blokkin væri því lýti á annars fallegu þorpi. Íbúðirnar eru tveggja til fjögurra herbergja. „Það er töluvert af farandverkafólki hérna í bráðabirgðahúsnæði. Við erum einir í þessu á þessu stigi og gerum ráð fyrir að klára húsið á þeim forsendum en svo veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta gæti farið að hluta til í leigu til ferðamanna og til að styrkja framboðið hjá hótelinu þannig að þorpið eigi auðveldara með að taka við heilum rútum af ferðamönnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Útgerðarfélagið Hólmsteinn Helgason ehf. á Raufarhöfn keypti í lok síðasta árs eina fjölbýlishús þorpsins sem hafði þá staðið nánast autt í tvö til þrjú ár. Til stendur að gera allt húsið upp en tvær fyrstu íbúðirnar eru tilbúnar og var flutt inn í aðra þeirra á þriðjudag. „Við erum að reyna að bjarga þessu frá eyðileggingu. Þarna eru ellefu íbúðir en undanfarið hefur einungis verið einn íbúi í húsinu. Þetta endaði inni í þrotabúi og var komið í hendurnar á bönkunum. Þeir voru búnir að halda hita á húsinu að mestu en þó voru frostskemmdir í ofnlögnum og því þurfti að skipta um þær svo hægt væri að kynda húsið að fullu,“ segir Hólmsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Hólmsteins Helgasonar ehf. Fjölbýlishúsið við Aðalbraut 67 til 69 var auglýst til sölu af Leigubæ ehf. í júní 2013 og var uppsett verð þá 58 milljónir króna. Ári síðar skoruðu Íbúasamtök Raufarhafnar á sveitarstjórn Norðurþings að beita öllum tiltækum ráðum til að fylgja því eftir að húsinu yrði komið í viðunandi horf. Engin kynding væri á hluta hússins þar sem rafmagnsreikningar hefðu ekki verið greiddir. Blokkin væri því lýti á annars fallegu þorpi. Íbúðirnar eru tveggja til fjögurra herbergja. „Það er töluvert af farandverkafólki hérna í bráðabirgðahúsnæði. Við erum einir í þessu á þessu stigi og gerum ráð fyrir að klára húsið á þeim forsendum en svo veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta gæti farið að hluta til í leigu til ferðamanna og til að styrkja framboðið hjá hótelinu þannig að þorpið eigi auðveldara með að taka við heilum rútum af ferðamönnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira