Innlent

Páll Magnússon styður ekki áfengisfrumvarpið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Teitur Björn, samflokksmaður Páls, leggur frumvarpið fram. Páll segist ekki stutt stóraukið aðgengi að áfengi.
Teitur Björn, samflokksmaður Páls, leggur frumvarpið fram. Páll segist ekki stutt stóraukið aðgengi að áfengi. vísir
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki geta stutt áfengisfrumvarpið svonefnda líkt og það liggur nú fyrir. Frumvarpið feli í sér stóraukið aðgengi að áfengi og að þar af leiðandi hann ekki ljáð því stuðning sinn.

„Það er best að segja það strax að ég styð það að einkaleyfi ríkisins á sölu á áfengi verði afnumið. Ef frumvarpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frumvarpið fjallar ekki bara um það. Það felur í sér stóraukið aðgengi að áfengi og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ sagði Páll í fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í dag.

Samflokksmaður Páls, Teitur Páll Einarsson, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og mælti fyrir því á Alþingi í dag. Frumvarpið felur meðal annars í sér að sala áfengis í verslunum verði heimil, en það hefur verið afar umdeilt.

Páll gagnrýndi það að fram komi í greinargerð frumvarpsins um að litlar breytingar verði gerðar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu. Það sé beinlínis rangt að gera eigi litlar breytingar á lagaumhverfinu.

„Ef það væri rétt þá fjallaði frumvarpið bara um það að selja áfengisverslanir á vegum ríkisins. Þá héldu sér allar aðrar reglur, takmarkanir og viðmiðanir  en þær. Þá væri ekkert gert annað en að selja þessar verslanir og koma þeim í einkaeigu. Það er ekki. Frumvarpið fjallar um ýmislegt annað. Það fjallar um það að afgreiðslutími verði stórlengdur, það megi selja áfengi til miðnættis frá níu á morgnanna í öllum matvöruverslunum sem uppfylla þau skilyrði og það fjallar um að heimila auglýsingar á áfengi og allt þetta sem snýr að frumvarpinu annað heldur en einkasala ríkisins veldur því að ég get ekki stutt frumvarpið eins og það stendur,“ sagði Páll.

„Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeirri afstöðu minni felist fremur umhyggja en forræðishyggja.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×