Foreldrar áhyggjufullir yfir snjalltækjanotkun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 19:00 Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík stendur fyrir opinni ráðstefnu um áhrif skjátíma á börn og unglinga á morgun, og möguleg heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar. Sveinn S. Kjartansson, formaður Félags leikskólabarna í Reykjavík, segir marga foreldra áhyggjufulla yfir snjalltækjanotkun og vilji fá viðmið til að nota bæði heima og í skóla. „Við höfum tekið eftir áhyggjum hjá foreldrum um hvaða viðmið skuli nota. Við erum með áheyrnarfulltrúa á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og þar er mikill áhugi. Út frá því ákváðum við að fá sérfræðinga hingað til land, til að ræða þessi mál, fara yfir nýjustu rannsóknir og hjálpa okkur að móta okkur skoðun um hvað best sé að gera,” segir Sveinn. Doktor Robert Morris mun fjalla sérstaklega um reglugerðir varðandi snjalltæki og þráðlaust net. Hann segir að við, fullorðna fólkið, höfum gefið börnunum snjalltækin og gefið þeim aðgang að tækninni án þess að hafa stjórn á málunum. „Að vissu leyti erum við að gera eina stærstu tilraun sem gerð hefur verið á börnunum okkar. Það eru sífellt fleiri vísbendingar um að þessi tæki skapi hættu og það eru tiltölulega sterkar vísbendingar um að farsímar, til dæmis, skapi hættu á krabbameini,” segir Morris. Stjórnvöld í ýmsum löndum hafa gripið í taumana að einhverju leyti. Í Frakklandi hefur til að mynda þráðlaust net verið bannað í grunnskólum og mörg önnur lönd hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skjánotkun barna út frá heilsuviðmiðum. Morris segir að ganga eigi mun lengra. „Ég tel að til dæmis farsímar eigi ekki heima í skóla. Síminn gerir í raun ekkert annað en að trufla námsferlið. Það eru margar ástæður fyrir því að farsímar ættu ekki að vera í skólum og ég á erfitt með að sjá ástæðu til að farsímar ættu að vera í skólum. Þetta væri einfaldur upphafspunktur. Ég tel líka að mjög ung börn ættu ekki að vera þar sem þráðlaust net er. Það er engin ástæða til að lítið barn grúfi sig yfir spjaldtölvu eða farsíma,” segir Morris. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Reykjavík Natura á morgun frá klukkan 8-16. Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík stendur fyrir opinni ráðstefnu um áhrif skjátíma á börn og unglinga á morgun, og möguleg heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar. Sveinn S. Kjartansson, formaður Félags leikskólabarna í Reykjavík, segir marga foreldra áhyggjufulla yfir snjalltækjanotkun og vilji fá viðmið til að nota bæði heima og í skóla. „Við höfum tekið eftir áhyggjum hjá foreldrum um hvaða viðmið skuli nota. Við erum með áheyrnarfulltrúa á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og þar er mikill áhugi. Út frá því ákváðum við að fá sérfræðinga hingað til land, til að ræða þessi mál, fara yfir nýjustu rannsóknir og hjálpa okkur að móta okkur skoðun um hvað best sé að gera,” segir Sveinn. Doktor Robert Morris mun fjalla sérstaklega um reglugerðir varðandi snjalltæki og þráðlaust net. Hann segir að við, fullorðna fólkið, höfum gefið börnunum snjalltækin og gefið þeim aðgang að tækninni án þess að hafa stjórn á málunum. „Að vissu leyti erum við að gera eina stærstu tilraun sem gerð hefur verið á börnunum okkar. Það eru sífellt fleiri vísbendingar um að þessi tæki skapi hættu og það eru tiltölulega sterkar vísbendingar um að farsímar, til dæmis, skapi hættu á krabbameini,” segir Morris. Stjórnvöld í ýmsum löndum hafa gripið í taumana að einhverju leyti. Í Frakklandi hefur til að mynda þráðlaust net verið bannað í grunnskólum og mörg önnur lönd hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skjánotkun barna út frá heilsuviðmiðum. Morris segir að ganga eigi mun lengra. „Ég tel að til dæmis farsímar eigi ekki heima í skóla. Síminn gerir í raun ekkert annað en að trufla námsferlið. Það eru margar ástæður fyrir því að farsímar ættu ekki að vera í skólum og ég á erfitt með að sjá ástæðu til að farsímar ættu að vera í skólum. Þetta væri einfaldur upphafspunktur. Ég tel líka að mjög ung börn ættu ekki að vera þar sem þráðlaust net er. Það er engin ástæða til að lítið barn grúfi sig yfir spjaldtölvu eða farsíma,” segir Morris. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Reykjavík Natura á morgun frá klukkan 8-16.
Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira