Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 22:12 Friðrik Dór er afar vinsæll tónlistarmaður en svo virðist sem hljóðtæknin hafi komið í veg fyrir að hann næði að blómstra á sviði í sjónvarpinu. Vísir/ Óskar P. Mikil óánægja hefur látið á sér kræla varðandi útsendingu RÚV af Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Landinn hefur látið í sér heyra á Twitter og á Facebook undir myllumerkjunum #Tónaflóð, #RÚV og #Menningarnótt. Aðallega virðist fólk kvarta yfir hljóðstjórninni. Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. Reykjavíkurdætur, SS Sól, Svala Björgvins og Friðrik Dór voru meðal þeirra sem tróðu upp. Svo virðist sem kvöldið hafi verið erfiðast hjá Friðriki Dór og höfðu margir áhyggjur af því að hann væri jafnvel orðinn veikur. Eftir tónleikana kom hann fram í viðtali á RÚV og sagði þetta hafa verið erfitt kvöld. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara. Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel,“ sagði Friðrik í samtali við RÚV. Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, segir mistökin greinilega hafa verið tæknilegs eðlis og biðlar til fólks um að anda rólega. Þá hefur Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram í handbolta, áhyggjur af Friðriki Þór og segir hann örugglega vera með hálsbólgu.Frikki með hálsbólgu? — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) August 19, 2017 Hilmar Þór Guðmundsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir hljóðstjórnina hjá RÚV vera að drepa Friðrik Dór.Frikki Dór var frábær í Landsbankanum í dag en þessi hljóðstjórn á Arnarhóli er alveg að drepa hann. Skelfilegt hreint út sagt. Laga RÚV! — Hilmar Þór (@hilmartor) August 19, 2017 Árni Helgason, lögmaður, líkir ástandinu við að hlusta á Útvarp Sögu.Þegar tæknimaðurinn ætlaði að setja hljóðið frá bandinu í eyrað en setti óvart í staðinn upptökur af Útvarpi Sögu pic.twitter.com/UoKFtvAqwE — Árni Helgason (@arnih) August 19, 2017Hægt er að fylgjast með tístum hér að neðan. #RUV Tweets Menningarnótt Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Mikil óánægja hefur látið á sér kræla varðandi útsendingu RÚV af Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Landinn hefur látið í sér heyra á Twitter og á Facebook undir myllumerkjunum #Tónaflóð, #RÚV og #Menningarnótt. Aðallega virðist fólk kvarta yfir hljóðstjórninni. Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. Reykjavíkurdætur, SS Sól, Svala Björgvins og Friðrik Dór voru meðal þeirra sem tróðu upp. Svo virðist sem kvöldið hafi verið erfiðast hjá Friðriki Dór og höfðu margir áhyggjur af því að hann væri jafnvel orðinn veikur. Eftir tónleikana kom hann fram í viðtali á RÚV og sagði þetta hafa verið erfitt kvöld. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara. Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel,“ sagði Friðrik í samtali við RÚV. Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, segir mistökin greinilega hafa verið tæknilegs eðlis og biðlar til fólks um að anda rólega. Þá hefur Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram í handbolta, áhyggjur af Friðriki Þór og segir hann örugglega vera með hálsbólgu.Frikki með hálsbólgu? — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) August 19, 2017 Hilmar Þór Guðmundsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir hljóðstjórnina hjá RÚV vera að drepa Friðrik Dór.Frikki Dór var frábær í Landsbankanum í dag en þessi hljóðstjórn á Arnarhóli er alveg að drepa hann. Skelfilegt hreint út sagt. Laga RÚV! — Hilmar Þór (@hilmartor) August 19, 2017 Árni Helgason, lögmaður, líkir ástandinu við að hlusta á Útvarp Sögu.Þegar tæknimaðurinn ætlaði að setja hljóðið frá bandinu í eyrað en setti óvart í staðinn upptökur af Útvarpi Sögu pic.twitter.com/UoKFtvAqwE — Árni Helgason (@arnih) August 19, 2017Hægt er að fylgjast með tístum hér að neðan. #RUV Tweets
Menningarnótt Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira