Sorg í Finnlandi: Dóttir Silju varaði hana við árásinni í Turku Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 19. ágúst 2017 20:09 Talið er að hnífaárásin í Turku í Finnlandi í gær hafi verið beint sérstaklega að konum en tveir létust og minnst átta særðust þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Finnsk kona, sem búsett var hér á landi um árabil, segir að lögreglan hafi komið í veg fyrir frekari ódæðisverk - en að þjóðin sé í sárum vegna atburðanna. Árásin átti sér stað á Puutori markaðstorginu í miðbæ Turku um klukkan fjögur að staðartíma í Finnlandi í gær en torgið er vinsælt viðkomustaður ferða- og heimamanna.Hafði sótt um hæli Árásarmaðurinn er átján ára og innflytjandi í Finnlandi ættaður frá Marokkó réðst að fólki og stakk með hnífi en lögreglan náði honum á flótta skammt frá staðnum þar sem hann var skotinn í fætur. Þar var hann handtekinn. Árásarmaðurinn kom til landsins á síðasta ári og sótti um hæli. Tvær finnskar konur létust í árásinni, en átta aðrir sem slösuðust koma frá Bretlandi, Svíþjóð og Ítalíu og er aldur þeirra á bilinu 15 til 67 ára. Grunur leikur á að árásin hafi sérstaklega beinst að konum því sex af þeim átta sem urðu fyrir árás eru konur. Strax vaknaði grunur um að fleiri væru viðriðnir árásina og var viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Finnlandi hækkað. Lögreglan handtók fjóra í viðamiklum aðgerðum í nótt en talið er að þeir tengist árásinni á einn eða anna hátt. Lýst hefur verið eftir sjötta manninum sem talið er að hafi flúið land. Aðild þeirra að árásinni er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum.Óttast um ættingja og vini Finnsk kona sem búsett var hér á landi á níunda áratugnum býr í Turku, sem er friðsæll bær, svipaður að stærð og Reykjavík. Hún segir að fyrstu fréttir af atvikinu hafi verið óljósar. „Ég fékk að vita þetta frá dóttur minni, sem sendi mér sms og sagði: Í guðanna bænum ekki fara niður í bæ. Síðan hringdi ég í dóttur mína og hún var grátandi og sagði að það væri búið að stinga fólk með hníf niður í bæ,“ segir Silja Ketonen íbúi í Turku. Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. „Það eru allir mjög sorgmæddir og hafa verið hræddir um sitt eigið fólk,“ segir Silja og nefnir að fólk hafi lagt blóm og kerti við árásarstaðinn. Hún segir hryðjuverkin hafa vofað yfir en að lögreglan hafi náð að koma í veg fyrir fleiri árásir. Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Talið er að hnífaárásin í Turku í Finnlandi í gær hafi verið beint sérstaklega að konum en tveir létust og minnst átta særðust þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Finnsk kona, sem búsett var hér á landi um árabil, segir að lögreglan hafi komið í veg fyrir frekari ódæðisverk - en að þjóðin sé í sárum vegna atburðanna. Árásin átti sér stað á Puutori markaðstorginu í miðbæ Turku um klukkan fjögur að staðartíma í Finnlandi í gær en torgið er vinsælt viðkomustaður ferða- og heimamanna.Hafði sótt um hæli Árásarmaðurinn er átján ára og innflytjandi í Finnlandi ættaður frá Marokkó réðst að fólki og stakk með hnífi en lögreglan náði honum á flótta skammt frá staðnum þar sem hann var skotinn í fætur. Þar var hann handtekinn. Árásarmaðurinn kom til landsins á síðasta ári og sótti um hæli. Tvær finnskar konur létust í árásinni, en átta aðrir sem slösuðust koma frá Bretlandi, Svíþjóð og Ítalíu og er aldur þeirra á bilinu 15 til 67 ára. Grunur leikur á að árásin hafi sérstaklega beinst að konum því sex af þeim átta sem urðu fyrir árás eru konur. Strax vaknaði grunur um að fleiri væru viðriðnir árásina og var viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Finnlandi hækkað. Lögreglan handtók fjóra í viðamiklum aðgerðum í nótt en talið er að þeir tengist árásinni á einn eða anna hátt. Lýst hefur verið eftir sjötta manninum sem talið er að hafi flúið land. Aðild þeirra að árásinni er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum.Óttast um ættingja og vini Finnsk kona sem búsett var hér á landi á níunda áratugnum býr í Turku, sem er friðsæll bær, svipaður að stærð og Reykjavík. Hún segir að fyrstu fréttir af atvikinu hafi verið óljósar. „Ég fékk að vita þetta frá dóttur minni, sem sendi mér sms og sagði: Í guðanna bænum ekki fara niður í bæ. Síðan hringdi ég í dóttur mína og hún var grátandi og sagði að það væri búið að stinga fólk með hníf niður í bæ,“ segir Silja Ketonen íbúi í Turku. Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. „Það eru allir mjög sorgmæddir og hafa verið hræddir um sitt eigið fólk,“ segir Silja og nefnir að fólk hafi lagt blóm og kerti við árásarstaðinn. Hún segir hryðjuverkin hafa vofað yfir en að lögreglan hafi náð að koma í veg fyrir fleiri árásir.
Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira