Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði 81-66 gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik í dag. Leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir Evrópumótið sem hefst í lok mánaðarins.
Heimamenn í Ungverjalandi voru yfir allan leikinn, en minnstur var munurinn í lok fyrsta leikhluta þegar staðan var 23-22. Ungverjarnir juku hins vegar forskot sitt hægt og rólega og endaði leikurinn með fimmtán stiga sigri heimamanna.
Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur Íslendinga með 14 stig og tók hann tvö fráköst. Haukur Helgi Pálsson var með 13 stig og fimm fráköst, eins og Martin Hermannsson.
Liðin mætast aftur á morgun klukkan 12 að íslenskum tíma.
Tap gegn Ungverjum

Tengdar fréttir

Axel, Ólafur og Sigtryggur Arnar fara ekki með í síðustu æfingaferðina
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hélt í morgun í sína síðustu æfingaferð fyrir EM í Finnlandi sem hefst þann 31. ágúst næstkomandi.