Hjónin í World Class byggja á Arnarnesi Benedikt bóas Hinriksson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Lóðin við Haukanes 22 er með stórkostlegt útsýni út Skerjafjörðinn. Lítið er byrjað að gera á lóðinni. Þó er búið að steypa grunn. vísir/anton brink World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir hyggjast flytja á Arnarnesið en þau hafa keypt lóðina við Haukanes 22. Lóðin var áður í eigu Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis sem var búinn að láta teikna húsið og byrjaður að steypa grunninn. Byggingarleyfið er fyrir 592 fermetra húsi og 62 fermetra bílskúr en alls er lóðin 1.467 fermetrar.Björn LeifssonByggingarfulltrúi Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni innri breytingar á húsinu sem snúa meðal annars að stækkun rýmisins neðanjarðar. „Mér liggur ekkert á að flytja. Ég er ekkert að stressa mig og ætla að gefa mér kannski tvö til þrjú ár í þetta. Ég kem úr sjávarplássi og mig langar að hafa sjávarútsýni,“ segir Björn, sem ólst upp á Flateyri og gekk í grunnskólann á Núpi. Þaðan fór hann í Vélskólann á Ísafirði, lauk þar þriðja stigi námsins og lauk því í Vélskólanum í Reykjavík árið 1979. Björn og Hafdís búa nú í Fossvoginum þar sem veðursældin þykir einstök á höfuðborgarsvæðinu. En hann segir að hafið hafi alltaf togað í sig og að hann sé búinn að vera lengi að leita að húsi með sjávarútsýni. Lóðin við Haukanes sé á slíkum stað – með frábært útsýni út Skerjafjörðinn.Hafdís JónsdóttirWorld Class stefnir að því að byggja líkamsræktarstöð í Garðabæ en spurður hvort hann verði með sína eigin stöð í nýja húsinu segist hann efast um það. „Það er reyndar gert ráð fyrir smá spa inni í húsinu. Kannski verð ég með eitt hlaupabretti til að geta hlaupið með sjávarútsýnið yfir vetrarmánuðina,“ segir hann og hlær. Fyrir utan að stefna á Garðabæ er World Class að stækka við sig í Mosfellsbæ og í gær bárust fréttir af því að stöðin hefði fengið úthlutað lóð við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera hjá Birni í byggingaframkvæmdum á árinu. „Það vantar líkamsræktarstöð í Garðabæ. Stöðin í Mosfellsbæ er hreinlega orðin of lítil og það hefur lengi verið í deiglunni að komast á góðan stað í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir hyggjast flytja á Arnarnesið en þau hafa keypt lóðina við Haukanes 22. Lóðin var áður í eigu Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis sem var búinn að láta teikna húsið og byrjaður að steypa grunninn. Byggingarleyfið er fyrir 592 fermetra húsi og 62 fermetra bílskúr en alls er lóðin 1.467 fermetrar.Björn LeifssonByggingarfulltrúi Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni innri breytingar á húsinu sem snúa meðal annars að stækkun rýmisins neðanjarðar. „Mér liggur ekkert á að flytja. Ég er ekkert að stressa mig og ætla að gefa mér kannski tvö til þrjú ár í þetta. Ég kem úr sjávarplássi og mig langar að hafa sjávarútsýni,“ segir Björn, sem ólst upp á Flateyri og gekk í grunnskólann á Núpi. Þaðan fór hann í Vélskólann á Ísafirði, lauk þar þriðja stigi námsins og lauk því í Vélskólanum í Reykjavík árið 1979. Björn og Hafdís búa nú í Fossvoginum þar sem veðursældin þykir einstök á höfuðborgarsvæðinu. En hann segir að hafið hafi alltaf togað í sig og að hann sé búinn að vera lengi að leita að húsi með sjávarútsýni. Lóðin við Haukanes sé á slíkum stað – með frábært útsýni út Skerjafjörðinn.Hafdís JónsdóttirWorld Class stefnir að því að byggja líkamsræktarstöð í Garðabæ en spurður hvort hann verði með sína eigin stöð í nýja húsinu segist hann efast um það. „Það er reyndar gert ráð fyrir smá spa inni í húsinu. Kannski verð ég með eitt hlaupabretti til að geta hlaupið með sjávarútsýnið yfir vetrarmánuðina,“ segir hann og hlær. Fyrir utan að stefna á Garðabæ er World Class að stækka við sig í Mosfellsbæ og í gær bárust fréttir af því að stöðin hefði fengið úthlutað lóð við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera hjá Birni í byggingaframkvæmdum á árinu. „Það vantar líkamsræktarstöð í Garðabæ. Stöðin í Mosfellsbæ er hreinlega orðin of lítil og það hefur lengi verið í deiglunni að komast á góðan stað í Hafnarfirði. Það verður því nóg um að vera.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent