Bresk stjórnvöld vilja halda Brexit gangandi og afhenda ný skjöl Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 23:50 Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, vill leggja áherslu á framtíðarsamstarf landsins við ESB Vísir/AFP Bresk stjórnvöld munu afhenda ný skjöl í tengslum við Brexit, útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Skjölin munu innihalda upplýsingar varðandi allt það sem tengist ferlinu, allt frá reglugerðum um vörur og vöruskipti til skipulags um gagnavernd. Er þetta hluti af því að vilja halda viðræðunum gangandi en bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vera fremur stefnulaus í nokkrum málum. Reuters greinir frá. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, vill leggja áherslu á framtíðarsamstarf landsins við ESB og jafna þar með út spennuna sem ríkir nú hjá breskum fyrirtækju, fjárfestum og ríkisborgurum. Bretland lagði í síðustu viku fram tillögur um tollavörusamninga við Evrópusambandið. Þá var einnig komið fram með tillögur sem gætu komið í veg fyrir að sett yrði aftur upp tollahlið á milli Norður Írlands og Írska lýðveldisins og er það talið geta byggt upp meiri spennu á milli landanna tveggja. David Davis, einn af leiðtogum Breta í Brexit viðræðunum, sagði í síðustu viku að komið yrði fram með fimm nýjar tillögur sem sýndu fram á stöðuna í viðræðunum. Þetta sé allt hluti af því að halda viðræðunum gangandi og til að sýna að bresk yfirvöld hafi lagt sitt af mörkum til að vera með allt á hreinu fyrir formlegar viðræður sem hæfust í október. Ekki eru þó allir viss um að umræðan geti hafist nú í október þar sem illa hafi gengið að ræða hversu mikið Bretland þyrfti að greiða til að ganga úr sambandinu. Þá spili framtíðar réttindi breskra og evrópskra ríkisborgara þar einnig inn í ásamt hvernig eigi að standa að landamæragæslu í Írlandi. Ráðamenn ESB segja að viðræðurnar hafi verið erfiðar þar sem bresk yfirvöld hafi ekki tekið sér neina sérstaka stefnu varðandi mörg þau málefni sem þurfi að ræða. Það gæti orðið til þess að formleg útganga Bretlands, sem áætluð er í mars 2019, gæti frestast. Brexit Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Bresk stjórnvöld munu afhenda ný skjöl í tengslum við Brexit, útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Skjölin munu innihalda upplýsingar varðandi allt það sem tengist ferlinu, allt frá reglugerðum um vörur og vöruskipti til skipulags um gagnavernd. Er þetta hluti af því að vilja halda viðræðunum gangandi en bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vera fremur stefnulaus í nokkrum málum. Reuters greinir frá. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, vill leggja áherslu á framtíðarsamstarf landsins við ESB og jafna þar með út spennuna sem ríkir nú hjá breskum fyrirtækju, fjárfestum og ríkisborgurum. Bretland lagði í síðustu viku fram tillögur um tollavörusamninga við Evrópusambandið. Þá var einnig komið fram með tillögur sem gætu komið í veg fyrir að sett yrði aftur upp tollahlið á milli Norður Írlands og Írska lýðveldisins og er það talið geta byggt upp meiri spennu á milli landanna tveggja. David Davis, einn af leiðtogum Breta í Brexit viðræðunum, sagði í síðustu viku að komið yrði fram með fimm nýjar tillögur sem sýndu fram á stöðuna í viðræðunum. Þetta sé allt hluti af því að halda viðræðunum gangandi og til að sýna að bresk yfirvöld hafi lagt sitt af mörkum til að vera með allt á hreinu fyrir formlegar viðræður sem hæfust í október. Ekki eru þó allir viss um að umræðan geti hafist nú í október þar sem illa hafi gengið að ræða hversu mikið Bretland þyrfti að greiða til að ganga úr sambandinu. Þá spili framtíðar réttindi breskra og evrópskra ríkisborgara þar einnig inn í ásamt hvernig eigi að standa að landamæragæslu í Írlandi. Ráðamenn ESB segja að viðræðurnar hafi verið erfiðar þar sem bresk yfirvöld hafi ekki tekið sér neina sérstaka stefnu varðandi mörg þau málefni sem þurfi að ræða. Það gæti orðið til þess að formleg útganga Bretlands, sem áætluð er í mars 2019, gæti frestast.
Brexit Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira