María Lilja og Salka Sól játa á sig skjalafals í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2017 10:50 María Lilja og Salka Sól létu ekki ungan aldur og aldurstakmark á skemmtistaðina aftra sér frá því að kanna hvað þar gekk á. Fjölmiðlakonurnar María Lilja Þrastardóttir og Salka Sól játuðu á sig glæp á opinberum vettvangi nú í morgun, sem snýr að skjalafalsi en báðar segjast þær hafa stundað það að falsa nafnskírteini til að koma sér og öðrum inná skemmtistaði. „Tannstöngull og acetone kom mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma,“ skrifar Salka Sól á Twitter og María Lilja svarar því svo til að hún hafi verið mjög flinkur og mikilvirkur falsari. „Ég var með framleiðslu úr unglingaherberginu breytti 86 í 80. Var orðin mjög lunkinn falsari. Tók 100 kjell fyrir. Made it rain,“ segir María Lilja.Femínískir stórglæpamennVíst er að glæpir af þessu tagi, sem flokkast undir skjalafals eru ekki litnir mjög alvarlegum augum og myndast fjörugar og skemmtilegar umræður á Twitter-síðu Sölku. Og stíga ýmsir fram og játa á sig þennan glæp. Enda hefur þetta tíðkast í gegnum tíðina og svo allt sé uppá borðum þá rámar blaðamann Vísis í það að hafa, fyrir alltof mörgum árum, komist of ungur inn á Klúbbinn sem var. Stór stund. Og það kemur á daginn við eftirgrennslan að furðu margir á ritstjórnarskrifstofum 365 kannast við að hafa lagt þetta fyrir sig.Tannstöngull og acetone kom svo mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) October 19, 2017María Lilja segist ekki vita hvort þessi brot séu fyrnd. Og þá er ólíklegt að þær teljist sakhæfar þegar þær stóðu í því að breyta skilríkjum til að komast inná skemmtistaði. „Femínískir stórglæpamenn,“ segir María Lilja í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa haft mikið uppúr þessari starfsemi.Dugði fyrir landa og pepperóníloku„Nei ég get ekki sagt það. Ég átti fyrir pepperóníloku og landa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki meta það svo að þessar falsanir hafi aflað henni þeirrar virðingar og vinsælda sem að var stefnt meðal jafnaldra hennar og þeirra sem eldri voru. „Nei. Ég held að þetta hafi frekar verið örvæntingafull tilraun til að vera cool. Sem ég var náttúrlega aldrei.“ María Lilja segist hafa verið svona 14 til 15 ára þegar hún var að fást við þessar breytingar á skilríkjum. Og hún man ekki eftir neinum krassandi sögum af því að krakkar hafi verið gripnir af harðsnúnum dyravörðum. „Þetta var bara tekið af þeim, held ég. Án eftirmála.“Miðaldra karlar með vasaljósSvo virðist sem fólk hafi haft húmor fyrir þessum glæpum fremur en annað. Nema kannski að veitingamönnunum sjálfum hafi ekki verið skemmt því þeir gátu komist í talsvert mikinn vanda gagnvart eftirlitinu fyrir að vera með krakka undir aldri inni á stöðum sínum. „Já pottþétt. Eftirlitið var mjög áberandi. Svona miðaldra karlar með vasaljós á klúbbunum. Við þekktum þá yfirleitt.“ María Lilja segist ekki vita hvernig þetta sé í pottinn búið í dag, hvort það sé erfiðara við að eiga. „Mér finnst krakkar í dag svo klárir. Það er ekki þessi unglingadrykkjumenning sem var.“ Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Fjölmiðlakonurnar María Lilja Þrastardóttir og Salka Sól játuðu á sig glæp á opinberum vettvangi nú í morgun, sem snýr að skjalafalsi en báðar segjast þær hafa stundað það að falsa nafnskírteini til að koma sér og öðrum inná skemmtistaði. „Tannstöngull og acetone kom mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma,“ skrifar Salka Sól á Twitter og María Lilja svarar því svo til að hún hafi verið mjög flinkur og mikilvirkur falsari. „Ég var með framleiðslu úr unglingaherberginu breytti 86 í 80. Var orðin mjög lunkinn falsari. Tók 100 kjell fyrir. Made it rain,“ segir María Lilja.Femínískir stórglæpamennVíst er að glæpir af þessu tagi, sem flokkast undir skjalafals eru ekki litnir mjög alvarlegum augum og myndast fjörugar og skemmtilegar umræður á Twitter-síðu Sölku. Og stíga ýmsir fram og játa á sig þennan glæp. Enda hefur þetta tíðkast í gegnum tíðina og svo allt sé uppá borðum þá rámar blaðamann Vísis í það að hafa, fyrir alltof mörgum árum, komist of ungur inn á Klúbbinn sem var. Stór stund. Og það kemur á daginn við eftirgrennslan að furðu margir á ritstjórnarskrifstofum 365 kannast við að hafa lagt þetta fyrir sig.Tannstöngull og acetone kom svo mörgum 88 módelum inná skemmtistaði á sínum tíma.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) October 19, 2017María Lilja segist ekki vita hvort þessi brot séu fyrnd. Og þá er ólíklegt að þær teljist sakhæfar þegar þær stóðu í því að breyta skilríkjum til að komast inná skemmtistaði. „Femínískir stórglæpamenn,“ segir María Lilja í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa haft mikið uppúr þessari starfsemi.Dugði fyrir landa og pepperóníloku„Nei ég get ekki sagt það. Ég átti fyrir pepperóníloku og landa,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki meta það svo að þessar falsanir hafi aflað henni þeirrar virðingar og vinsælda sem að var stefnt meðal jafnaldra hennar og þeirra sem eldri voru. „Nei. Ég held að þetta hafi frekar verið örvæntingafull tilraun til að vera cool. Sem ég var náttúrlega aldrei.“ María Lilja segist hafa verið svona 14 til 15 ára þegar hún var að fást við þessar breytingar á skilríkjum. Og hún man ekki eftir neinum krassandi sögum af því að krakkar hafi verið gripnir af harðsnúnum dyravörðum. „Þetta var bara tekið af þeim, held ég. Án eftirmála.“Miðaldra karlar með vasaljósSvo virðist sem fólk hafi haft húmor fyrir þessum glæpum fremur en annað. Nema kannski að veitingamönnunum sjálfum hafi ekki verið skemmt því þeir gátu komist í talsvert mikinn vanda gagnvart eftirlitinu fyrir að vera með krakka undir aldri inni á stöðum sínum. „Já pottþétt. Eftirlitið var mjög áberandi. Svona miðaldra karlar með vasaljós á klúbbunum. Við þekktum þá yfirleitt.“ María Lilja segist ekki vita hvernig þetta sé í pottinn búið í dag, hvort það sé erfiðara við að eiga. „Mér finnst krakkar í dag svo klárir. Það er ekki þessi unglingadrykkjumenning sem var.“
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira