Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 2-3 | Stelpurnar okkar stórkostlegar í sigri á Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 20. október 2017 16:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar sigri í leikslok. vísir/getty Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðið unnu í dag einn allra flottasta sigurinn í sögu íslenska kvennafótboltans þegar þær sóttu 3-2 sigur á útivelli á móti á einu besta landsliði heims. Þetta er fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldir Evrópumeistarar, tvöfaldir heimsmeistarar og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA en þær þýsku áttu fá svör við frábærum leik íslenska liðsins í dag. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum og lagði líka upp eitt fyrir Elínu Mettu Jensen sem átti á móti stoðsendingarnar fyrir bæði mörk Dagnýjar í leiknum. Það má búast við að þýsku stórliðin séu farin að redda sér símanúmerunum hjá þessum tveimur eftir spilamennsku þeirra í dag. Það voru hinsvegar fleiri stelpur að spila stórkostlega í íslenska liðinu og leikurinn var frábærlega lagður upp af þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Dæmið gekk ekki upp á EM síðasta sumar en íslenska liðið hefur þroskast mikið við að ganga í gegnum þá reynslu. Íslenska liðið er nú eina liðið í riðlinum sem hefur ekki tapað leik í riðlinum en íslensku stelpurnar eru með sex stig af sex mögulegum og markatöluna 11-2. Þýska landsliðið er einnig með sex stig en hefur spilað einum leik meira en íslenska liðið. Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM í fótbolta en sögulegt skref strákanna á dögunum hefur augljóslega gefið þeim trú til að skrifa þann kafla í íslensku fótboltasöguna á næsta ári. Það er mikið eftir af þessari undankeppni en það er ekki hægt að byrja um betri byrjun. Íslenska kvennalandsliðið hafði fyrir leikinn tapað öllum fjórtán leikjum sínum á móti Þýskalandi og íslensku stelpurnar höfðu ekki skorað mark hjá þeim þýsku í heil 30 ár. Það átti heldur betur eftir að breytast.Íslensku stelpurnar voru fljótar að bæta úr því í dag því íslenska liðið komst í 1-0 eftir aðeins fimmtán mínútur. Þýska liðið mátti þakka fyrir að fá ekki fleiri mörk á sig og jafnaði síðan á besta tíma rétt fyrir hálfleik. Mark Íslands í fyrri hálfleiknum skoraði Dagný Brynjarsdóttir af stuttu færi eftir að Elín Metta Jensen hafði unnið boltann í markteignum.Sara Björk Gunnarsdóttir búin að vinna boltann.vísir/gettyÍ framhaldinu fengu stelpurnar nokkur dauðafæri og ekkert betra en þegar Elín Metta Jensen skaut framhjá opnu marki eftir hafa unnið boltann af markverði þýska liðsins. Íslensku stelpunum var refsað fyrir að nýta ekki færin sín. Alexandra Popp jafnaði fyrir Þýskaland á 42. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Simone Laudehr sem lék sinn hundraðasta landsleik í dag. vísir/gettyÞað var vissulega áfall fyrir íslenska liðið að fá á sig þetta mark skömmu fyrir hálfleik ekki síst vegna allra færanna sem fóru forgörðum í kjölfar fyrsta marksins. Það var hinsvegar ekki að sjá á íslensku stelpunum þegar þær mættu til leiks í seinni hálfleik. Freyr Alexanderssyni tókst greinilega að tala kjarkinn í sínar konur í hálfleik því íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega. vísir/gettyElín Metta Jensen var þar í aðalhlutverki en hún kom Íslandi yfir á 47. mínútu eftir frábær tilþrif í teignum og sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttur. Elín snéri þýsku varnarmennina snilldarlega af sér og afgreiddi boltann í markið. Elín Metta var síðan aftur á ferðinni ellefu mínútum síðar þegar hún átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörnina á Dagnýju Brynjarsdóttur sem afgreiddi boltann glæsilega í markið og kom Íslandi í 3-1. Stelpurnar kampakátar eftir leik.Þýsku stelpurnar reyndu það sem þær gátu til að laga stöðuna þar sem eftir var leiks og oft skapaðist þó nokkur hætta upp við mark íslenska liðsins. Þýska liðið náði að minnka muninn í 3-2 á 88. mínútu eftir að varamaðurinn Lea Schüller slapp í gegnum íslensku vörnina og skoraði laglega. Pressan jókst bara eftir þetta en okkar konur héldu út. Stelpurnar geta vissulega gengið stoltar frá þessum leik en þær mega ekki gleyma því að það er leikur við Tékkland strax á þriðjudaginn og þrjú mikilvæg stig í boði.vísir/getty. HM 2019 í Frakklandi
Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðið unnu í dag einn allra flottasta sigurinn í sögu íslenska kvennafótboltans þegar þær sóttu 3-2 sigur á útivelli á móti á einu besta landsliði heims. Þetta er fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldir Evrópumeistarar, tvöfaldir heimsmeistarar og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA en þær þýsku áttu fá svör við frábærum leik íslenska liðsins í dag. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum og lagði líka upp eitt fyrir Elínu Mettu Jensen sem átti á móti stoðsendingarnar fyrir bæði mörk Dagnýjar í leiknum. Það má búast við að þýsku stórliðin séu farin að redda sér símanúmerunum hjá þessum tveimur eftir spilamennsku þeirra í dag. Það voru hinsvegar fleiri stelpur að spila stórkostlega í íslenska liðinu og leikurinn var frábærlega lagður upp af þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Dæmið gekk ekki upp á EM síðasta sumar en íslenska liðið hefur þroskast mikið við að ganga í gegnum þá reynslu. Íslenska liðið er nú eina liðið í riðlinum sem hefur ekki tapað leik í riðlinum en íslensku stelpurnar eru með sex stig af sex mögulegum og markatöluna 11-2. Þýska landsliðið er einnig með sex stig en hefur spilað einum leik meira en íslenska liðið. Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM í fótbolta en sögulegt skref strákanna á dögunum hefur augljóslega gefið þeim trú til að skrifa þann kafla í íslensku fótboltasöguna á næsta ári. Það er mikið eftir af þessari undankeppni en það er ekki hægt að byrja um betri byrjun. Íslenska kvennalandsliðið hafði fyrir leikinn tapað öllum fjórtán leikjum sínum á móti Þýskalandi og íslensku stelpurnar höfðu ekki skorað mark hjá þeim þýsku í heil 30 ár. Það átti heldur betur eftir að breytast.Íslensku stelpurnar voru fljótar að bæta úr því í dag því íslenska liðið komst í 1-0 eftir aðeins fimmtán mínútur. Þýska liðið mátti þakka fyrir að fá ekki fleiri mörk á sig og jafnaði síðan á besta tíma rétt fyrir hálfleik. Mark Íslands í fyrri hálfleiknum skoraði Dagný Brynjarsdóttir af stuttu færi eftir að Elín Metta Jensen hafði unnið boltann í markteignum.Sara Björk Gunnarsdóttir búin að vinna boltann.vísir/gettyÍ framhaldinu fengu stelpurnar nokkur dauðafæri og ekkert betra en þegar Elín Metta Jensen skaut framhjá opnu marki eftir hafa unnið boltann af markverði þýska liðsins. Íslensku stelpunum var refsað fyrir að nýta ekki færin sín. Alexandra Popp jafnaði fyrir Þýskaland á 42. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Simone Laudehr sem lék sinn hundraðasta landsleik í dag. vísir/gettyÞað var vissulega áfall fyrir íslenska liðið að fá á sig þetta mark skömmu fyrir hálfleik ekki síst vegna allra færanna sem fóru forgörðum í kjölfar fyrsta marksins. Það var hinsvegar ekki að sjá á íslensku stelpunum þegar þær mættu til leiks í seinni hálfleik. Freyr Alexanderssyni tókst greinilega að tala kjarkinn í sínar konur í hálfleik því íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega. vísir/gettyElín Metta Jensen var þar í aðalhlutverki en hún kom Íslandi yfir á 47. mínútu eftir frábær tilþrif í teignum og sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttur. Elín snéri þýsku varnarmennina snilldarlega af sér og afgreiddi boltann í markið. Elín Metta var síðan aftur á ferðinni ellefu mínútum síðar þegar hún átti frábæra stungusendingu inn fyrir vörnina á Dagnýju Brynjarsdóttur sem afgreiddi boltann glæsilega í markið og kom Íslandi í 3-1. Stelpurnar kampakátar eftir leik.Þýsku stelpurnar reyndu það sem þær gátu til að laga stöðuna þar sem eftir var leiks og oft skapaðist þó nokkur hætta upp við mark íslenska liðsins. Þýska liðið náði að minnka muninn í 3-2 á 88. mínútu eftir að varamaðurinn Lea Schüller slapp í gegnum íslensku vörnina og skoraði laglega. Pressan jókst bara eftir þetta en okkar konur héldu út. Stelpurnar geta vissulega gengið stoltar frá þessum leik en þær mega ekki gleyma því að það er leikur við Tékkland strax á þriðjudaginn og þrjú mikilvæg stig í boði.vísir/getty.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti