90 hjólreiðamenn slösuðust í umferðinni á síðasta ári Benedikt Bóas skrifar 15. apríl 2017 07:00 Hjólreiðamenn mega vera á götunni en ekki er gert ráð fyrir þeim þar. Samlífið sé því ekki gott. vísir/hanna 90 hjólreiðamenn slösuðust í 91 umferðarslysi á síðasta ári. Þetta má sjá í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2016 sem birtist í gær. Lítið er um gleðifréttir í skýrslunni og raunar segir þar að árið 2016 hafi verið mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Samkvæmt tölunum var ekið 10 sinnum á hjólreiðamann á síðasta ári. Þó er bent á að sérstaklega megi gera ráð fyrir að slys á hjólreiðamönnum séu vanskráð.Alls var ekið á tíu hjólreiðamenn á síðasta ári samkvæmt skýrslunni.vísir/anton brink„Við viljum taka á þessari umferðarmenningu og það er stundum eins og menn átti sig ekki á því hvernig á að haga sér, bæði þeir sem eru hjólandi og akandi,“ segir Magnús Rannver Rafnsson, varaformaður Hjólreiðasambands Íslands. Hann bendir á að hann hafi ekki séð skýrsluna en segir að samlíf hjólreiðamanna og bíla sé ekki upp á það besta. Ný stjórn er tekin við í sambandinu og vill hún taka samlífið upp á hærra plan samkvæmt Magnúsi. „Maður veit að þetta er ekki í góðum farvegi. Það er búin að vera mikil aukning í hjólreiðum og er ég sjálfur að vinna að nýju regluverki í kringum íþróttina. Það gengur þó nokkuð erfiðlega því pólitíkin er erfið og sumir þar sem vilja bara halda hlutunum eins.“Magnús segir að trúlega þyrfti að gefa út bækling þar sem hjólreiðareglur væru útskýrðar. „Hjól mega vera á götunum en það er ekki gert ráð fyrir þeim á íslenskum götum. Það er ekki heldur gert ráð fyrir hröðum hjólum á gangstígum því þar eru vegfarendur. Einn liður í þessu er að gera hjólreiðavegakerfi með umferðarljósum. Þá þyrfti ekki að fara í kringum alla Reykjavík til að komast til vinnu.“Leiðrétting Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 15. apríl um skaðsemi hjólreiðamanna í umferðinni skal það leiðrétt að í 91 slysi sem rekja má orsök til hegðunar hjólreiðamanna slasaðist enginn ökumaður bifreiðar. Þeir sem slösuðust voru 90 ökumenn reiðhjóls en reiðhjól er skilgreint sem ökutæki í umferðarlögum og olli það misskilningi. Er það leiðrétt hér með og birtist sömuleiðis leiðrétting í Fréttablaðinu 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
90 hjólreiðamenn slösuðust í 91 umferðarslysi á síðasta ári. Þetta má sjá í slysaskýrslu Samgöngustofu fyrir árið 2016 sem birtist í gær. Lítið er um gleðifréttir í skýrslunni og raunar segir þar að árið 2016 hafi verið mjög slæmt ár í umferðinni á Íslandi. Samkvæmt tölunum var ekið 10 sinnum á hjólreiðamann á síðasta ári. Þó er bent á að sérstaklega megi gera ráð fyrir að slys á hjólreiðamönnum séu vanskráð.Alls var ekið á tíu hjólreiðamenn á síðasta ári samkvæmt skýrslunni.vísir/anton brink„Við viljum taka á þessari umferðarmenningu og það er stundum eins og menn átti sig ekki á því hvernig á að haga sér, bæði þeir sem eru hjólandi og akandi,“ segir Magnús Rannver Rafnsson, varaformaður Hjólreiðasambands Íslands. Hann bendir á að hann hafi ekki séð skýrsluna en segir að samlíf hjólreiðamanna og bíla sé ekki upp á það besta. Ný stjórn er tekin við í sambandinu og vill hún taka samlífið upp á hærra plan samkvæmt Magnúsi. „Maður veit að þetta er ekki í góðum farvegi. Það er búin að vera mikil aukning í hjólreiðum og er ég sjálfur að vinna að nýju regluverki í kringum íþróttina. Það gengur þó nokkuð erfiðlega því pólitíkin er erfið og sumir þar sem vilja bara halda hlutunum eins.“Magnús segir að trúlega þyrfti að gefa út bækling þar sem hjólreiðareglur væru útskýrðar. „Hjól mega vera á götunum en það er ekki gert ráð fyrir þeim á íslenskum götum. Það er ekki heldur gert ráð fyrir hröðum hjólum á gangstígum því þar eru vegfarendur. Einn liður í þessu er að gera hjólreiðavegakerfi með umferðarljósum. Þá þyrfti ekki að fara í kringum alla Reykjavík til að komast til vinnu.“Leiðrétting Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 15. apríl um skaðsemi hjólreiðamanna í umferðinni skal það leiðrétt að í 91 slysi sem rekja má orsök til hegðunar hjólreiðamanna slasaðist enginn ökumaður bifreiðar. Þeir sem slösuðust voru 90 ökumenn reiðhjóls en reiðhjól er skilgreint sem ökutæki í umferðarlögum og olli það misskilningi. Er það leiðrétt hér með og birtist sömuleiðis leiðrétting í Fréttablaðinu 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira