Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Lárus Guðbjartsson og Steinarr Lár Steinarsson, eigendur Kúkú Campers. Húsbílaleigan Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent milli ára. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá því það var stofnað en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna á undanförnum árum. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2012 og hefur vaxið úr einum gömlum Renault-bíl í eina stærstu húsbílaleigu landsins með hátt í 250 sérútbúnar bifreiðar. Annar eigenda fyrirtækisins segir að íslenski markaðurinn sé mettur og að Kúkú Campers ætli að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hóf útrás í ársbyrjun. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins Kúkú Campers fyrir árið 2016 kemur fram að ferðamenn hafi leigt bíla hjá fyrirtækinu fyrir tæpar 460 milljónir króna á síðasta ári. Er það gríðarleg aukning frá árinu 2015 þegar salan nam 285 milljónum króna. Eigendur Kúkú Campers eru frændurnir Steinarr Lár Steinarsson og Lárus Guðbjartsson, en fram kemur í ársreikningum að þeir hafi greitt sér 80 milljónir króna í arð í fyrra. Lárus segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtinn megi rekja til þess að ráðist var í að nærri tvöfalda bílaflotann milli áranna 2015 og 2016. „Það hefði ekki mátt vera meiri stækkun miðað við það sem við sjáum í sumar og aðrir í sambærilegum rekstri. Það var vöntun á þessum markaði en hann virðist mettur miðað við það sem sjáum núna,“ segir Lárus og bætir við að klár merki um þrengingar séu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem fyrst og fremst megi rekja til krónunnar. Reksturinn það sem af er ári hafi litast af því. Litlar líkur séu á viðlíka vexti milli ára og í fyrra en hann segir þó vonir standa til að reksturinn í ár verði á pari við árið í fyrra. Í ársbyrjun opnaði Kúkú Campers starfsstöð í Colorado í Bandaríkjunum. Byrjað hafi verið með 20 bíla vestanhafs og voru viðtökurnar í sumar fram úr væntingum. Lárus segir framtíðarfókus Kúkú Campers liggja erlendis og að mikil tækifæri séu í Bandaríkjunum. „Starfsstöðin í Bandaríkjunum er í rólegum en góðum vexti. Við færðum út vörumerkið og sjáum að þetta á heima víðar en á Íslandi og er að virka. Við sjáum ekki fram á annað en að stækka meira þar og setja fókusinn meira á erlenda grund. Það eru ákveðnar vaxtarhömlur á ferðaþjónustunni hér núna og því ágætt að horfa annað.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Húsbílaleigan Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent milli ára. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá því það var stofnað en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna á undanförnum árum. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2012 og hefur vaxið úr einum gömlum Renault-bíl í eina stærstu húsbílaleigu landsins með hátt í 250 sérútbúnar bifreiðar. Annar eigenda fyrirtækisins segir að íslenski markaðurinn sé mettur og að Kúkú Campers ætli að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hóf útrás í ársbyrjun. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins Kúkú Campers fyrir árið 2016 kemur fram að ferðamenn hafi leigt bíla hjá fyrirtækinu fyrir tæpar 460 milljónir króna á síðasta ári. Er það gríðarleg aukning frá árinu 2015 þegar salan nam 285 milljónum króna. Eigendur Kúkú Campers eru frændurnir Steinarr Lár Steinarsson og Lárus Guðbjartsson, en fram kemur í ársreikningum að þeir hafi greitt sér 80 milljónir króna í arð í fyrra. Lárus segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtinn megi rekja til þess að ráðist var í að nærri tvöfalda bílaflotann milli áranna 2015 og 2016. „Það hefði ekki mátt vera meiri stækkun miðað við það sem við sjáum í sumar og aðrir í sambærilegum rekstri. Það var vöntun á þessum markaði en hann virðist mettur miðað við það sem sjáum núna,“ segir Lárus og bætir við að klár merki um þrengingar séu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem fyrst og fremst megi rekja til krónunnar. Reksturinn það sem af er ári hafi litast af því. Litlar líkur séu á viðlíka vexti milli ára og í fyrra en hann segir þó vonir standa til að reksturinn í ár verði á pari við árið í fyrra. Í ársbyrjun opnaði Kúkú Campers starfsstöð í Colorado í Bandaríkjunum. Byrjað hafi verið með 20 bíla vestanhafs og voru viðtökurnar í sumar fram úr væntingum. Lárus segir framtíðarfókus Kúkú Campers liggja erlendis og að mikil tækifæri séu í Bandaríkjunum. „Starfsstöðin í Bandaríkjunum er í rólegum en góðum vexti. Við færðum út vörumerkið og sjáum að þetta á heima víðar en á Íslandi og er að virka. Við sjáum ekki fram á annað en að stækka meira þar og setja fókusinn meira á erlenda grund. Það eru ákveðnar vaxtarhömlur á ferðaþjónustunni hér núna og því ágætt að horfa annað.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira