Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. september 2017 06:00 Hér má sjá brot af því magni melatóníns sem tollverðir hafa haldlagt að undanförnu. Mynd/Tollstjóri „Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu og finnst það vísbending um að í einhverjum tilfellum sé viðkomandi að fá of stóra skammta af örvandi lyfjum eða þá á vitlausum tíma sólarhrings. Okkur grunar að í sumum tilfellum sé verið að slá á aukaverkanir örvandi lyfja eða vegna ofskömmtunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræði, um aukningu í notkun svefnlyfsins melatónín meðal barna hér á landi á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri börn fengið ávísað melatóníni og er aukningin margföld frá árinu 2008. Algengt er að foreldrar barna með ADHD gefi þeim lyfið fyrir svefn. Dæmi eru um svartamarkaðsbrask með lyfið á Facebook-síðum hérlendis. Melatónín er flokkað sem lyf hér á landi líkt og í Evrópu, en um er að ræða náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Ekki fara þó allir í gegnum lækna og fá því ávísað. Í Bandaríkjunum er lyfið flokkað sem fæðubótarefni og auðvelt að panta það í gegnum netverslanir. Innflutningur er þó bannaður.Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræðiNotkun á lyfinu hér á landi hefur margfaldast á umliðnum árum og var aldrei meiri en í fyrra samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis. Samhliða því hefur aldrei verið lagt hald á meira af því hjá tollgæslunni sem stöðvað hefur 199 sendingar það sem af er ári. Dæmi eru um að foreldrar barna með ADHD fari þessa leið og nálgist melatónín í gegnum netið fyrir börn sín, allt niður í 18 mánaða gömul. Melatónín má einnig kaupa á svörtum markaði sölusíðna á Facebook. Magnús bendir á að samkvæmt lyfjaskrá sé melatónín lyf sem læknar ávísi vissulega til barna, en það sé þó ekki ætlað fólki yngra en 55 ára. „Lyfjastofnun Evrópu miðar við 55 ára og eldri því það vantar almennilegar rannsóknir á yngra fólki,“ segir Magnús og bendir á að komið hafi fram áhyggjur um að það geti haft áhrif á kynþroska barna og hormónabúskap. Frekari rannsókna á aukaverkunum sé þörf. Magnús segir flokkun melatóníns hafa verið bitbein um áratugaskeið þar sem Bandaríkjamenn hafi verið sér á báti. Þó melatónín sé markaðssett sem náttúrulegt og skaðlaust fæðubótarefni vestanhafs bendir Magnús á að það séu alls konar hormónar framleiddir í líkamanum sem ekki séu meinlausir í miklu magni. „Það er ekki allt náttúrulegt meinlaust. Síður en svo. “ Magnús ræður fólki eindregið frá því að vera að panta melatónín sem fæðubótarefni yfir netið, hvað þá fyrir börn. „Það er allur gangur á gæðum þeirra. Gæði lyfsins hér á markaði eiga að vera tryggð enda eftirlit strangt. Fólk veit aldrei hvað er í fæðubótarefnum. Þau þurfa ekki einu sinni að innihalda þau efni sem lofað er eða innihaldið aukaefni sem ekki er getið á umbúðunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu og finnst það vísbending um að í einhverjum tilfellum sé viðkomandi að fá of stóra skammta af örvandi lyfjum eða þá á vitlausum tíma sólarhrings. Okkur grunar að í sumum tilfellum sé verið að slá á aukaverkanir örvandi lyfja eða vegna ofskömmtunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræði, um aukningu í notkun svefnlyfsins melatónín meðal barna hér á landi á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri börn fengið ávísað melatóníni og er aukningin margföld frá árinu 2008. Algengt er að foreldrar barna með ADHD gefi þeim lyfið fyrir svefn. Dæmi eru um svartamarkaðsbrask með lyfið á Facebook-síðum hérlendis. Melatónín er flokkað sem lyf hér á landi líkt og í Evrópu, en um er að ræða náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Ekki fara þó allir í gegnum lækna og fá því ávísað. Í Bandaríkjunum er lyfið flokkað sem fæðubótarefni og auðvelt að panta það í gegnum netverslanir. Innflutningur er þó bannaður.Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknisembættinu og prófessor í lyfjafræðiNotkun á lyfinu hér á landi hefur margfaldast á umliðnum árum og var aldrei meiri en í fyrra samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis. Samhliða því hefur aldrei verið lagt hald á meira af því hjá tollgæslunni sem stöðvað hefur 199 sendingar það sem af er ári. Dæmi eru um að foreldrar barna með ADHD fari þessa leið og nálgist melatónín í gegnum netið fyrir börn sín, allt niður í 18 mánaða gömul. Melatónín má einnig kaupa á svörtum markaði sölusíðna á Facebook. Magnús bendir á að samkvæmt lyfjaskrá sé melatónín lyf sem læknar ávísi vissulega til barna, en það sé þó ekki ætlað fólki yngra en 55 ára. „Lyfjastofnun Evrópu miðar við 55 ára og eldri því það vantar almennilegar rannsóknir á yngra fólki,“ segir Magnús og bendir á að komið hafi fram áhyggjur um að það geti haft áhrif á kynþroska barna og hormónabúskap. Frekari rannsókna á aukaverkunum sé þörf. Magnús segir flokkun melatóníns hafa verið bitbein um áratugaskeið þar sem Bandaríkjamenn hafi verið sér á báti. Þó melatónín sé markaðssett sem náttúrulegt og skaðlaust fæðubótarefni vestanhafs bendir Magnús á að það séu alls konar hormónar framleiddir í líkamanum sem ekki séu meinlausir í miklu magni. „Það er ekki allt náttúrulegt meinlaust. Síður en svo. “ Magnús ræður fólki eindregið frá því að vera að panta melatónín sem fæðubótarefni yfir netið, hvað þá fyrir börn. „Það er allur gangur á gæðum þeirra. Gæði lyfsins hér á markaði eiga að vera tryggð enda eftirlit strangt. Fólk veit aldrei hvað er í fæðubótarefnum. Þau þurfa ekki einu sinni að innihalda þau efni sem lofað er eða innihaldið aukaefni sem ekki er getið á umbúðunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira