Á dögunum mætti glaumgosinn Dan Bilzerian í langt og skemmtilegt viðtal við Bensinger og opnaði þessi skrautlegi pókerspilari sig.
Bilzerian er 36 ára Bandaríkjamaður en af armenskum ættum. Hann er einna þekktastur fyrir Instagram reikning sinn en hann er í 44. sæti yfir þá sem eru með flesta fylgjendur forritsins. Þar deilir hann myndum af háfleygum lífstíl sínum.
Hann skemmti sér vel hér á landi á síðasta ári en ávallt fylgja honum nokkrar fallegar konur. Bilzerian segist vera mjög hreinskilinn maður og þá sérstaklega við konur.
„Ég vil bara vera í kringum konur ef mig langar það, og þær langar að vera í kringum mig út af því að þær langar það. Þannig sé ég hlutina bara. Þetta á aldrei að vera þvingað,“ segir Bilzerian.
Stundum þarf Bilzerian, að eigin sögn, að ræða við konurnar og láta þær vita að hann vilji ekki alvarlegt samband með þeim.
„Ég þarf oft að eiga það samtal, en ég vil aldrei ljúga að konum og er mjög hreinskilinn maður. Ef þær eru ekki sáttar við fyrirkomulagið er alltaf best að við hættum hittast. Konurnar eru oftast bara mjög ánægðar með hreinskilnina, því hún er sjaldgæf.“
Bilzerian hefur efnast á því að spila póker.
„Ég vann einu sinni 12,8 milljónir dollara á einum degi,“ segir hann en hann hefur mest tapað 3,7 milljónum dollara á einum degi.
Hér að neðan má horfa á fjölmargar klippur úr þessu langa og ítarlega viðtali.