Brennuvargurinn taldi að IKEA ætti að greiða sér fyrir auglýsinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 15:30 Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. Málavextir eru þeir að starfsmaður IKEA hafði samband við lögreglu, aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember, og sagðist hafa séð í eftirlitsmyndavél hvernig bíl var ekið að geitinni. Út úr honum hefðu stigið tveir einstaklingar og skömmu síðar hafi geitin skíðlogað. Starfsmaðurinn ók því þegar á vettvang og reyndi að hefta för bifreiðarinnar en þegar það tókst ekki hafi hann veitt henni eftirför. Lögreglumönnum tókst loks að stöðva bílinn á Bústaðvegi þar sem brennuvargarnir voru handteknir, en þangað hafði starfsmaðurinn elt bifreiðina. Fram kemur í dómnum yfir þremenningunum að karlmaðurinn og önnur konan hafi verið ölvuð og að af þeim hafi verið mikil bensínlykt.Sjá einnig: Sjáðu IKEA-geitina logaVið skýrslutöku viðurkenndi karlmaðurinn að hann hafi kveikt í geitinni og notað til þess bensín. Hann hafi hlegið að öllu saman og talið þetta góða auglýsingu fyrir IKEA - svo góða að IKEA ætti í raun að borga sér fyrir að hafa kveikt í henni. Karlmaðurinn var einn um að viðurkenna fyrir dómi að hafa kveikt í geitinni, önnur kvennanna bar við minnisleysi vegna ölvunar en ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð hvort hinna tveggja hafði borið eld að geitinni. Þær viðurkenndu þó báðar að hafa verið viðstaddar þegar kveikt var í henni. Tjón IKEA var um 1,8 milljónir króna og var farið fram á að hin dæmdu myndu standa straum af þeim kostnaði. Þeirri kröfu var vísað vegna þess að hún taldist vanreifuð og vafi lék á um umfang tjónsins. Var þremenningunum hvert um sig gert að greiða 150 þúsund krónur vegna málsins sem fyrr segir. Verði það ekki gert innan 4 vikna kemur 10 daga fangelsi í stað sektarinnar. Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. Málavextir eru þeir að starfsmaður IKEA hafði samband við lögreglu, aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember, og sagðist hafa séð í eftirlitsmyndavél hvernig bíl var ekið að geitinni. Út úr honum hefðu stigið tveir einstaklingar og skömmu síðar hafi geitin skíðlogað. Starfsmaðurinn ók því þegar á vettvang og reyndi að hefta för bifreiðarinnar en þegar það tókst ekki hafi hann veitt henni eftirför. Lögreglumönnum tókst loks að stöðva bílinn á Bústaðvegi þar sem brennuvargarnir voru handteknir, en þangað hafði starfsmaðurinn elt bifreiðina. Fram kemur í dómnum yfir þremenningunum að karlmaðurinn og önnur konan hafi verið ölvuð og að af þeim hafi verið mikil bensínlykt.Sjá einnig: Sjáðu IKEA-geitina logaVið skýrslutöku viðurkenndi karlmaðurinn að hann hafi kveikt í geitinni og notað til þess bensín. Hann hafi hlegið að öllu saman og talið þetta góða auglýsingu fyrir IKEA - svo góða að IKEA ætti í raun að borga sér fyrir að hafa kveikt í henni. Karlmaðurinn var einn um að viðurkenna fyrir dómi að hafa kveikt í geitinni, önnur kvennanna bar við minnisleysi vegna ölvunar en ökumaðurinn sagðist ekki hafa séð hvort hinna tveggja hafði borið eld að geitinni. Þær viðurkenndu þó báðar að hafa verið viðstaddar þegar kveikt var í henni. Tjón IKEA var um 1,8 milljónir króna og var farið fram á að hin dæmdu myndu standa straum af þeim kostnaði. Þeirri kröfu var vísað vegna þess að hún taldist vanreifuð og vafi lék á um umfang tjónsins. Var þremenningunum hvert um sig gert að greiða 150 þúsund krónur vegna málsins sem fyrr segir. Verði það ekki gert innan 4 vikna kemur 10 daga fangelsi í stað sektarinnar.
Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15
Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Tveir ungir menn sluppu með skrekkinn í Garðabæ í nótt. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi þvertekur fyrir að um IKEA fagni íkveikju í geitinni. 10. nóvember 2016 13:37