Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 15:00 Steve Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008. Vísir/AFP Steve Scalise, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var við æfingar á Eugene Simpson-hafnaboltavellinum í Alexandriu, skammt suður af Washington DC, þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. Auk Scalise voru aðstoðarmaður og tveir lögreglumenn skotnir af manninum. Scalise var við æfingar ásamt öðrum Repúblikönum fyrir hafnaboltaleik gegn þingmönnum Demókrata sem fram fer á sumri hverju og peningum er safnað til góðgerðarmála. Scalise er einn háttsettasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins þar sem hann gegnir stöðu „svipu“ (e. whip) í fulltrúadeild þingsins. Sem slíkur á hann að halda uppi flokksaga og tryggja að þingmenn Repúblikana kjósi „rétt“ þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Þannig var honum kennt um þegar flokknum tókst ekki að safna saman nægilegum fjölda þingmanna til að afnema sjúkratryggingakerfið sem gengur undir nafninu Obamacare, í mars. Það var einnig honum sem tókst svo að safna nægilegum fjölda þingmanna þegar það svo tókst í byrjun maímánaðar.Umdeildur þingmaður Í frétt NRK segir að þingmaðurinn, sem er frá Louisiana, sé umdeildur maður og hafi margir talið það vera ranga ákvörðun hjá Repúblikanaflokknum að skipa Scalise í embætti „svipu“. Skömmu áður en hann tók við stöðunni árið 2014 rataði hann í fjölmiðla vegna ræðu sem hann hafði haldið á fundi hvítra rasista árið 2002. Var Scalise því nálægt því að missa stöðuna áður en hann tók formlega við henni.Árásin átti sér stað á Eugene Simpson vellinum í Alexandríu fyrr í dag.Vísir/AFPÞingmenn úr báðum flokkum kröfðust þess þá að Scalise yrði settur af og sagði John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, að Scalise hafi lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Hægri öfgasíðan Breitbart hefur sömuleiðis lýst Scalise á sama hátt.Fyrsti þingmaðurinn sem er skotinn síðan 2011 Margir efuðust um að hann væri sá sem gæti fengið þingmenn til að starfa saman og ná að safna fé í sjóði flokksins. Raunar segir í frétt NRK að honum hafi til þessa gengið frekar illa að sameina þingmenn flokksins þegar kemur til dæmis að menntamálum, fóstureyðingum og málefnum innflytenda. Enn er ekki vitað um ástæður árásarinnar í dag, en árásarmanninum hefur verið lýst sem hvítum manni sem hafi skotið milli fimmtíu og hundrað skotum. Scalise er íhaldssamur, á ættir að rekja til Ítalíu og býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í Jefferson í Louisiana. Áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn, stundaði hann nám í stjórnmálafræði, en síðar verkfræði. Hann hefur meðal annars barist fyrir lækkun skatta og gegn lögum sem ætluðum er að vernda umhverfið. Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Giffords lífði af árásina þar sem sex aðrir létust. Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008.Rep. Steve Scalise of Louisiana, a true friend and patriot, was badly injured but will fully recover. Our thoughts and prayers are with him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 14, 2017 Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Steve Scalise, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var við æfingar á Eugene Simpson-hafnaboltavellinum í Alexandriu, skammt suður af Washington DC, þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. Auk Scalise voru aðstoðarmaður og tveir lögreglumenn skotnir af manninum. Scalise var við æfingar ásamt öðrum Repúblikönum fyrir hafnaboltaleik gegn þingmönnum Demókrata sem fram fer á sumri hverju og peningum er safnað til góðgerðarmála. Scalise er einn háttsettasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins þar sem hann gegnir stöðu „svipu“ (e. whip) í fulltrúadeild þingsins. Sem slíkur á hann að halda uppi flokksaga og tryggja að þingmenn Repúblikana kjósi „rétt“ þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Þannig var honum kennt um þegar flokknum tókst ekki að safna saman nægilegum fjölda þingmanna til að afnema sjúkratryggingakerfið sem gengur undir nafninu Obamacare, í mars. Það var einnig honum sem tókst svo að safna nægilegum fjölda þingmanna þegar það svo tókst í byrjun maímánaðar.Umdeildur þingmaður Í frétt NRK segir að þingmaðurinn, sem er frá Louisiana, sé umdeildur maður og hafi margir talið það vera ranga ákvörðun hjá Repúblikanaflokknum að skipa Scalise í embætti „svipu“. Skömmu áður en hann tók við stöðunni árið 2014 rataði hann í fjölmiðla vegna ræðu sem hann hafði haldið á fundi hvítra rasista árið 2002. Var Scalise því nálægt því að missa stöðuna áður en hann tók formlega við henni.Árásin átti sér stað á Eugene Simpson vellinum í Alexandríu fyrr í dag.Vísir/AFPÞingmenn úr báðum flokkum kröfðust þess þá að Scalise yrði settur af og sagði John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, að Scalise hafi lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Hægri öfgasíðan Breitbart hefur sömuleiðis lýst Scalise á sama hátt.Fyrsti þingmaðurinn sem er skotinn síðan 2011 Margir efuðust um að hann væri sá sem gæti fengið þingmenn til að starfa saman og ná að safna fé í sjóði flokksins. Raunar segir í frétt NRK að honum hafi til þessa gengið frekar illa að sameina þingmenn flokksins þegar kemur til dæmis að menntamálum, fóstureyðingum og málefnum innflytenda. Enn er ekki vitað um ástæður árásarinnar í dag, en árásarmanninum hefur verið lýst sem hvítum manni sem hafi skotið milli fimmtíu og hundrað skotum. Scalise er íhaldssamur, á ættir að rekja til Ítalíu og býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í Jefferson í Louisiana. Áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn, stundaði hann nám í stjórnmálafræði, en síðar verkfræði. Hann hefur meðal annars barist fyrir lækkun skatta og gegn lögum sem ætluðum er að vernda umhverfið. Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Giffords lífði af árásina þar sem sex aðrir létust. Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008.Rep. Steve Scalise of Louisiana, a true friend and patriot, was badly injured but will fully recover. Our thoughts and prayers are with him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 14, 2017
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08