Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 15:00 Steve Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008. Vísir/AFP Steve Scalise, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var við æfingar á Eugene Simpson-hafnaboltavellinum í Alexandriu, skammt suður af Washington DC, þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. Auk Scalise voru aðstoðarmaður og tveir lögreglumenn skotnir af manninum. Scalise var við æfingar ásamt öðrum Repúblikönum fyrir hafnaboltaleik gegn þingmönnum Demókrata sem fram fer á sumri hverju og peningum er safnað til góðgerðarmála. Scalise er einn háttsettasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins þar sem hann gegnir stöðu „svipu“ (e. whip) í fulltrúadeild þingsins. Sem slíkur á hann að halda uppi flokksaga og tryggja að þingmenn Repúblikana kjósi „rétt“ þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Þannig var honum kennt um þegar flokknum tókst ekki að safna saman nægilegum fjölda þingmanna til að afnema sjúkratryggingakerfið sem gengur undir nafninu Obamacare, í mars. Það var einnig honum sem tókst svo að safna nægilegum fjölda þingmanna þegar það svo tókst í byrjun maímánaðar.Umdeildur þingmaður Í frétt NRK segir að þingmaðurinn, sem er frá Louisiana, sé umdeildur maður og hafi margir talið það vera ranga ákvörðun hjá Repúblikanaflokknum að skipa Scalise í embætti „svipu“. Skömmu áður en hann tók við stöðunni árið 2014 rataði hann í fjölmiðla vegna ræðu sem hann hafði haldið á fundi hvítra rasista árið 2002. Var Scalise því nálægt því að missa stöðuna áður en hann tók formlega við henni.Árásin átti sér stað á Eugene Simpson vellinum í Alexandríu fyrr í dag.Vísir/AFPÞingmenn úr báðum flokkum kröfðust þess þá að Scalise yrði settur af og sagði John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, að Scalise hafi lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Hægri öfgasíðan Breitbart hefur sömuleiðis lýst Scalise á sama hátt.Fyrsti þingmaðurinn sem er skotinn síðan 2011 Margir efuðust um að hann væri sá sem gæti fengið þingmenn til að starfa saman og ná að safna fé í sjóði flokksins. Raunar segir í frétt NRK að honum hafi til þessa gengið frekar illa að sameina þingmenn flokksins þegar kemur til dæmis að menntamálum, fóstureyðingum og málefnum innflytenda. Enn er ekki vitað um ástæður árásarinnar í dag, en árásarmanninum hefur verið lýst sem hvítum manni sem hafi skotið milli fimmtíu og hundrað skotum. Scalise er íhaldssamur, á ættir að rekja til Ítalíu og býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í Jefferson í Louisiana. Áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn, stundaði hann nám í stjórnmálafræði, en síðar verkfræði. Hann hefur meðal annars barist fyrir lækkun skatta og gegn lögum sem ætluðum er að vernda umhverfið. Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Giffords lífði af árásina þar sem sex aðrir létust. Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008.Rep. Steve Scalise of Louisiana, a true friend and patriot, was badly injured but will fully recover. Our thoughts and prayers are with him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 14, 2017 Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Steve Scalise, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var við æfingar á Eugene Simpson-hafnaboltavellinum í Alexandriu, skammt suður af Washington DC, þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. Auk Scalise voru aðstoðarmaður og tveir lögreglumenn skotnir af manninum. Scalise var við æfingar ásamt öðrum Repúblikönum fyrir hafnaboltaleik gegn þingmönnum Demókrata sem fram fer á sumri hverju og peningum er safnað til góðgerðarmála. Scalise er einn háttsettasti maðurinn innan Repúblikanaflokksins þar sem hann gegnir stöðu „svipu“ (e. whip) í fulltrúadeild þingsins. Sem slíkur á hann að halda uppi flokksaga og tryggja að þingmenn Repúblikana kjósi „rétt“ þegar til atkvæðagreiðslu kemur. Þannig var honum kennt um þegar flokknum tókst ekki að safna saman nægilegum fjölda þingmanna til að afnema sjúkratryggingakerfið sem gengur undir nafninu Obamacare, í mars. Það var einnig honum sem tókst svo að safna nægilegum fjölda þingmanna þegar það svo tókst í byrjun maímánaðar.Umdeildur þingmaður Í frétt NRK segir að þingmaðurinn, sem er frá Louisiana, sé umdeildur maður og hafi margir talið það vera ranga ákvörðun hjá Repúblikanaflokknum að skipa Scalise í embætti „svipu“. Skömmu áður en hann tók við stöðunni árið 2014 rataði hann í fjölmiðla vegna ræðu sem hann hafði haldið á fundi hvítra rasista árið 2002. Var Scalise því nálægt því að missa stöðuna áður en hann tók formlega við henni.Árásin átti sér stað á Eugene Simpson vellinum í Alexandríu fyrr í dag.Vísir/AFPÞingmenn úr báðum flokkum kröfðust þess þá að Scalise yrði settur af og sagði John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, að Scalise hafi lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Hægri öfgasíðan Breitbart hefur sömuleiðis lýst Scalise á sama hátt.Fyrsti þingmaðurinn sem er skotinn síðan 2011 Margir efuðust um að hann væri sá sem gæti fengið þingmenn til að starfa saman og ná að safna fé í sjóði flokksins. Raunar segir í frétt NRK að honum hafi til þessa gengið frekar illa að sameina þingmenn flokksins þegar kemur til dæmis að menntamálum, fóstureyðingum og málefnum innflytenda. Enn er ekki vitað um ástæður árásarinnar í dag, en árásarmanninum hefur verið lýst sem hvítum manni sem hafi skotið milli fimmtíu og hundrað skotum. Scalise er íhaldssamur, á ættir að rekja til Ítalíu og býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í Jefferson í Louisiana. Áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn, stundaði hann nám í stjórnmálafræði, en síðar verkfræði. Hann hefur meðal annars barist fyrir lækkun skatta og gegn lögum sem ætluðum er að vernda umhverfið. Scalise er fyrsti þingmaðurinn sem verður fyrir skoti síðan Gabby Giffords var skotin í höfuðið árið 2011. Giffords lífði af árásina þar sem sex aðrir létust. Scalise var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008.Rep. Steve Scalise of Louisiana, a true friend and patriot, was badly injured but will fully recover. Our thoughts and prayers are with him.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 14, 2017
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08