Fundurinn hófst í húsakynnum Umhverfisstofnunar klukkan þrjú í dag en honum lauk klukkan fimm. Meðal þeirra sem sátu fundinn var forstjóri United Silicon, Helgi Þórhallsson. Hann vildi ekki svara spurningum fréttamanna eftir fundinn.
„Bara no comment, við erum að fara á annan fund strákar mínir.“
Af hverju viltu ekki tjá þig um þetta?
„Ég hef þessa reglu að vísa á minn fjölmiðlafulltrúa.“
Þið eruð með rúmlega sextíu manns í vinnu. Hvernig er staðan á þeim? Eru störf þeirra í hættu?
„Við vorum með fund með starfsmönnum í dag.“

„Bara vel.“
Eru störf þessara fólks í hættu?
„Nei.“
En starfsemi fyrirtækisins, er hún í hættu?
Heyrðu vinur, nú skal ég bara fara,“ sagði Helgi að loknum fundi.
Ekki eitt vandamál heldur mörg smærri
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunnar segir að á fundinum í dag hafi verið farið yfir fyrstu niðurstöður þeirra erlendu sérfræðinga sem skoðað hafa verksmiðjuna.„Það kemur fram að þetta er kannski ekki eitt stórt vandamál heldur mörg smærri og það þarf að fara í frekari rannsóknir til að komast til botns í vandanum,“ segir Kristín Linda.
Vitið þið hvað það tekur langan tíma?
„Nei, við erum ekki komin með nákvæma tímalínu. Nú er það þannig að verksmiðjan er ekki starfandi. Þeir hafa til mánudagskvölds til þess að svara okkar bréfi og við gerum þá ráð fyrir að skoða þeirra athugasemdir, sem og annað, á þriðjudaginn.“