Fréttir Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur hvatt Íslendinga í Magdeburg í Þýskalandi til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum ef þeir eru öryggir eftir að bifreið var ekið á jólamarkað í miðborg borgarinnar. Minnst einn lést og tugir manna slösuðust. Innlent 20.12.2024 20:51 „Maður mun sakna þess mjög“ „Núna er þetta að detta inn, að maður er að fara og maður er að kveðja gott fólk sem hefur verið einstaklega gaman að vinna með og árangursríkt. Maður er náttúrulega að minna sig á að það er ekkert að fara neitt en það er samt þannig þegar þú ert búinn að vinna með fólki svona náið og svo mikið í ráðuneytinu og stofnunum. Það er á þessum tímapunkti sem að það hellist yfir mann og maður mun sakna þess mjög.“ Innlent 20.12.2024 20:41 Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. Erlent 20.12.2024 19:40 Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. Innlent 20.12.2024 19:02 Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Innlent 20.12.2024 18:46 Einar baðst fyrirgefningar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári. Innlent 20.12.2024 18:43 Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllustum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt á morgun og við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 20.12.2024 18:02 Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Ríkisstjórn Malasíu hefur samþykkt að hefja aftur leit að flugvélinni MH370 sem hvarf á leið frá Kuala Lumpur til Peking fyrir rúmum tíu árum. Um borð í flugvélinni, sem var af gerðinni Boeing 777, voru 239 manneskjur en talið er að hún hafi hrapað í Indlandshaf. Erlent 20.12.2024 16:38 Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Svonefndur stjörnumyrkvi varð þegar tunglið gekk fyrir Mars á miðvikudagsmorgun. Áhugastjörnuljósmyndari náði mynd af myrkvanum frá Kópavogi. Annað tækifæri til að berja sjónarspilið augum gefst strax í febrúar. Innlent 20.12.2024 15:38 Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Fyrrverandi varabæjarfulltrúi Hafnarfjarðar hvetur fráfarandi bæjarstjóra til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en bæjarstjóri. Bæjarfulltrúanum var vikið úr öllum nefndum og ráðum fyrir sjö árum. Annar fyrrverandi bæjarfulltrúi segist efast um að margir geri sér grein fyrir því hversu stórt og viðamikið málið sé í reynd, forsaga þess hafi litað hafnfirska bæjarpólitík í áratugi. Innlent 20.12.2024 15:32 Vara við upprisu ISIS Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar. Erlent 20.12.2024 15:02 Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Ásgeir Runólfsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann er skipaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, settum félags- og vinnumarkaðsráðherra við skipunina. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra. Innlent 20.12.2024 14:46 Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Sjö ára stúlka lét lífið og fimm aðrir nemendur og kennari særðust þegar ungur maður vopnaður hnífi réðst á þau í skóla í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í morgun. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn en hann er sagður hafa gengið inn í skólann og byrjað að stinga börn inn í fyrstu skólastofunni sem hann sá. Erlent 20.12.2024 13:41 Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi Börn í Kársnesskóla völdu í vikunni nöfn á skólana á Kársnesi sem verða tveir frá og með næsta hausti. Niðurstaðan er sú að nýr skóli við Skólagerði mun heita Barnaskóli Kársness. Í honum verða börn a leikskólaaldri og í 1. til 4. bekk. Skólinn við Vallargerði fær nafnið Kársnesskóli en í honum verða börn í 5. til 10. bekk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Innlent 20.12.2024 12:43 „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. Innlent 20.12.2024 12:32 Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig. Innlent 20.12.2024 12:25 Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. Innlent 20.12.2024 12:12 Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. Innlent 20.12.2024 11:42 Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarfundinn sem fram fór í morgun en sá var að öllum líkindum sá síðasti hjá þessari fráfarandi ríkisstjórn. Innlent 20.12.2024 11:38 Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Sex börn liggja inni á Barnaspítala hringsins vegna RS-veirusýkingar. Læknir á spítalanum segir að langt sé í land hvað varðar faraldurinn þennan veturinn. Hann biðlar til fólks að fara varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðum. Innlent 20.12.2024 11:34 Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. Erlent 20.12.2024 10:38 Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. Erlent 20.12.2024 09:51 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. Innlent 20.12.2024 09:45 Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Ríflega 150 milljóna króna styrkur sem Reykjavíkurborg fékk frá Evrópusambandinu verður nýttur til þess að bæta vatnsgæði í Vatnsmýrinni og Tjörninni. Hann er hluti af stærri styrk sem Umhverfisstofnun hlaut vegna innleiðingar vatnaáætlunar á Íslandi. Innlent 20.12.2024 09:23 Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli leigusala þar sem hann fór fram á bætur vegna leigjanda íbúðar og skemmda sem hafi orðið á íbúðinni á leigutíma. Innlent 20.12.2024 09:22 Vill að stjórn FH fari frá Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Innlent 20.12.2024 08:52 Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana í bílastæðahúsi í miðborg sænsku borgarinnar Norrköping í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að hinn látni sé rapparinn Gaboro sem hafi verið með tengsl við glæpagengi í landinu. Erlent 20.12.2024 07:53 Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Karlmaður á fertugsaldri er í varðhaldi í Michigan-ríki Bandaríkjanna grunaður um að stinga forseta fyrirtækisins sem hann vann hjá. Lögreglan vestanhafs telur mögulegt að maðurinn hafi verið að herma eftir skotárás sem beindist að forstjóra hjá UnitedHealthcare í New York fyrr í desember og hefur vakið gríðarlegt umtal. Erlent 20.12.2024 07:49 Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Öll lendum við stundum í veseni. Skrifum óvart niðrandi hluti um konur á bloggsíðu eða krotum á myndir af kunningjum okkar í einhverri skólabyggingu úti á landi. Innlent 20.12.2024 07:01 Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Umboðsmaður Alþingis gerir fjölmargar athugasasemdir við neyðarvistunina á Stuðlum og mælist til þess að ýmislegt verði fært til betri vegar. Innlent 20.12.2024 06:35 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur hvatt Íslendinga í Magdeburg í Þýskalandi til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum ef þeir eru öryggir eftir að bifreið var ekið á jólamarkað í miðborg borgarinnar. Minnst einn lést og tugir manna slösuðust. Innlent 20.12.2024 20:51
„Maður mun sakna þess mjög“ „Núna er þetta að detta inn, að maður er að fara og maður er að kveðja gott fólk sem hefur verið einstaklega gaman að vinna með og árangursríkt. Maður er náttúrulega að minna sig á að það er ekkert að fara neitt en það er samt þannig þegar þú ert búinn að vinna með fólki svona náið og svo mikið í ráðuneytinu og stofnunum. Það er á þessum tímapunkti sem að það hellist yfir mann og maður mun sakna þess mjög.“ Innlent 20.12.2024 20:41
Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir. Erlent 20.12.2024 19:40
Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. Innlent 20.12.2024 19:02
Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Innlent 20.12.2024 18:46
Einar baðst fyrirgefningar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári. Innlent 20.12.2024 18:43
Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllustum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt á morgun og við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 20.12.2024 18:02
Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Ríkisstjórn Malasíu hefur samþykkt að hefja aftur leit að flugvélinni MH370 sem hvarf á leið frá Kuala Lumpur til Peking fyrir rúmum tíu árum. Um borð í flugvélinni, sem var af gerðinni Boeing 777, voru 239 manneskjur en talið er að hún hafi hrapað í Indlandshaf. Erlent 20.12.2024 16:38
Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Svonefndur stjörnumyrkvi varð þegar tunglið gekk fyrir Mars á miðvikudagsmorgun. Áhugastjörnuljósmyndari náði mynd af myrkvanum frá Kópavogi. Annað tækifæri til að berja sjónarspilið augum gefst strax í febrúar. Innlent 20.12.2024 15:38
Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Fyrrverandi varabæjarfulltrúi Hafnarfjarðar hvetur fráfarandi bæjarstjóra til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en bæjarstjóri. Bæjarfulltrúanum var vikið úr öllum nefndum og ráðum fyrir sjö árum. Annar fyrrverandi bæjarfulltrúi segist efast um að margir geri sér grein fyrir því hversu stórt og viðamikið málið sé í reynd, forsaga þess hafi litað hafnfirska bæjarpólitík í áratugi. Innlent 20.12.2024 15:32
Vara við upprisu ISIS Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar. Erlent 20.12.2024 15:02
Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Ásgeir Runólfsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu fjárlaga og rekstrar í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann er skipaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, settum félags- og vinnumarkaðsráðherra við skipunina. Bjarni Benediktsson er starfandi félags- og vinnumarkaðsráðherra. Innlent 20.12.2024 14:46
Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Sjö ára stúlka lét lífið og fimm aðrir nemendur og kennari særðust þegar ungur maður vopnaður hnífi réðst á þau í skóla í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í morgun. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn en hann er sagður hafa gengið inn í skólann og byrjað að stinga börn inn í fyrstu skólastofunni sem hann sá. Erlent 20.12.2024 13:41
Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi Börn í Kársnesskóla völdu í vikunni nöfn á skólana á Kársnesi sem verða tveir frá og með næsta hausti. Niðurstaðan er sú að nýr skóli við Skólagerði mun heita Barnaskóli Kársness. Í honum verða börn a leikskólaaldri og í 1. til 4. bekk. Skólinn við Vallargerði fær nafnið Kársnesskóli en í honum verða börn í 5. til 10. bekk. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Innlent 20.12.2024 12:43
„Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. Innlent 20.12.2024 12:32
Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig. Innlent 20.12.2024 12:25
Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. Innlent 20.12.2024 12:12
Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. Innlent 20.12.2024 11:42
Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Í hádegisfréttum fjöllum við um ríkisstjórnarfundinn sem fram fór í morgun en sá var að öllum líkindum sá síðasti hjá þessari fráfarandi ríkisstjórn. Innlent 20.12.2024 11:38
Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Sex börn liggja inni á Barnaspítala hringsins vegna RS-veirusýkingar. Læknir á spítalanum segir að langt sé í land hvað varðar faraldurinn þennan veturinn. Hann biðlar til fólks að fara varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðum. Innlent 20.12.2024 11:34
Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. Erlent 20.12.2024 10:38
Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. Erlent 20.12.2024 09:51
Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. Innlent 20.12.2024 09:45
Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Ríflega 150 milljóna króna styrkur sem Reykjavíkurborg fékk frá Evrópusambandinu verður nýttur til þess að bæta vatnsgæði í Vatnsmýrinni og Tjörninni. Hann er hluti af stærri styrk sem Umhverfisstofnun hlaut vegna innleiðingar vatnaáætlunar á Íslandi. Innlent 20.12.2024 09:23
Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Kærunefnd húsamála hefur vísað frá máli leigusala þar sem hann fór fram á bætur vegna leigjanda íbúðar og skemmda sem hafi orðið á íbúðinni á leigutíma. Innlent 20.12.2024 09:22
Vill að stjórn FH fari frá Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Innlent 20.12.2024 08:52
Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana í bílastæðahúsi í miðborg sænsku borgarinnar Norrköping í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að hinn látni sé rapparinn Gaboro sem hafi verið með tengsl við glæpagengi í landinu. Erlent 20.12.2024 07:53
Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Karlmaður á fertugsaldri er í varðhaldi í Michigan-ríki Bandaríkjanna grunaður um að stinga forseta fyrirtækisins sem hann vann hjá. Lögreglan vestanhafs telur mögulegt að maðurinn hafi verið að herma eftir skotárás sem beindist að forstjóra hjá UnitedHealthcare í New York fyrr í desember og hefur vakið gríðarlegt umtal. Erlent 20.12.2024 07:49
Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Öll lendum við stundum í veseni. Skrifum óvart niðrandi hluti um konur á bloggsíðu eða krotum á myndir af kunningjum okkar í einhverri skólabyggingu úti á landi. Innlent 20.12.2024 07:01
Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Umboðsmaður Alþingis gerir fjölmargar athugasasemdir við neyðarvistunina á Stuðlum og mælist til þess að ýmislegt verði fært til betri vegar. Innlent 20.12.2024 06:35