Árásarmaðurinn hét Karim Cheurfi Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2017 16:30 Frá vettvangi árásarinnar við Champs Elysees verslunargötuna. Vísir/AFP Maðurinn sem myrti lögregluþjón og særði tvo aðra í París í gærkvöldi hét Karim Cheurfi. Hann hafði áður setið í fangelsi fyrir að skjóta að tveimur lögregluþjónum árið 2001 og hafði verið dæmdur fyrir glæpi fjórum sinnum. Þá var hann handtekinn í febrúar fyrir að hóta lífi lögregluþjóna, en var sleppt þar sem sönnunargögn gegn honum þóttu ekki nægjanleg. Hann var skotinn af lögregluþjónum og skammt frá líki hans fannst miði þar sem farið var hlýjum orðum um Íslamska ríkið, sem hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íslamska ríkið virðist þó hafa nefnt rangan mann á nafn, sem hefur vakið furðu yfirvalda. Francois Molins, aðalsaksóknari Parísar, segir Cheurfi hafa skotið lögregluþjóninn sem dó tvisvar sinnum í höfuðið með Kalashnikov árásarriffli.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni bjó Cheurfi, sem var 39 ára gamall, hjá móður sinni í París. Þrír fjölskyldumeðlimir hans hafa verið færðir í gæsluvarðhald en lögreglan leitar nú að mögulegum samstarfsaðilum Cheurfi. Cheurfi sat í fangelsi í tíu ár eftir að hann skaut á lögregluþjóna árið 2001. Þeir höfðu reynt að koma í veg fyrir að hann stæli bíl. Meðan hann var í fangelsi særði hann fangavörð með því að hrifsa af honum byssu og skjóta hann. Honum var sleppt á skilorði árið 2015. Hann var svo handtekinn í febrúar fyrir að hafa hótað því að myrða lögregluþjóna. Honum var hins vegar sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Setið fyrir lögregluþjónum í París Einn lögregluþjónn var skotinn til bana og tveir særðir en árásarmaðurinn var felldur. 20. apríl 2017 21:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Maðurinn sem myrti lögregluþjón og særði tvo aðra í París í gærkvöldi hét Karim Cheurfi. Hann hafði áður setið í fangelsi fyrir að skjóta að tveimur lögregluþjónum árið 2001 og hafði verið dæmdur fyrir glæpi fjórum sinnum. Þá var hann handtekinn í febrúar fyrir að hóta lífi lögregluþjóna, en var sleppt þar sem sönnunargögn gegn honum þóttu ekki nægjanleg. Hann var skotinn af lögregluþjónum og skammt frá líki hans fannst miði þar sem farið var hlýjum orðum um Íslamska ríkið, sem hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íslamska ríkið virðist þó hafa nefnt rangan mann á nafn, sem hefur vakið furðu yfirvalda. Francois Molins, aðalsaksóknari Parísar, segir Cheurfi hafa skotið lögregluþjóninn sem dó tvisvar sinnum í höfuðið með Kalashnikov árásarriffli.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni bjó Cheurfi, sem var 39 ára gamall, hjá móður sinni í París. Þrír fjölskyldumeðlimir hans hafa verið færðir í gæsluvarðhald en lögreglan leitar nú að mögulegum samstarfsaðilum Cheurfi. Cheurfi sat í fangelsi í tíu ár eftir að hann skaut á lögregluþjóna árið 2001. Þeir höfðu reynt að koma í veg fyrir að hann stæli bíl. Meðan hann var í fangelsi særði hann fangavörð með því að hrifsa af honum byssu og skjóta hann. Honum var sleppt á skilorði árið 2015. Hann var svo handtekinn í febrúar fyrir að hafa hótað því að myrða lögregluþjóna. Honum var hins vegar sleppt vegna skorts á sönnunargögnum.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Setið fyrir lögregluþjónum í París Einn lögregluþjónn var skotinn til bana og tveir særðir en árásarmaðurinn var felldur. 20. apríl 2017 21:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58
Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25
Setið fyrir lögregluþjónum í París Einn lögregluþjónn var skotinn til bana og tveir særðir en árásarmaðurinn var felldur. 20. apríl 2017 21:15