Bíó og sjónvarp

Mulder og Scully snúa aftur, aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
David Duchovny og Gillian Anderson í hlutverkum Mulder og Scully.
David Duchovny og Gillian Anderson í hlutverkum Mulder og Scully. Vísir/Fox
Þau Fox Mulder og Dana Scully munu mæta aftur í þáttunum X-Files í vetur, í enn eitt skiptið. Fox hefur tilkynnt að tíu nýir þættir verði framleiddir með þeim David Duchovny og Gillian Anderson í aðalhlutverkum. Þá mun Chris Carter einnig koma aftur að þáttunum.

Upprunalegu þættirnir voru í sýningu frá 1993 til 2002 og voru þættirnir fleiri en 200. Þar að auki hafa verið gerðar tvær kvikmyndir. The X-Files sem gefin var út 1998 og The X-FilesI Want to Believe var gefin út árið 2008.

Sex þættir voru svo sýndir árið 2016, en nýjustu þættirnir eiga að vera framhald af þeim þáttum. Þau Mulder og Scully munu því væntanlega halda áfram að reyna að svipta hulunni af gríðarlega umfangsmiklu samsæri.

Tökur munu hefjast í sumar, samkvæmt Guardian, en frumsýningardagur liggur ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.