Orðspor ferðaþjónustunnar í húfi Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 07:00 Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið í örum vexti sl. ár. Hún hefur skapað verðmæti fyrir þjóðarbúið og leikið stórt hlutverk í endurreisn efnahagslífsins. Alþjóðleg samkeppni er hörð og því mikilvægt að menn séu samkeppnisfærir hvað varðar verð og gæði. Illa ígrundaðar skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar munu skaða þessa mikilvægu atvinnugrein. Sú hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna sem nú liggur fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mun án efa hafa neikvæð áhrif á framtíðaruppbyggingu ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin telur að þessar skattabreytingar séu tímabærar en engar greiningar liggja fyrir um hvaða áhrif þær muni hafa á atvinnugreinina. Þolir ferðaþjónustan þessar skattahækkanir á sama tíma og krónan hefur styrkst verulega, laun hækkað og gistináttagjald þrefaldast? Ég tel að verðteygnin sé það takmörkuð að ferðaþjónustuaðilar geti ekki velt skattahækkuninni út í verðlagið. Slík hækkun myndi rýra samkeppnisstöðu okkar. Reynsla nágrannaþjóða sýnir að breytingar á sköttum og gjöldum hafa ekki aðeins áhrif til skamms tíma heldur geta stjórnað aðsókn og afkomu mörg ár fram í tímann. Það hefur til að mynda tekið danska ferðaþjónustu meira en tuttugu ár að ná aftur upp fjölda gistinátta erlendra ferðamanna sem hrundi eftir hækkun á virðisaukaskatti þar í landi árið 1992. Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun mun virðisaukaskattur aðeins hækka á gistingu, ekki veitingasölu. Sú ákvörðun býður upp á skattaundanskot og alls kyns tilfærslur sem skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja, sérstaklega á milli minni og stærri aðila. Ef hægri stjórnin vill einfaldara og skilvirkara skattkerfi, þá er þetta ekki rétta leiðin. Ég óttast að fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar muni ýta undir svarta atvinnustarfsemi. Ég óttast að þeir aðilar sem kjósa að starfa „svart“ í faginu muni ekki hafa sama metnað og leggja jafn mikla áherslu á gæði og þeir sem stunda lögleg viðskipti. Til lengri tíma muni það skaða orðspor og ímynd ferðaþjónustunnar og laskað orðspor er erfitt að endurheimta. Það er gagnrýnivert að svo hart sé vegið að einni af okkar undirstöðuatvinnugreinum án ítarlegra greininga á langtímaáhrifum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið í örum vexti sl. ár. Hún hefur skapað verðmæti fyrir þjóðarbúið og leikið stórt hlutverk í endurreisn efnahagslífsins. Alþjóðleg samkeppni er hörð og því mikilvægt að menn séu samkeppnisfærir hvað varðar verð og gæði. Illa ígrundaðar skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar munu skaða þessa mikilvægu atvinnugrein. Sú hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna sem nú liggur fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mun án efa hafa neikvæð áhrif á framtíðaruppbyggingu ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin telur að þessar skattabreytingar séu tímabærar en engar greiningar liggja fyrir um hvaða áhrif þær muni hafa á atvinnugreinina. Þolir ferðaþjónustan þessar skattahækkanir á sama tíma og krónan hefur styrkst verulega, laun hækkað og gistináttagjald þrefaldast? Ég tel að verðteygnin sé það takmörkuð að ferðaþjónustuaðilar geti ekki velt skattahækkuninni út í verðlagið. Slík hækkun myndi rýra samkeppnisstöðu okkar. Reynsla nágrannaþjóða sýnir að breytingar á sköttum og gjöldum hafa ekki aðeins áhrif til skamms tíma heldur geta stjórnað aðsókn og afkomu mörg ár fram í tímann. Það hefur til að mynda tekið danska ferðaþjónustu meira en tuttugu ár að ná aftur upp fjölda gistinátta erlendra ferðamanna sem hrundi eftir hækkun á virðisaukaskatti þar í landi árið 1992. Samkvæmt ríkisfjármálaáætlun mun virðisaukaskattur aðeins hækka á gistingu, ekki veitingasölu. Sú ákvörðun býður upp á skattaundanskot og alls kyns tilfærslur sem skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja, sérstaklega á milli minni og stærri aðila. Ef hægri stjórnin vill einfaldara og skilvirkara skattkerfi, þá er þetta ekki rétta leiðin. Ég óttast að fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar muni ýta undir svarta atvinnustarfsemi. Ég óttast að þeir aðilar sem kjósa að starfa „svart“ í faginu muni ekki hafa sama metnað og leggja jafn mikla áherslu á gæði og þeir sem stunda lögleg viðskipti. Til lengri tíma muni það skaða orðspor og ímynd ferðaþjónustunnar og laskað orðspor er erfitt að endurheimta. Það er gagnrýnivert að svo hart sé vegið að einni af okkar undirstöðuatvinnugreinum án ítarlegra greininga á langtímaáhrifum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun