Blæðandi sár í Bítlaborginni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. október 2017 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leik Everton og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton tapaði 2-5 og situr í fallsæti. Gylfi náði sér ekki á strik í leiknum í gær, ekki frekar en aðrir leikmenn Everton. vísir/getty Sjötíu og þrír titlar sitja í verðlaunaskápum liðanna tveggja frá Liverpool-borg, Liverpool og Everton. Rauðklæddir Liverpoolmenn voru lengi vel sigursælasta félag Englands og Everton er það lið sem oftast hefur verið í efstu deild á Englandi, eða í 114 tímabil. Íbúar Liverpool-borgar hugsa eflaust hlýtt til fortíðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar.Vonlaus varnarleikur Liverpool fór til Lundúna og sótti Tottenham heim á Wembley í lokaleik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðið hafði ekki tapað gegn þeim hvítklæddu í fimm ár, eða síðan í nóvember 2012. Tottenham hefur hins vegar farið afskaplega vel af stað í deildinni og átti eftir að reynast verðugur andstæðingur. Hinn sjóðheiti Harry Kane kom Tottenham yfir eftir aðeins fjórar míntútur og Son Heung-min bætti öðru marki við á 12. mínútu. Þegar Mohamad Salah skoraði fyrir Liverpool hefði leikurinn geta orðið eitthvað, en Dele Alli og Kane áttu eftir að skora tvö mörk til viðbótar fyrir Tottenham og varnarlína Liverpool var í molum. Sóknarmenn Tottenham léku á als oddi og höfðu nægt pláss til að athafna sig fyrir aftan vörn Liverpool. Frammistaða Dejans Lovren var það slæm að Jürgen Klopp tók hann af velli eftir hálftíma leik. Simon Mignolet gerði nokkur dýrkeypt mistök í leiknum og hefur nú gert 13 mistök sem hafa leitt til marks andstæðingsins, fleiri en nokkur annar markvörður í deildinni.„Allt okkur að kenna“ „Úrslitin voru okkur að kenna. Tottenham spilaði vel, en við gerðum þetta of auðvelt fyrir þá,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir leikinn. „Fyrsta markið kom úr innkasti og við vorum bara slæmir, slæmir, slæmir varnarlega. Annað markið, skyndisókn og þegar boltinn er kominn fram hjá Lovren er það orðið of seint.“ Þarf Jürgen Klopp að gera mannabreytingar, eða er það hugmyndafræði hans sem er rót vandans? Hjá Dortmund var sigurhlutfall hans 56 prósent, en það er aðeins 49 prósent hjá Liverpool. Þar munar ekki miklu, en Liverpool undir Brendan Rodgers vann helming leikja sinna og hann var samt látinn taka pokann sinn.Koeman ráðalaus Það er kannski of brátt að tala um brottrekstur Klopps, en Ronald Koeman mun alveg örugglega verða rekinn úr starfi sínu hjá Everton á næstu dögum, ef það gerðist ekki í gærkvöldi eftir að blaðið fór í prentun. Everton er komið í fallsæti eftir tapið fyrir Arsenal í gær og hefur frammistaða liðsins verið mjög slæm. Það hefur fengið á sig 18 mörk í níu leikjum í deildinni og aðeins skorað sjö. Liðið hefur ekki unnið í fimm leikjum í röð í öllum keppnum. Wayne Rooney veitti stuðningsmönnum Everton von snemma leiks með frábæru marki. Það slokknaði hins vegar fljótt í vonarglætunni þegar sofandaháttur í vörninni olli því að Nacho Monreal jafnaði leikinn fyrir Arsenal. Þá hrundi allt hjá Everton og má Koeman þakka Jordan Pickford í markinu að ekki fór enn verr en raun bar vitni, leiknum lauk með 2-5 sigri Arsenal. Hann er í raun einu sumarkaup Koemans sem virðast hafa gert eitthvað fyrir Everton.Engin taktík og engin gleði Liðið virðist ekki ná saman, og það lítur út fyrir að Koeman viti ekki hvernig hann á að stilla liðinu upp til þess að fá það besta út úr því. Níu sinnum á tímabilinu hefur Koeman gert breytingu á liði sínu í hálfleik, sem segir sitt um ráðaleysi hans. Það sem er verst í þessu öllu fyrir okkur Íslendinga er að Gylfi Þór Sigurðsson virðist týndur í þessu liði. Koeman hefur ekki verið að spila honum í holunni sinni og vantar sterkan framherja sem Gylfi getur skapað mörk fyrir. Allir þeir stuðningsmenn Liverpool sem gagnrýndu Jose Mourinho og varnarsinnaða taktík hans í stórleik Liverpool og Manchester United í síðustu viku ættu að óska eftir því að hann kæmi og læsi Klopp og Koeman pistilinn, en Bítlaborgarliðin tvö fengu á sig níu mörk samanlagt í gær, eitthvað sem á ekki að viðgangast hjá liðum af þeim styrkleika sem þessi fornfrægu lið eiga að hafa. Enski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Sjötíu og þrír titlar sitja í verðlaunaskápum liðanna tveggja frá Liverpool-borg, Liverpool og Everton. Rauðklæddir Liverpoolmenn voru lengi vel sigursælasta félag Englands og Everton er það lið sem oftast hefur verið í efstu deild á Englandi, eða í 114 tímabil. Íbúar Liverpool-borgar hugsa eflaust hlýtt til fortíðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar.Vonlaus varnarleikur Liverpool fór til Lundúna og sótti Tottenham heim á Wembley í lokaleik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðið hafði ekki tapað gegn þeim hvítklæddu í fimm ár, eða síðan í nóvember 2012. Tottenham hefur hins vegar farið afskaplega vel af stað í deildinni og átti eftir að reynast verðugur andstæðingur. Hinn sjóðheiti Harry Kane kom Tottenham yfir eftir aðeins fjórar míntútur og Son Heung-min bætti öðru marki við á 12. mínútu. Þegar Mohamad Salah skoraði fyrir Liverpool hefði leikurinn geta orðið eitthvað, en Dele Alli og Kane áttu eftir að skora tvö mörk til viðbótar fyrir Tottenham og varnarlína Liverpool var í molum. Sóknarmenn Tottenham léku á als oddi og höfðu nægt pláss til að athafna sig fyrir aftan vörn Liverpool. Frammistaða Dejans Lovren var það slæm að Jürgen Klopp tók hann af velli eftir hálftíma leik. Simon Mignolet gerði nokkur dýrkeypt mistök í leiknum og hefur nú gert 13 mistök sem hafa leitt til marks andstæðingsins, fleiri en nokkur annar markvörður í deildinni.„Allt okkur að kenna“ „Úrslitin voru okkur að kenna. Tottenham spilaði vel, en við gerðum þetta of auðvelt fyrir þá,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir leikinn. „Fyrsta markið kom úr innkasti og við vorum bara slæmir, slæmir, slæmir varnarlega. Annað markið, skyndisókn og þegar boltinn er kominn fram hjá Lovren er það orðið of seint.“ Þarf Jürgen Klopp að gera mannabreytingar, eða er það hugmyndafræði hans sem er rót vandans? Hjá Dortmund var sigurhlutfall hans 56 prósent, en það er aðeins 49 prósent hjá Liverpool. Þar munar ekki miklu, en Liverpool undir Brendan Rodgers vann helming leikja sinna og hann var samt látinn taka pokann sinn.Koeman ráðalaus Það er kannski of brátt að tala um brottrekstur Klopps, en Ronald Koeman mun alveg örugglega verða rekinn úr starfi sínu hjá Everton á næstu dögum, ef það gerðist ekki í gærkvöldi eftir að blaðið fór í prentun. Everton er komið í fallsæti eftir tapið fyrir Arsenal í gær og hefur frammistaða liðsins verið mjög slæm. Það hefur fengið á sig 18 mörk í níu leikjum í deildinni og aðeins skorað sjö. Liðið hefur ekki unnið í fimm leikjum í röð í öllum keppnum. Wayne Rooney veitti stuðningsmönnum Everton von snemma leiks með frábæru marki. Það slokknaði hins vegar fljótt í vonarglætunni þegar sofandaháttur í vörninni olli því að Nacho Monreal jafnaði leikinn fyrir Arsenal. Þá hrundi allt hjá Everton og má Koeman þakka Jordan Pickford í markinu að ekki fór enn verr en raun bar vitni, leiknum lauk með 2-5 sigri Arsenal. Hann er í raun einu sumarkaup Koemans sem virðast hafa gert eitthvað fyrir Everton.Engin taktík og engin gleði Liðið virðist ekki ná saman, og það lítur út fyrir að Koeman viti ekki hvernig hann á að stilla liðinu upp til þess að fá það besta út úr því. Níu sinnum á tímabilinu hefur Koeman gert breytingu á liði sínu í hálfleik, sem segir sitt um ráðaleysi hans. Það sem er verst í þessu öllu fyrir okkur Íslendinga er að Gylfi Þór Sigurðsson virðist týndur í þessu liði. Koeman hefur ekki verið að spila honum í holunni sinni og vantar sterkan framherja sem Gylfi getur skapað mörk fyrir. Allir þeir stuðningsmenn Liverpool sem gagnrýndu Jose Mourinho og varnarsinnaða taktík hans í stórleik Liverpool og Manchester United í síðustu viku ættu að óska eftir því að hann kæmi og læsi Klopp og Koeman pistilinn, en Bítlaborgarliðin tvö fengu á sig níu mörk samanlagt í gær, eitthvað sem á ekki að viðgangast hjá liðum af þeim styrkleika sem þessi fornfrægu lið eiga að hafa.
Enski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti