Enski boltinn

Svona slæmt var þetta hjá Liverpool og Everton | Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erfiður dagur fyrir Philippe Coutinho og félaga.
Erfiður dagur fyrir Philippe Coutinho og félaga. Vísir/Getty
Það var sannkallaður Bítlaborgarblús í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar tveir stórleikir fóru fram í níundu umferð deildarinnar.

Liverpool tapaði 4-1 á móti Tottenham á Wembley þar sem Harry Kane var búin að skora eftir fjórar mínútur og Spurs skoraði öll mörkin sín á fyrst klukkutímanum. Liverpool hefur nú fengið á sig sextán mörk í fyrstu níu leikjunum.

Markið hans Harry Kane var langþráð því þetta var fyrsta deildarmark hans á Wembley. Hann hefur raðað inn mörkum á öðrum völlum með Tottenham en fyrsta Wembley-markið kom ekki fyrr en í gær.

Everton tapaði síðan 5-2 fyrir Arsenal á heimavelli þrátt fyrir að komast í 1-0 í leiknum með laglegu marki Wayne Rooney. Markið hans kom reyndar gegn gangi leiksins því Arsenal-menn voru í stórsókn allan leikinn.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni sem og uppgjör dagsins. Það má líka finna öll mörk laugardagsins inn á Sjónvarpsvefnum.

Tottenham - Liverpool 4-1
Everton - Arsenal 2-5
Sunnudagsuppgjörið
Helgaruppgjörið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×