Slegist um lóðir í Reykjanesbæ Svavar Hávarðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Gert er ráð fyrir að um tvö þúsund íbúðir verði byggðar í Reykjanesbæ á næstu tólf árum. vísir/gva Áhuginn á íbúðalóðum í Reykjanesbæ er slíkur að varpa þarf hlutkesti í meira en helmingi tilfella til að fá úr því skorið hver hreppir lóðina. Sextíu lóðaumsóknir voru teknar fyrir á tveimur fundum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins á hálfum mánuði. „Á árunum eftir hrun kom varla lóðaumsókn inn á borð til nefndarinnar en nú hefur svo sannarlega orðið breyting þar á,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum á síðustu árum. Í grein sem Guðmundur Guðmundsson skrifaði í Kjarnann fyrir þremur árum kom fram að um 2.000 íbúðir stæðu tómar í Reykjanesbæ, ein- og fjölbýli. Þá námu íbúðirnar samtals helmingnum af öllu auðu en íbúðarhæfu húsnæði í landinu. Samkvæmt Guðmundi samsvaraði hlutfallslegur fjöldi þeirra því „að tugþúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu mitt í æpandi húsnæðiseklu“.Jóhann Snorri Sigurbergsson.Á þessum tíma átti Íbúðalánasjóður á sjötta hundrað íbúða á Suðurnesjum, langflestar í Reykjanesbæ, sem nú eru seldar. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum í Reykjanesbæ og mikil uppbygging fyrirhuguð. Skóflustunga var tekin að Hlíðarhverfi fyrir skömmu, á gamla Nikel-svæðinu svokallaða, þar sem fyrirhugað er að reisa hátt í 500 íbúðir. Samkvæmt áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.000 íbúðir muni rísa á næstu tólf árum. „Breytingin sem nú er orðin snýr ekki bara að íbúðarhúsnæði því að atvinnulóðir hafa líka rokið út,“ segir Jóhann Snorri sem hefur setið í umhverfis- og skipulagsráði í sjö ár, lengst allra kjörinna fulltrúa sem nú sitja í ráðinu. „Á svæði sem kallast Flugvellir, rétt fyrir neðan flugstöðina, ruku allar lóðir út. Nú eru tvær lóðir eftir þar og hart barist um þær, en þar er í dag æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur og við þurfum að finna því nýjan stað áður en við úthlutum þessum lóðum,“ segir Jóhann Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Áhuginn á íbúðalóðum í Reykjanesbæ er slíkur að varpa þarf hlutkesti í meira en helmingi tilfella til að fá úr því skorið hver hreppir lóðina. Sextíu lóðaumsóknir voru teknar fyrir á tveimur fundum umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins á hálfum mánuði. „Á árunum eftir hrun kom varla lóðaumsókn inn á borð til nefndarinnar en nú hefur svo sannarlega orðið breyting þar á,“ segir Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði. Gríðarlegur viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum á síðustu árum. Í grein sem Guðmundur Guðmundsson skrifaði í Kjarnann fyrir þremur árum kom fram að um 2.000 íbúðir stæðu tómar í Reykjanesbæ, ein- og fjölbýli. Þá námu íbúðirnar samtals helmingnum af öllu auðu en íbúðarhæfu húsnæði í landinu. Samkvæmt Guðmundi samsvaraði hlutfallslegur fjöldi þeirra því „að tugþúsundir íbúða stæðu tómar á höfuðborgarsvæðinu mitt í æpandi húsnæðiseklu“.Jóhann Snorri Sigurbergsson.Á þessum tíma átti Íbúðalánasjóður á sjötta hundrað íbúða á Suðurnesjum, langflestar í Reykjanesbæ, sem nú eru seldar. Nú er gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum í Reykjanesbæ og mikil uppbygging fyrirhuguð. Skóflustunga var tekin að Hlíðarhverfi fyrir skömmu, á gamla Nikel-svæðinu svokallaða, þar sem fyrirhugað er að reisa hátt í 500 íbúðir. Samkvæmt áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að um 2.000 íbúðir muni rísa á næstu tólf árum. „Breytingin sem nú er orðin snýr ekki bara að íbúðarhúsnæði því að atvinnulóðir hafa líka rokið út,“ segir Jóhann Snorri sem hefur setið í umhverfis- og skipulagsráði í sjö ár, lengst allra kjörinna fulltrúa sem nú sitja í ráðinu. „Á svæði sem kallast Flugvellir, rétt fyrir neðan flugstöðina, ruku allar lóðir út. Nú eru tvær lóðir eftir þar og hart barist um þær, en þar er í dag æfingasvæði knattspyrnudeildar Keflavíkur og við þurfum að finna því nýjan stað áður en við úthlutum þessum lóðum,“ segir Jóhann Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira