Margt um manninn í miðbænum á verkalýðsdaginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2017 17:49 Mannfjöldinn gekk fylktu liði eftir Austurstræti en fjölmargir útbjuggu skilti til að koma baráttumálum sínum á framfæri. Vísir/Stefán Margt var um manninn í miðbænum í dag í kröfugöngu verkalýðsins en gangan lét erfið veðurskilyrði í höfuðborginni ekki á sig fá. Samkvæmt dagskrá á vef ASÍ og VR safnaðist mannfjöldinn saman við Hlemm klukkan 13:00 í dag. Leiðin lá svo niður Laugaveg, með tilheyrandi undirleik lúðrasveita, og niður að Ingólfstorgi. Þá var einnig haldinn kröfufundur á Austurvelli. Ljósmyndari Vísis kom víða við í dag og festi hátíðahöldin á filmu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ávarpaði mannfjöldann á Austurvelli en hann gagnrýndi stjórnvöld harkalega í ræðu sinni.Vísir/StefánÁ Austurvelli flutti formaður Öryrkjabandalags Íslands, Ellen Calmon, meðal annars ræðu en að þessu sinni lagði bandalagið áherslu á fátækt í verkalýðsgöngunni. „Við vekjum athygli á því að fjöldi Íslendinga þarf að velja á milli hversdagslegrar og jafvel lífsnauðsynlegrar vöru á degi hverjum, vegna þess að framfærsla þeirra dugar ekki fyrir öllu því sem til þarf að lifa mannsæmandi lífi,“ sagði Ellen í ræðu sinni. Þá safnaðist fólk einnig saman í öðrum sveitarfélögum í tilefni verkalýðsdagsins, til að mynda Hafnarfirði, Akranesi, Ísafirði og Akureyri.Hér að neðan má sjá fleiri myndir af hátíðahöldunum í Reykjavík.Útifundur var haldinn á Ingólfstorgi en þar tóku fulltrúar ýmissa verkalýðsfélaga til máls.Vísir/StefánGöngumenn voru blautir á Austurvelli í dag.Vísir/StefánStéttarfélögin létu í sér heyra í kröfugöngunni við undirleik lúðrasveita.Vísir/Stefán Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira
Margt var um manninn í miðbænum í dag í kröfugöngu verkalýðsins en gangan lét erfið veðurskilyrði í höfuðborginni ekki á sig fá. Samkvæmt dagskrá á vef ASÍ og VR safnaðist mannfjöldinn saman við Hlemm klukkan 13:00 í dag. Leiðin lá svo niður Laugaveg, með tilheyrandi undirleik lúðrasveita, og niður að Ingólfstorgi. Þá var einnig haldinn kröfufundur á Austurvelli. Ljósmyndari Vísis kom víða við í dag og festi hátíðahöldin á filmu.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ávarpaði mannfjöldann á Austurvelli en hann gagnrýndi stjórnvöld harkalega í ræðu sinni.Vísir/StefánÁ Austurvelli flutti formaður Öryrkjabandalags Íslands, Ellen Calmon, meðal annars ræðu en að þessu sinni lagði bandalagið áherslu á fátækt í verkalýðsgöngunni. „Við vekjum athygli á því að fjöldi Íslendinga þarf að velja á milli hversdagslegrar og jafvel lífsnauðsynlegrar vöru á degi hverjum, vegna þess að framfærsla þeirra dugar ekki fyrir öllu því sem til þarf að lifa mannsæmandi lífi,“ sagði Ellen í ræðu sinni. Þá safnaðist fólk einnig saman í öðrum sveitarfélögum í tilefni verkalýðsdagsins, til að mynda Hafnarfirði, Akranesi, Ísafirði og Akureyri.Hér að neðan má sjá fleiri myndir af hátíðahöldunum í Reykjavík.Útifundur var haldinn á Ingólfstorgi en þar tóku fulltrúar ýmissa verkalýðsfélaga til máls.Vísir/StefánGöngumenn voru blautir á Austurvelli í dag.Vísir/StefánStéttarfélögin létu í sér heyra í kröfugöngunni við undirleik lúðrasveita.Vísir/Stefán
Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Sjá meira