Um er að ræða eitt vinsælasta lag kappans en það kom út árið árið 2002 og birtist í mynd hans 8 Mile sem naut gífurlegra vinsælda. Lagið sat á sínum tíma í efsta sæti vinsældarlista 24 landa.
Krefst Eminem skaðabóta frá Þjóðarflokknum vegna notkun lagsins en dómsmálið var tekið fyrir í Wellington í dag. Aðalmeðferð málsins er sögð taka sex daga en Eminem sjálfur mun ekki koma til með að vera viðstaddur réttarhöldin.
Garry Willams, lögmaður Eminem, segir Þjóðarflokkinn hafa brotið höfundarréttarlög með notkun sinni á laginu. Hann segir fáa aðila hafa fengið að nota lagið og að það væri gríðarlega verðmætt. Þjóðarflokkurinn hefur borið fyrir sig að stefið sem það notaði í auglýsingunni væri í raun ekki lag Eminem heldur önnur útgáfa af því sem það keypti af vefsíðunni Beatbox.
Joel Martin, talsmaður útgáfufyrirtækis Eminem, segir það koma sér á óvart að ekki hafi verið samið um sáttagreiðslur í stað þess að fara með málið alla leið í dómssal.
„Aðalatriðið er það að við hefðum aldrei leyft notkun á laginu í pólitískri auglýsingaherferð,” segir Martin.