Innlent

Varað við stormi suðvestan til

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vindaspá klukkan 10 í morgun.
Vindaspá klukkan 10 í morgun. Skjáskot/Veðurstofa
Búist er við talsverðri rigningu suðvestan til á landinu fyrripart dagsins í dag, en slyddu til fjalla. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að búast megi við vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu hlémegin fjalla suðvestan til á landinu.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 13-23 m/s og rigning sunnan- og vestanlands, hvassast suðvestan til. Hægari vindur og þurrt að mestu á norðaustanverðu landinu en súld eða þokumóða á köflum við austurströndina. Svipað veður á morgun en lægir heldur seinnipartinn og stöku skúrir norðaustan til. Hiti 6 til 16 stig að deginum, hlýjast norðanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Suðaustan 5-13 m/s á Suður- og Vesturlandi, og léttir heldur til og lægir er líður á daginn. Hiti 10 til 16 stig. Hæg suðlæg átt á Norður- og Austurlandi, léttskýjað og hiti 14 til 20 stig.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og hiti 13 til 20 stig. Sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna og mun svalara.

Á sunnudag:

Hæg breytileg átt, skýjað að mestu sunnan- og vestanlands en annars léttskýjað. Hiti 7 til 17 stig.

Á mánudag:

Vestan 5-10, skýjað vestan til en annars léttskýjað. Hiti 8 til 18, hlýjast austanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×