Mjólkin búin í búðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. júní 2017 20:00 Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. Hljóðlátt var við landamæri Katar og Sádí-Arabíu í dag þar sem lokað hefur verið fyrir samgöngur til landsins frá nokkrum arabaríkjum í gegnum loft-, land- og sjóleiðir. Á venjulegum degi liggur stríður straumur vörubíla í gegnum land landærahliðið þar sem Katar treystir að mestu á innflutning á matvörum. Nokkur arabalönd hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings landsins við hryðjuverkasamtök. Einar Einarsson starfar sem sjúkraþjálfari í Doha í Katar. Hann segir eitthvað um að fólk hafi verið að hamstra mat. „Til dæmis mjólkin sem kemur eiginlega öll frá Sádí-Arabíu, þessi sem ég kaupi vanalega. Þannig ég keypti mjólk í gleri frá Katar en það var allavega búðarmjólk. Ég veit ekki hvort við þurfum síðan að fara drekka mjólk frá úlföldunum. En ég hef ekkert miklar áhyggjur af matarskorti," segir Einar. Hann bendir á að aðgerðaráætlun til að taka á aðstæðum sem þessum hafi verið komið upp árið 2014 þegar ósætti ríkti á svæðinu. „Fólk var í gær aðeins að hafa áhyggjur af því að geta ekki tekið út peninga og virtist vera sem það hafi vantað dollara. En það virðist vera komið í lag í dag og fólk hefur getað millifært," segir hann. Einar var sjálfur ekki búinn að skipuleggja ferðir til landanna í kring og hefur samgöngubannið því ekki bein áhrif á hann. Ferðalögin gætu þó orðið dýrari þar sem það hefur verið ódýrara að að millilenda í löndunum í kring. Þá segir hann að bannið gæti haft áhrif á starfið hans þar sem stór kúnnahópur er frá Sádí-Arabíu. „Ég veit ekki hvort það verði minna að gera en það er alveg hugsanlegt. Af því spítalinn þar sem ég vinn er einn sá stærsti á þessu svæði í íþróttameiðslum. Mjög stór hópur af okkar kúnnum kemur frá Sádí-Arabíu og þessum löndum í kring. Ég var einmitt með einn í gær sem sagði að hann myndi líklega fara heim í dag. Hann kom ekki í dag og er því líklega farinn," segir Einar. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. Hljóðlátt var við landamæri Katar og Sádí-Arabíu í dag þar sem lokað hefur verið fyrir samgöngur til landsins frá nokkrum arabaríkjum í gegnum loft-, land- og sjóleiðir. Á venjulegum degi liggur stríður straumur vörubíla í gegnum land landærahliðið þar sem Katar treystir að mestu á innflutning á matvörum. Nokkur arabalönd hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings landsins við hryðjuverkasamtök. Einar Einarsson starfar sem sjúkraþjálfari í Doha í Katar. Hann segir eitthvað um að fólk hafi verið að hamstra mat. „Til dæmis mjólkin sem kemur eiginlega öll frá Sádí-Arabíu, þessi sem ég kaupi vanalega. Þannig ég keypti mjólk í gleri frá Katar en það var allavega búðarmjólk. Ég veit ekki hvort við þurfum síðan að fara drekka mjólk frá úlföldunum. En ég hef ekkert miklar áhyggjur af matarskorti," segir Einar. Hann bendir á að aðgerðaráætlun til að taka á aðstæðum sem þessum hafi verið komið upp árið 2014 þegar ósætti ríkti á svæðinu. „Fólk var í gær aðeins að hafa áhyggjur af því að geta ekki tekið út peninga og virtist vera sem það hafi vantað dollara. En það virðist vera komið í lag í dag og fólk hefur getað millifært," segir hann. Einar var sjálfur ekki búinn að skipuleggja ferðir til landanna í kring og hefur samgöngubannið því ekki bein áhrif á hann. Ferðalögin gætu þó orðið dýrari þar sem það hefur verið ódýrara að að millilenda í löndunum í kring. Þá segir hann að bannið gæti haft áhrif á starfið hans þar sem stór kúnnahópur er frá Sádí-Arabíu. „Ég veit ekki hvort það verði minna að gera en það er alveg hugsanlegt. Af því spítalinn þar sem ég vinn er einn sá stærsti á þessu svæði í íþróttameiðslum. Mjög stór hópur af okkar kúnnum kemur frá Sádí-Arabíu og þessum löndum í kring. Ég var einmitt með einn í gær sem sagði að hann myndi líklega fara heim í dag. Hann kom ekki í dag og er því líklega farinn," segir Einar.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira