10 atriði sem koma þér á óvart þegar þú eignast börn Ritstjórn skrifar 7. september 2017 17:30 Glamour/Getty Það er margt sem kemur manni manni á óvart - og ekki á óvart þegar maður verður foreldri. Glamour tók saman nokkra góða punkta sem foreldrar ættu að kannast við, og þeir sem ekki eiga börn geta tekið niður punkta. Líkami þinn getur funkerað á aðeins fjögurra tíma svefni á sólarhring í marga mánuði, jafnvel nokkur ár.Aldrei, aldrei, aldrei, aldrei vekja sofandi barn. Þau eru langbest þegar þau sofa.Að mæta til vinnu á mánudögum er alls ekki svo slæmt eftir fjörugt helgar „frí“. Vinnan verður fríið þitt. Svona nokkurn veginn.Ef það er legókubbur á gólfinu þá munt þú stíga á hann og þú munt þjást! Verulega.Þvottur klárast aldrei! Eins gott að tala bara hreint út um það.Þú getur borðað fimmfalt hraðar en þú hélst að þú gætir. Að njóta matarins er liðin tíð.Barnið þitt mun fá mat úr krukku, sofa upp í, borða nammi, ganga í Spidermanstígvélum og leggings í stíl, með Frozenbakpoka. Þó að upphaflega planið hafi verið að nákvæmlega ekkert af ofangreindu myndi gerast.Sundferðir eru ekki lengur afslöppun í heitapottinum heldur þrektími og eltingarleikur.Dagarnir þar sem þú færð að hægja þér í friði eru taldir!Síðast en ekki síst. Þú færð að upplifa svo mikið af skilyrðislausri ást að þú munt eiga erfitt með að ráða við þig af hamingju.Þessi grein birtist fyrst í júli/ágúst blaði Glamour. Mest lesið Zayn Malik undir tískuáhrifum frá Sigmundi Davíð? Glamour Mariah Carey opinberar samband sitt við dansarann sinn Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Kate Moss og Naomi Campbell nýir ritstjórar hjá Vogue Glamour Óunnar sjálfsmyndir - #BreakYourSelfie Glamour Lífvirkni og hreinleiki Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Blue Ivy sussaði á foreldra sína á Grammy Glamour Sérstök lína frá Ganni lítur dagsins ljós Glamour
Það er margt sem kemur manni manni á óvart - og ekki á óvart þegar maður verður foreldri. Glamour tók saman nokkra góða punkta sem foreldrar ættu að kannast við, og þeir sem ekki eiga börn geta tekið niður punkta. Líkami þinn getur funkerað á aðeins fjögurra tíma svefni á sólarhring í marga mánuði, jafnvel nokkur ár.Aldrei, aldrei, aldrei, aldrei vekja sofandi barn. Þau eru langbest þegar þau sofa.Að mæta til vinnu á mánudögum er alls ekki svo slæmt eftir fjörugt helgar „frí“. Vinnan verður fríið þitt. Svona nokkurn veginn.Ef það er legókubbur á gólfinu þá munt þú stíga á hann og þú munt þjást! Verulega.Þvottur klárast aldrei! Eins gott að tala bara hreint út um það.Þú getur borðað fimmfalt hraðar en þú hélst að þú gætir. Að njóta matarins er liðin tíð.Barnið þitt mun fá mat úr krukku, sofa upp í, borða nammi, ganga í Spidermanstígvélum og leggings í stíl, með Frozenbakpoka. Þó að upphaflega planið hafi verið að nákvæmlega ekkert af ofangreindu myndi gerast.Sundferðir eru ekki lengur afslöppun í heitapottinum heldur þrektími og eltingarleikur.Dagarnir þar sem þú færð að hægja þér í friði eru taldir!Síðast en ekki síst. Þú færð að upplifa svo mikið af skilyrðislausri ást að þú munt eiga erfitt með að ráða við þig af hamingju.Þessi grein birtist fyrst í júli/ágúst blaði Glamour.
Mest lesið Zayn Malik undir tískuáhrifum frá Sigmundi Davíð? Glamour Mariah Carey opinberar samband sitt við dansarann sinn Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Kate Moss og Naomi Campbell nýir ritstjórar hjá Vogue Glamour Óunnar sjálfsmyndir - #BreakYourSelfie Glamour Lífvirkni og hreinleiki Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Blue Ivy sussaði á foreldra sína á Grammy Glamour Sérstök lína frá Ganni lítur dagsins ljós Glamour