NFL-stjarna sakar lögregluna í Las Vegas um ofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2017 09:48 Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, var handtekinn í Las Vegas helgina sem Mayweather og Conor börðust í borginni. vísir/getty Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar, Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, sakar lögregluna í Las Vegas um að hafa beitt sig ofbeldi þegar hann var handtekinn í borginni eftir bardaga þeirra Floyd Mayweather og Conor McGregor þann 26. ágúst síðastliðinn. Bennett segir að lögreglan hafi beitt hann óhóflegu afli og verið móðgandi í hans garð við handtökuna sem Bennett segir hafa verið tilhæfulausa. Hann ýjar að því að lögreglan hafi handtekið hann vegna þess að hann er svartur en lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mikið í deiglunni í Bandaríkjunum undanfarin ár og hefur Bennett áður mótmælt kynþáttamisrétti í landinu.Myndband af handtökunni sem birt var á vef TMZ má sjá hér fyrir neðan.Lögreglan í Las Vegas sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og hefur hafið rannsókn á handtökunni. Samkvæmt lögreglunni var Bennett handtekinn vegna tilkynningar sem barst um skotárás nálægt Drai-næturklúbbnum. Var hann handtekinn í tengslum við rannsókn þess máls en sleppt eftir 10 mínútur. Maðurinn sem grunaður var um skotárásina var ófundinn. Bennett lýsir því á Twitter hvernig hann upplifði handtökuna. Segir hann meðal annars að lögreglumaðurinn hefði beint byssu að höfði hans og hótað að skjóta það af ef hann svo mikið sem hreyfði sig. Bennett kveðst hafa verið dauðhræddur og ringlaður. Annar lögreglumaður hafi svo komið á staðinn og sett hnéð í bakið á honum þannig að Bennett átti erfitt með að anda. „Það eina sem ég gat hugsað var að ég myndi deyja fyrir það að eitt að vera svartur og að húðlitur minn væri á einhvern hátt ógn,“ skrifar Bennett.Equality. pic.twitter.com/NQ4pJt94AZ— Michael Bennett (@mosesbread72) September 6, 2017 PRESS RELEASE: Undersheriff Kevin McMahill Briefs the Media on Incident Involving Michael Bennett https://t.co/rWXMAo2sCm #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) September 7, 2017 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar, Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, sakar lögregluna í Las Vegas um að hafa beitt sig ofbeldi þegar hann var handtekinn í borginni eftir bardaga þeirra Floyd Mayweather og Conor McGregor þann 26. ágúst síðastliðinn. Bennett segir að lögreglan hafi beitt hann óhóflegu afli og verið móðgandi í hans garð við handtökuna sem Bennett segir hafa verið tilhæfulausa. Hann ýjar að því að lögreglan hafi handtekið hann vegna þess að hann er svartur en lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mikið í deiglunni í Bandaríkjunum undanfarin ár og hefur Bennett áður mótmælt kynþáttamisrétti í landinu.Myndband af handtökunni sem birt var á vef TMZ má sjá hér fyrir neðan.Lögreglan í Las Vegas sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og hefur hafið rannsókn á handtökunni. Samkvæmt lögreglunni var Bennett handtekinn vegna tilkynningar sem barst um skotárás nálægt Drai-næturklúbbnum. Var hann handtekinn í tengslum við rannsókn þess máls en sleppt eftir 10 mínútur. Maðurinn sem grunaður var um skotárásina var ófundinn. Bennett lýsir því á Twitter hvernig hann upplifði handtökuna. Segir hann meðal annars að lögreglumaðurinn hefði beint byssu að höfði hans og hótað að skjóta það af ef hann svo mikið sem hreyfði sig. Bennett kveðst hafa verið dauðhræddur og ringlaður. Annar lögreglumaður hafi svo komið á staðinn og sett hnéð í bakið á honum þannig að Bennett átti erfitt með að anda. „Það eina sem ég gat hugsað var að ég myndi deyja fyrir það að eitt að vera svartur og að húðlitur minn væri á einhvern hátt ógn,“ skrifar Bennett.Equality. pic.twitter.com/NQ4pJt94AZ— Michael Bennett (@mosesbread72) September 6, 2017 PRESS RELEASE: Undersheriff Kevin McMahill Briefs the Media on Incident Involving Michael Bennett https://t.co/rWXMAo2sCm #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) September 7, 2017
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira