NFL-stjarna sakar lögregluna í Las Vegas um ofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2017 09:48 Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, var handtekinn í Las Vegas helgina sem Mayweather og Conor börðust í borginni. vísir/getty Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar, Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, sakar lögregluna í Las Vegas um að hafa beitt sig ofbeldi þegar hann var handtekinn í borginni eftir bardaga þeirra Floyd Mayweather og Conor McGregor þann 26. ágúst síðastliðinn. Bennett segir að lögreglan hafi beitt hann óhóflegu afli og verið móðgandi í hans garð við handtökuna sem Bennett segir hafa verið tilhæfulausa. Hann ýjar að því að lögreglan hafi handtekið hann vegna þess að hann er svartur en lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mikið í deiglunni í Bandaríkjunum undanfarin ár og hefur Bennett áður mótmælt kynþáttamisrétti í landinu.Myndband af handtökunni sem birt var á vef TMZ má sjá hér fyrir neðan.Lögreglan í Las Vegas sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og hefur hafið rannsókn á handtökunni. Samkvæmt lögreglunni var Bennett handtekinn vegna tilkynningar sem barst um skotárás nálægt Drai-næturklúbbnum. Var hann handtekinn í tengslum við rannsókn þess máls en sleppt eftir 10 mínútur. Maðurinn sem grunaður var um skotárásina var ófundinn. Bennett lýsir því á Twitter hvernig hann upplifði handtökuna. Segir hann meðal annars að lögreglumaðurinn hefði beint byssu að höfði hans og hótað að skjóta það af ef hann svo mikið sem hreyfði sig. Bennett kveðst hafa verið dauðhræddur og ringlaður. Annar lögreglumaður hafi svo komið á staðinn og sett hnéð í bakið á honum þannig að Bennett átti erfitt með að anda. „Það eina sem ég gat hugsað var að ég myndi deyja fyrir það að eitt að vera svartur og að húðlitur minn væri á einhvern hátt ógn,“ skrifar Bennett.Equality. pic.twitter.com/NQ4pJt94AZ— Michael Bennett (@mosesbread72) September 6, 2017 PRESS RELEASE: Undersheriff Kevin McMahill Briefs the Media on Incident Involving Michael Bennett https://t.co/rWXMAo2sCm #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) September 7, 2017 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar, Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, sakar lögregluna í Las Vegas um að hafa beitt sig ofbeldi þegar hann var handtekinn í borginni eftir bardaga þeirra Floyd Mayweather og Conor McGregor þann 26. ágúst síðastliðinn. Bennett segir að lögreglan hafi beitt hann óhóflegu afli og verið móðgandi í hans garð við handtökuna sem Bennett segir hafa verið tilhæfulausa. Hann ýjar að því að lögreglan hafi handtekið hann vegna þess að hann er svartur en lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mikið í deiglunni í Bandaríkjunum undanfarin ár og hefur Bennett áður mótmælt kynþáttamisrétti í landinu.Myndband af handtökunni sem birt var á vef TMZ má sjá hér fyrir neðan.Lögreglan í Las Vegas sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og hefur hafið rannsókn á handtökunni. Samkvæmt lögreglunni var Bennett handtekinn vegna tilkynningar sem barst um skotárás nálægt Drai-næturklúbbnum. Var hann handtekinn í tengslum við rannsókn þess máls en sleppt eftir 10 mínútur. Maðurinn sem grunaður var um skotárásina var ófundinn. Bennett lýsir því á Twitter hvernig hann upplifði handtökuna. Segir hann meðal annars að lögreglumaðurinn hefði beint byssu að höfði hans og hótað að skjóta það af ef hann svo mikið sem hreyfði sig. Bennett kveðst hafa verið dauðhræddur og ringlaður. Annar lögreglumaður hafi svo komið á staðinn og sett hnéð í bakið á honum þannig að Bennett átti erfitt með að anda. „Það eina sem ég gat hugsað var að ég myndi deyja fyrir það að eitt að vera svartur og að húðlitur minn væri á einhvern hátt ógn,“ skrifar Bennett.Equality. pic.twitter.com/NQ4pJt94AZ— Michael Bennett (@mosesbread72) September 6, 2017 PRESS RELEASE: Undersheriff Kevin McMahill Briefs the Media on Incident Involving Michael Bennett https://t.co/rWXMAo2sCm #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) September 7, 2017
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira