„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2017 13:58 Verksmiðja United Silicon er afar umdeilt. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. Bæjarstjórnin hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað þangað til fyrirtækið geri úrbætur til þess að koma í veg fyrir mengun frá verksmiðjunni. „Ef að menn eru ekki tilbúnir til þess að fylgja því eftir sem þeir eiga að gera og standast þau viðmið sem eru í gildi verður bara að loka verksmiðjunni á meðan. Við erum bara búin að fá nóg,“ segir Fríðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í samtali við Vísi.DV greindi frá því í síðustu viku að arsen hefði mælst í tuttugufalt meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir við umhverfismat. Arsen er eitrað efni og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli þess og krabbameins.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.VísirHafa takmarkað vald „Ég mun ekki styðja það að gerðar verði tilraunir á íbúum í heilt ár til þess að fá úr því skorið hvort verið sé að úða hættulegum efnum yfir þá,“ segir í bréfi sem Guðbrandur Einarsson, formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi til Umhverfisstofnunar í gær. „Við höfum sagt það að heilsa íbúa gengur fyrir, þetta snýst ekki um peninga,“ segir Friðjón og bendir á að sveitarfélagið hafi í raun takmarkað vald til þess að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Vandamálið hjá okkur er að sveitarfélagið úthlutar lóðum fyrir fyrirtæki en svo er allt eftirlit í höndum annarra aðila eins og Vinnueftirlits, Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar og við höfum ekkert vald þar,“ segir Friðjón. Nokkrar vikur eru síðan forsvarsmenn United Silicon funduðu með bæjaryfirvöldum þar sem komið var á framfæri þeim áhyggjum sem bæjarbúar hafa haft vegna mengunar frá verksmiðjunni. Friðjón segist vita af því að fyrirtækið sé að vinna að því að bæta úr sínum málum og bæjaryfirvöld geti ekki kvartað yfir samskiptum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Þolinmæðin sé hins vegar einfaldlega á þrotum. „Það hefur verið lykt hérna síðustu viku og alla helgina. Okkur finnst þolinmæði íbúa vera á þrotum. Við höfum verið þolinmóð öll saman en nú þurfti bara að stíga þetta skref.“ Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. Bæjarstjórnin hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað þangað til fyrirtækið geri úrbætur til þess að koma í veg fyrir mengun frá verksmiðjunni. „Ef að menn eru ekki tilbúnir til þess að fylgja því eftir sem þeir eiga að gera og standast þau viðmið sem eru í gildi verður bara að loka verksmiðjunni á meðan. Við erum bara búin að fá nóg,“ segir Fríðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í samtali við Vísi.DV greindi frá því í síðustu viku að arsen hefði mælst í tuttugufalt meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir við umhverfismat. Arsen er eitrað efni og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli þess og krabbameins.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.VísirHafa takmarkað vald „Ég mun ekki styðja það að gerðar verði tilraunir á íbúum í heilt ár til þess að fá úr því skorið hvort verið sé að úða hættulegum efnum yfir þá,“ segir í bréfi sem Guðbrandur Einarsson, formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi til Umhverfisstofnunar í gær. „Við höfum sagt það að heilsa íbúa gengur fyrir, þetta snýst ekki um peninga,“ segir Friðjón og bendir á að sveitarfélagið hafi í raun takmarkað vald til þess að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Vandamálið hjá okkur er að sveitarfélagið úthlutar lóðum fyrir fyrirtæki en svo er allt eftirlit í höndum annarra aðila eins og Vinnueftirlits, Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar og við höfum ekkert vald þar,“ segir Friðjón. Nokkrar vikur eru síðan forsvarsmenn United Silicon funduðu með bæjaryfirvöldum þar sem komið var á framfæri þeim áhyggjum sem bæjarbúar hafa haft vegna mengunar frá verksmiðjunni. Friðjón segist vita af því að fyrirtækið sé að vinna að því að bæta úr sínum málum og bæjaryfirvöld geti ekki kvartað yfir samskiptum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Þolinmæðin sé hins vegar einfaldlega á þrotum. „Það hefur verið lykt hérna síðustu viku og alla helgina. Okkur finnst þolinmæði íbúa vera á þrotum. Við höfum verið þolinmóð öll saman en nú þurfti bara að stíga þetta skref.“
Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17
United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01
Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58
Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00