Erlent

Navalny dæmdur til fangelsisvistar

Atli Ísleifsson skrifar
Alexei Navalny í dag.
Alexei Navalny í dag. Vísir/AFP
Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, Alexei Navalny, til fimmtán daga fangelsisvistar fyrir að hafa neitað að fara að fyrirmælum lögreglu í fjöldamótmælum í Moskvu um helgina.

Navalny var einnig dæmdur til greiðslu um 40 þúsund króna fyrir að hafa skipulagt mótmælin.

Navalny hvatti fólk til að mótmæla á götum úti um helgina, en hann hefur sakað forsætisráðherrann Dmitri Medvedev um spillingu. Segir hann Medvedev eiga glæsihýsi, snekkjur og vínekrur og að opinber laun hans gætu á engan hátt getað staðið straum af því öllu. 

Mikill fjöldi fólks kom saman í Moskvu, Pétursborg, Vladivostok, Novosibirsk, Tomsk og fleiri borgum á sunnudag til að mótmæla forsætisráðherranum.

Forsetakosningar fara fram í Rússlandi á næsta ári og hyggur Navalny á framboð. Talið er að dómurinn gæti haft áhrif á þau áform.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×