Stuttu eftir tónleikana gekk Nandy í sinni fyrstu sýningu, sem var hvorki meira né minna en fyrir ítalska tískuhúsið Prada. Hún skrifaði í kjölfarið undir fyrirsætusamning hjá Next fyrirsætuskrifstofunni.
Nandy ákvað að reyna fyrir sér á tískuvikunni í París fyrir mánuði síðan og gekk það vonum framar. Hún landaði nánast öllum sýningunum sem hún mætti í prufu fyrir. Á endanum gekk Nandy fyrir Acne Studios, Chanel, Saint Laurent, Sacai, Sonya Rykel, Dior og fleiri af stærri tískuhúsunum.
Það er óhætt að segja að ferill Nandy Nicodeme hafi byrjað með látum og við eigum eflaust eftir að sjá meira af henni í nánustu framtíð.

