Enginn þriggja ráðherra tók af skarið við Mývatn Svavar Hávarðsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Í Mývatnssveit eru frárennslismál ekki í samræmi við lög. vísir/vilhelm „Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, í nýjasta fréttabréfi sveitarfélagsins. „Hver einasti aðili sem ég og aðrir fulltrúar sveitarstjórnar höfum rætt við undanfarnar vikur hefur sýnt frárennslismálunum skilning en það sorglega í þessu er að enginn af þeim þremur ráðherrum sem hafa völdin í hendi sér, það er umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármálaráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála, hefur tekið af skarið,“ heldur Þorsteinn áfram.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri SkútustaðahreppsEins og komið hefur fram í fréttum síðasta árið eru frárennslismál sveitarfélagsins ekki í samræmi við lög og reglur, og er talið að mengun frá byggð eigi sinn þátt í ýmsum vandamálum sem steðja að lífríki Mývatns. Sveitarfélagið ræður hins vegar ekki við að bæta frárennslismál sín sjálft, enda munu þær umbætur kosta um 400 milljónir króna, að talið er. Ráðamenn í Skútustaðahreppi hafa því lengi leitað eftir aðstoð ríkisins og þrýstingur á aðgerðir aukist eftir umfjöllun um málið að undanförnu. „Flestir þingmenn kjördæmisins hafa tekið mjög vel í málaleitan okkar og lagt sitt lóð á vogarskálarnar en það er ráðherranna að klára málið,“ skrifar Þorsteinn sem kveður nú enn hert að sveitarfélaginu og rekstraraðilum með bréfum sem bárust heilbrigðiseftirlitinu. „Sveitarstjórn hefur brugðist við með því að fara fram á það við heilbrigðiseftirlitið að það sinni leiðbeiningarskyldu sinni sem opinbert stjórnvald og fundi með sveitarfélaginu og rekstraraðilum. Ýmsir aðilar hafa sett sig í samband við mig og sveitarstjórnarfulltrúa til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum af þróun mála. Við höfðum áður lýst því yfir að sveitarfélagið muni ekki skorast undan ábyrgð sinni þegar kemur að fráveitumálum í þéttbýli og undirbúningur fyrir þá vinnu er þegar hafinn,“ segir sveitarstjórinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
„Mikill tími og orka hefur farið í ýmsa fundi með ráðamönnum þjóðarinnar til að fá ríkið að borðinu í fráveitumálum en án sýnilegs árangurs,“ skrifar Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, í nýjasta fréttabréfi sveitarfélagsins. „Hver einasti aðili sem ég og aðrir fulltrúar sveitarstjórnar höfum rætt við undanfarnar vikur hefur sýnt frárennslismálunum skilning en það sorglega í þessu er að enginn af þeim þremur ráðherrum sem hafa völdin í hendi sér, það er umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármálaráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála, hefur tekið af skarið,“ heldur Þorsteinn áfram.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri SkútustaðahreppsEins og komið hefur fram í fréttum síðasta árið eru frárennslismál sveitarfélagsins ekki í samræmi við lög og reglur, og er talið að mengun frá byggð eigi sinn þátt í ýmsum vandamálum sem steðja að lífríki Mývatns. Sveitarfélagið ræður hins vegar ekki við að bæta frárennslismál sín sjálft, enda munu þær umbætur kosta um 400 milljónir króna, að talið er. Ráðamenn í Skútustaðahreppi hafa því lengi leitað eftir aðstoð ríkisins og þrýstingur á aðgerðir aukist eftir umfjöllun um málið að undanförnu. „Flestir þingmenn kjördæmisins hafa tekið mjög vel í málaleitan okkar og lagt sitt lóð á vogarskálarnar en það er ráðherranna að klára málið,“ skrifar Þorsteinn sem kveður nú enn hert að sveitarfélaginu og rekstraraðilum með bréfum sem bárust heilbrigðiseftirlitinu. „Sveitarstjórn hefur brugðist við með því að fara fram á það við heilbrigðiseftirlitið að það sinni leiðbeiningarskyldu sinni sem opinbert stjórnvald og fundi með sveitarfélaginu og rekstraraðilum. Ýmsir aðilar hafa sett sig í samband við mig og sveitarstjórnarfulltrúa til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum af þróun mála. Við höfðum áður lýst því yfir að sveitarfélagið muni ekki skorast undan ábyrgð sinni þegar kemur að fráveitumálum í þéttbýli og undirbúningur fyrir þá vinnu er þegar hafinn,“ segir sveitarstjórinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira