Viðskipti innlent

Bein útsending frá blaðamannafundi HB Granda

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi.
Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi. vísir/gva
HB Grandi hefur boðað til blaðamannafundar vegna samdráttar í rekstri, sem tilkynnt var um í dag.

 

Blaðamannafundurinn verður haldinn í húsakynnum félagsins á Akranesi klukkan 15.45 en hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu í spilaranum hèr fyrir ofan.

Þá verður fréttin uppfærð með öllum nýjustu upplýsingum um leið og þær berast.

 

HB Grandi sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þess efnis að ákveðið hafi verið að draga verulega úr eða hætta alfarið kaupum á botnfiski á fiskmarkaði. Rekstrarhorfur hafi ekki verið lakari í áratugi og að útlit sè fyrir tap á landvinnslu botnfisks. Stefnt er að því að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og sameina hana botnfisksvinnslu í Reykjavík.

Uppfært 15:47: Fundinum er lokið. Hægt er að horfa á upptöku af honum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns af fundinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×