Lífið

Bubbi oft verið áreittur kynferðislega og skilur Sölku Sól vel: „Konur hafa gripið í klof mér og rassinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bubbi skilur Sölku mæta vel.
Bubbi skilur Sölku mæta vel.
Sjónvarpsmaðurinn og söngkonan Salka Sól Eyfeld var áreitt af gesti á árshátíð Icelandair á laugardagskvöldið sem fram fór í Laugardalshöll.

Þar koma Salka fram ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna en hún greindi frá því á Twitter í gær að í þann mund sem hún var að stíga á svið hafi maður gerst fjölþreifinn við hana.

Sjá einnig: Salka Sól áreitt á árshátíð: „Ég vona að konan hans lesi þetta“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens tjáir sig um málið á Twitter og segist sjálfur hafa lent í svipuðum atvikum.

Bubbi segir; „Á Ferli mínum hafa konur gripið í klof mér og rassinn sagt ég ætla ríða þér kallað mig homma þegar ég sagði nei. Salka Sól skil þig svo vel.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.