Prófessorar í íslensku ósammála um kynhlutleysi í tungumálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:19 Guðrún Kvaran, prófessor emeritusí íslensku við Háskóla Íslands, er ósammála kollega sínum, Eiríki Rögnvaldssyni prófessor í íslensku, um kynhlutleysi í málinu. Um helgina viðraði Eiríkur þá skoðun sína á Facebook-síðu sinni að honum þætti að taka ætti upp kynhlutlaust persónufornafn. Það líst Guðrúnu ekki á en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni segir Eiríkur að hann hafi til skamms tíma verið á þeirri skoðun að tungumálið væri rétthærra fólkinu sem talar það og að fólk ætti að taka tungumálinu eins og það er: „[...] nota þau orð sem það býður upp á, átta sig á því að karlkyn er hlutlaust kyn í íslensku og það hefur ekkert með karlrembu að gera o.s.frv. En ég skipti um skoðun. Ég áttaði mig á því að sumum finnst tungumálið úthýsa sér og þannig má það ekki vera. Þess vegna eigum við að taka upp kynhlutlaust persónufornafn. Þess vegna eigum við að reyna að komast hjá því að nota karlkyns fornöfn og lýsingarorð þegar vísað er til beggja (eða allra) kynja. Þess vegna eigum við að leyfa kynhlutlaus mannanöfn. Þess vegna eigum við að leyfa fólki að ráða nöfnum barna sinna. Þess vegna eigum við að hætta að dæma fólk eftir því hversu vel það fylgir viðurkenndum málstaðli. Það þýðir ekki að við eigum ekki að rækta málið. En við verðum að fá að rækta málið á okkar eigin forsendum, hvert og eitt - okkur verður að finnast þetta vera okkar mál, sem skiptir okkur máli,“ segir Eiríkur í færslunni en með henni deilir hann frétt Morgunblaðsins um orðnotkun á forprófi PISA-prófsins þar sem ekki var gert ráð fyrir að nemendurnir gætu átt tvær mömmur eða tvo pabba.Spurð út í hvað henni þætti um þetta sagði Guðrún að henni lítist ekkert á þetta. „Mér líst ekkert á þetta bara hreint út sagt. Hann er náttúrulega að meina það að það eigi að forðast það að nota karlkyn og kvenkyn ef þú kemst hjá því og nota alltaf hlutlaust kyn sem hlýtur þá að vera hvorugkyn og virðist líta á að þetta eigi að vera almennt í þjóðfélaginu, að við forðumst karlkyn og kvenkyn,“ sagði Guðrún í Bítinu. Hún var meðal annars spurð út í hugmyndir um að taka upp annað ráð en ráðherra fyrir kvenkyns ráðherra. „Það var einu sinni reynt að gera það og stungið upp á ráðfrú en því var fljótlega hafnað af þeim sem voru kvenráðherrar þá vildu ekki sjá það að vera ráðfrú,“ sagði Guðrún. Bent var á að nú þegar séu í notkun kynhlutlaust persónufornöfn eins og til að mynda „hán.“ „Já, það er allt í lagi að þeir sem vilja nota það og vilja ekki nota hann og hún að þeir noti það en það þarf ekki að setja það á okkur öll og breyta kerfinu. Ég veit að Svíar hafa gert þetta en sænska málnefndin vill stíga svolítið varlega til jarðar, hún bannar það ekki, en stígur varlega til jarðar og ég held að við eigum að gera það “ sagði Guðrún og bætti við að henni þætti ekki að einhver ætti að stýra málinu ofan frá og að það eigi allt í einu að setja inn í allar kennslubækur nýtt mál.Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Guðrún Kvaran, prófessor emeritusí íslensku við Háskóla Íslands, er ósammála kollega sínum, Eiríki Rögnvaldssyni prófessor í íslensku, um kynhlutleysi í málinu. Um helgina viðraði Eiríkur þá skoðun sína á Facebook-síðu sinni að honum þætti að taka ætti upp kynhlutlaust persónufornafn. Það líst Guðrúnu ekki á en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í færslunni segir Eiríkur að hann hafi til skamms tíma verið á þeirri skoðun að tungumálið væri rétthærra fólkinu sem talar það og að fólk ætti að taka tungumálinu eins og það er: „[...] nota þau orð sem það býður upp á, átta sig á því að karlkyn er hlutlaust kyn í íslensku og það hefur ekkert með karlrembu að gera o.s.frv. En ég skipti um skoðun. Ég áttaði mig á því að sumum finnst tungumálið úthýsa sér og þannig má það ekki vera. Þess vegna eigum við að taka upp kynhlutlaust persónufornafn. Þess vegna eigum við að reyna að komast hjá því að nota karlkyns fornöfn og lýsingarorð þegar vísað er til beggja (eða allra) kynja. Þess vegna eigum við að leyfa kynhlutlaus mannanöfn. Þess vegna eigum við að leyfa fólki að ráða nöfnum barna sinna. Þess vegna eigum við að hætta að dæma fólk eftir því hversu vel það fylgir viðurkenndum málstaðli. Það þýðir ekki að við eigum ekki að rækta málið. En við verðum að fá að rækta málið á okkar eigin forsendum, hvert og eitt - okkur verður að finnast þetta vera okkar mál, sem skiptir okkur máli,“ segir Eiríkur í færslunni en með henni deilir hann frétt Morgunblaðsins um orðnotkun á forprófi PISA-prófsins þar sem ekki var gert ráð fyrir að nemendurnir gætu átt tvær mömmur eða tvo pabba.Spurð út í hvað henni þætti um þetta sagði Guðrún að henni lítist ekkert á þetta. „Mér líst ekkert á þetta bara hreint út sagt. Hann er náttúrulega að meina það að það eigi að forðast það að nota karlkyn og kvenkyn ef þú kemst hjá því og nota alltaf hlutlaust kyn sem hlýtur þá að vera hvorugkyn og virðist líta á að þetta eigi að vera almennt í þjóðfélaginu, að við forðumst karlkyn og kvenkyn,“ sagði Guðrún í Bítinu. Hún var meðal annars spurð út í hugmyndir um að taka upp annað ráð en ráðherra fyrir kvenkyns ráðherra. „Það var einu sinni reynt að gera það og stungið upp á ráðfrú en því var fljótlega hafnað af þeim sem voru kvenráðherrar þá vildu ekki sjá það að vera ráðfrú,“ sagði Guðrún. Bent var á að nú þegar séu í notkun kynhlutlaust persónufornöfn eins og til að mynda „hán.“ „Já, það er allt í lagi að þeir sem vilja nota það og vilja ekki nota hann og hún að þeir noti það en það þarf ekki að setja það á okkur öll og breyta kerfinu. Ég veit að Svíar hafa gert þetta en sænska málnefndin vill stíga svolítið varlega til jarðar, hún bannar það ekki, en stígur varlega til jarðar og ég held að við eigum að gera það “ sagði Guðrún og bætti við að henni þætti ekki að einhver ætti að stýra málinu ofan frá og að það eigi allt í einu að setja inn í allar kennslubækur nýtt mál.Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira