Enski boltinn

Jóhannes Karl: Aston Villa er frábært félag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aston Villa gekk í dag frá kaupunum á Birki Bjarnasyni frá svissneska meistaraliðinu Basel.

Íslenski landsliðsmaðurinn skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Villa sem situr í 13. sæti ensku B-deildarinnar.

Birkir er annar Íslendingurinn sem leikur með Aston Villa en Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði tvö mörk í 11 leikjum með félaginu 2003.

Jóhannes segir að Villa sé frábært félag og öll aðstaða þar sé prýðileg.

„Þetta er sögufrægt félag sem hefur unnið ensku deildina og orðið Evrópumeistarar. Þannig að sagan er með félaginu. Þetta er stór klúbbur sem á að vera í úrvalsdeild. Ég held að þetta gæti orðið skemmtilegt fyrir Birki og flott fyrir hann,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Aðstaðan er mjög góð. Völlurinn er ekkert á svakalega fallegum stað í Birmingham sem er ekkert svakalega falleg borg. En það er gott að vera þarna og fullt af góðum svæðum í kringum borgina. Og það sem skiptir kannski mestu er að stuðningurinn er mjög góður,“ sagði Jóhannes Karl ennfremur.

Fréttina í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar má einnig sjá viðtal við Birki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×