Enski boltinn

Messan: Hjörvar búinn að taka De Gea í sátt en það er eitt sem gerir hann gráhærðan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þótt Hjörvar Hafliðason hafi tekið David De Gea hjá Manchester United í sátt er samt eitt sem fer í taugarnar á honum varðandi spænska markvörðinn.

United gerði 1-1 við Stoke City um helgina. Stoke komst yfir í fyrri hálfleik með sjálfsmarki Juans Mata. Boltinn fór þá af Spánverjanum eftir fyrirgjöf Eriks Pieters og framhjá De Gea sem var kominn niður á hnéð.

„Getur markvörðurinn ekki fengið þetta í sig og sett þetta út af,“ spurði Hjörvar í Messunni á mánudagskvöldið.

„Þetta getur gert mig gráhærðan með spænska frændann minn í markinu sem er ég mikill aðdáandi í dag. Þetta hné sem hann tekur. Krakkarnir eru byrjaðir að herma eftir þessu, að fara niður á hnén,“ sagði Hjörvar sem bauð svo upp á smá sýnikennslu.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Markametið féll í Stoke

Wayne Rooney kom Manchester United til bjargar þegar liðið sótti Stoke City heim á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×