Enski boltinn

22 ár síðan að Cantona tók frægasta karatespark fótboltasögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Cantona.
Eric Cantona. Vísir/Samsett/Getty
Eric Cantona átti margra frábæra daga með Manchester United á þeim fimm tímabilum sem hann spilaði með félaginu. Það er erfitt að verja á milli þeirra en flestir eru sammála að sá versti var 25. janúar 1995.

Í dag eru 22 ár liðin síðan að Eric Cantona tók karatespark á einn stuðningsmann Crystal Palace í stúkunni á Selhurst Park eftir að hafa áður fengið að líta rauða spjaldið.

Áhorfandinn hét Matthew Simmons og hafði hlaupið niður ellefu sætaraðir til að drulla yfir Frakkann sem var allt annað í góðu jafntefli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið hjá dómaranum.

Eric Cantona var dæmdur í níu mánaða bann auk þess að hann þurfti að borga 20 þúsund pund í sekt og sinna 120 klukkutíma samfélagsþjónustu.

Verst var þetta fyrir lið Manchester United sem missti af 1995-titlinum til Blackburn Rovers og tapaði bikarúrslitaleiknum á móti Everton. Cantona var kominn með 12 mörk í 21 leik þegar að þessum afdrifaríka leik kom.

Staðreyndirnar tala sínu máli um mikilvægi Cantona fyrir Manchester United liðið á þessum árum.

Eric Cantona vann titilinn á öllum hinum fjórum tímabilum sínum með Manchester United og tvöfalt bæði 1994 og 1996.

Ein frægustu ummæli Eric Cantona komu á blaðamannafundi eftir að ljóst var að hegðun hans myndi kosta langt bann, sekt og samfélagsþjónustu.

„When the seagulls follow the trawler, it's because they think sardines will be thrown into the sea. Thank you very much,“ sagði Eric Cantona sem er svona á íslensku:

„Þegar mávarnir elta togarann þá er það vegna þess að þeir trúa því að sardínum verði hent í skóinn. Takk kærlega fyrir.“

Það er hægt að sjá atvikið sögulega hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×