Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2017 09:30 Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku. Vísir/Hörður Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku Group, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. Ummælin féllu á Facebook í desember og ákváðu dómararnir að stefna honum vegna þeirra.Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/Valli„Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í síðustu viku. Ummæli Magnúsar tengdust dómi sem féll í einkamáli í Hæstarétti á síðasta ári en Magnús var ekki sáttur við niðurstöðuna. Málið snerist um fjárskipti Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans sem tekist var á um fyrir dómstólum. Benedikt var einn þeirra sem kvað upp dóminn. Magnús er sem fyrr segir best þekktur sem forstjóri Atorku Group sem var umsvifamikið á árunum fyrir hrun en það sérhæfði sig í alþjóðlegum fjárfestingum í öðrum fyrirtækjum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/ValliBaðst afsökunar „Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en Benedikt og Karl ákváðu að láta málið niður falla þar sem Magnús féllst á að draga ummælin til baka. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts og Karls í málinu, segir Magnús hafa viðurkennt að orðin sem hann lét falla væru röng og tilhæfulaus með öllu. „Umbjóðendur mínir eru ánægðir með þau málalok og þess vegna verður málið fellt niður í vikunni.“ Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku Group, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. Ummælin féllu á Facebook í desember og ákváðu dómararnir að stefna honum vegna þeirra.Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/Valli„Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í síðustu viku. Ummæli Magnúsar tengdust dómi sem féll í einkamáli í Hæstarétti á síðasta ári en Magnús var ekki sáttur við niðurstöðuna. Málið snerist um fjárskipti Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans sem tekist var á um fyrir dómstólum. Benedikt var einn þeirra sem kvað upp dóminn. Magnús er sem fyrr segir best þekktur sem forstjóri Atorku Group sem var umsvifamikið á árunum fyrir hrun en það sérhæfði sig í alþjóðlegum fjárfestingum í öðrum fyrirtækjum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/ValliBaðst afsökunar „Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en Benedikt og Karl ákváðu að láta málið niður falla þar sem Magnús féllst á að draga ummælin til baka. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts og Karls í málinu, segir Magnús hafa viðurkennt að orðin sem hann lét falla væru röng og tilhæfulaus með öllu. „Umbjóðendur mínir eru ánægðir með þau málalok og þess vegna verður málið fellt niður í vikunni.“
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira