Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 19:30 Fæðubótarefni geta verið hættuleg, bæði fyrir íþróttafólk og hinn almenna neytanda að sögn doktors í fræðunum. Markaðurinn er risastór en eftirlitið ekki nógu gott. Dr. Ron Maughan er sérfræðingur í íþróttanæringafræði og fæðubótarefnum. Hann hefur séð um þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni í fimmtán ár. Maughan er einn þriggja fyrirlesara á ráðstefnu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur um lyfjamál sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fæðubótarefni eru mjög vinsæl en passi íþróttamenn sig ekki geta þeir endað í keppnisbanni. „Flestir íþróttamenn líta á fæðubótarefni sem eitthvað sem getur hjálpað þeim að halda sér í formi og bætt árangur þeirra. Við verðum samt að átta okkur á því að það er alltaf önnur hlið á málinu,“ segir Maughan. „Gæðastjórnun á efnunum og eftirlit með gæðastjórnun er ekki eins góð og hún ætti að vera. Sum efni innihalda ekki það sem er sagt á miðanum og önnur geta innihaldið efni sem eru bönnuð en það kemur ekki heldur fram á miðanum. Íþróttamaðurinn gæti því fallið á lyfjaprófi.“Þykjast ekkert vita Afreksfólk í íþróttum hefur í auknu mæli verið úrskurðað í keppnisbann vegna efna sem finnast í fæðubótarefnum þeirra en nánast undantekningarlaust segjast íþróttamennirnir ekki hafa vitað af bannaða efninu. „Í mörgum tilfellum er íþróttafólkið að þykjast ekkert vita. Enginn íþróttamaður hefur afsökun fyrir því að vita ekki hvert vandamálið er. Vandamálið er að í sumum fæðubótarefnum er alveg ótrúlega lítið af bönnuðum efnum. Þetta er svo lítið að þau hafa engin áhrif á líkamann, hvorki góð né slæm, en það er nóg til að íþróttamaður falli á lyfjaprófi,“ segir Maughan. Markaðurinn er risastór, segir doktorinn, og hinn almenni neytandi hefur ekki mikinn áhuga á að auka gæðaeftirlit með efnunum því þá eykst kostnaðurinn. Það kemur niður á íþróttamönnunum. Þetta er ekki góð þróun því efnin geta sum hver verið mjög hættuleg.Getur verið hættulegt „Það eru til mjög hættuleg fæðubótarefni og nýleg rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 23.000 manns á ári þurfa að mæta á bráðamóttöku vegna slysa tengdum þeim. Það eru hundruðir tilfella lifrasjúkdóma og meðal annars dauðsföll tengd efnunum,“ segir Maughan. „Það eru 60 prósent meiri líkur á því að menn sem nota fæðubótarefni sem hluta af vaxtarækt fái eistnakrabbamein. Þetta ætti að vera nóg til þess að fá fólk til að nota ekki fæðubótarefni án þess að hugsa ekki um hvað er í þeim.“ Falli þekktur afreksmaður í íþróttum á lyfjaprófi vegna ólöglegra efna í fæðubótarefnum er það ekki til að fæla fólk frá þeim. Þvert á móti. „Fólk sér að íþróttamaður hefur verið að nota ákveðna vöru og hefur náð árangri. Almenni neytandinn þarf ekki að gangast undir lyfjapróf þannig af hverju ætti hann að hafa áhyggjur,“ segir Ron Maughan.Á fimmtudaginn stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir ráðstefnu um lyfjamál kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Þrír áhugaverðir fyrirlesarar halda tölu, meðal annars fyrrverandi Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Fæðubótarefni geta verið hættuleg, bæði fyrir íþróttafólk og hinn almenna neytanda að sögn doktors í fræðunum. Markaðurinn er risastór en eftirlitið ekki nógu gott. Dr. Ron Maughan er sérfræðingur í íþróttanæringafræði og fæðubótarefnum. Hann hefur séð um þann málaflokk hjá Alþjóðaólympíunefndinni í fimmtán ár. Maughan er einn þriggja fyrirlesara á ráðstefnu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur um lyfjamál sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík á morgun. Fæðubótarefni eru mjög vinsæl en passi íþróttamenn sig ekki geta þeir endað í keppnisbanni. „Flestir íþróttamenn líta á fæðubótarefni sem eitthvað sem getur hjálpað þeim að halda sér í formi og bætt árangur þeirra. Við verðum samt að átta okkur á því að það er alltaf önnur hlið á málinu,“ segir Maughan. „Gæðastjórnun á efnunum og eftirlit með gæðastjórnun er ekki eins góð og hún ætti að vera. Sum efni innihalda ekki það sem er sagt á miðanum og önnur geta innihaldið efni sem eru bönnuð en það kemur ekki heldur fram á miðanum. Íþróttamaðurinn gæti því fallið á lyfjaprófi.“Þykjast ekkert vita Afreksfólk í íþróttum hefur í auknu mæli verið úrskurðað í keppnisbann vegna efna sem finnast í fæðubótarefnum þeirra en nánast undantekningarlaust segjast íþróttamennirnir ekki hafa vitað af bannaða efninu. „Í mörgum tilfellum er íþróttafólkið að þykjast ekkert vita. Enginn íþróttamaður hefur afsökun fyrir því að vita ekki hvert vandamálið er. Vandamálið er að í sumum fæðubótarefnum er alveg ótrúlega lítið af bönnuðum efnum. Þetta er svo lítið að þau hafa engin áhrif á líkamann, hvorki góð né slæm, en það er nóg til að íþróttamaður falli á lyfjaprófi,“ segir Maughan. Markaðurinn er risastór, segir doktorinn, og hinn almenni neytandi hefur ekki mikinn áhuga á að auka gæðaeftirlit með efnunum því þá eykst kostnaðurinn. Það kemur niður á íþróttamönnunum. Þetta er ekki góð þróun því efnin geta sum hver verið mjög hættuleg.Getur verið hættulegt „Það eru til mjög hættuleg fæðubótarefni og nýleg rannsókn í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 23.000 manns á ári þurfa að mæta á bráðamóttöku vegna slysa tengdum þeim. Það eru hundruðir tilfella lifrasjúkdóma og meðal annars dauðsföll tengd efnunum,“ segir Maughan. „Það eru 60 prósent meiri líkur á því að menn sem nota fæðubótarefni sem hluta af vaxtarækt fái eistnakrabbamein. Þetta ætti að vera nóg til þess að fá fólk til að nota ekki fæðubótarefni án þess að hugsa ekki um hvað er í þeim.“ Falli þekktur afreksmaður í íþróttum á lyfjaprófi vegna ólöglegra efna í fæðubótarefnum er það ekki til að fæla fólk frá þeim. Þvert á móti. „Fólk sér að íþróttamaður hefur verið að nota ákveðna vöru og hefur náð árangri. Almenni neytandinn þarf ekki að gangast undir lyfjapróf þannig af hverju ætti hann að hafa áhyggjur,“ segir Ron Maughan.Á fimmtudaginn stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir ráðstefnu um lyfjamál kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Þrír áhugaverðir fyrirlesarar halda tölu, meðal annars fyrrverandi Tour de France hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sem hefur viðurkennt stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira