Enski boltinn

Coutinho orðinn launahæstur eftir nýjan fimm ára samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Coutinho við undirritunina í morgun ásamt Jürgen Klopp.
Coutinho við undirritunina í morgun ásamt Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Brasilíski sóknarmaðurinn Philippe Coutinho hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Liverpool sem tryggir honum 150 þúsund pund í vikulaun. Þar með er hann orðinn launahæsti leikmaður félagsins, samkvæmt frétt BBC.

Coutinho gekk í raðir Liverpool frá Inter Milan fyrir fjórum árum síðan fyrir 8,5 milljónir punda. Nýi samningurinn tryggir að hann verði áfram í herbúðum félagsins til 2022.

Brasilíumaðurinn hefur síðan hann kom til Liverpol skorað 34 mörk í 163 leikjum. „Ég er afar þakklátur félaginu og þetta sýnir hversu hamingjusamur ég er hér,“ sagði hann.

Það er ekkert riftunarákvæði í samningi Coutinho sem tekur formlega gildi þann 1. júlí. „Ég skrifaði undir þennan nýja samning til að vera hér í nokkur ár í viðbót. Það er mér mikill heiður,“ sagði Coutinho sem hefur áður verið orðaður við bæði Real Madrid og Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×